blaðið - 13.01.2007, Side 12
12
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007
blaöið
UTAN ÚR HEIMI
Arabi skipaður ráðherra
Raleb Majadele hefur verið skipaður
í embætti ráðherra vísinda- og tækni-
mála í ísrael og er þar með fyrsti
múslíminn af arabískum uppruna sem
gegnir ráðherraembætti í ísrael.
Þúsundir festust í skíðabæ
Um tuttugu þúsund manns, þar af þrettán þúsund
skíðamenn, festust í austurríska alpabænum Sölden
þegar stórir grjóthnuliungar féllu úr hlíðum fjalls á
eina veginn sem liggur að bænum. Bæjarstjórinn segir
nokkra skíðamenn hafa misstu af flugfari sínu.
Rannsakar ekki viðskipti Bildts
Christer van der Kwast, sænski ríkissaksóknarinn, hefur sagt að
viðskipti Carls Bildts utanríkisráðherra með verðbréf rússneska
fyrirtækisins Vostok Nafta verði ekki rannsökuð frekar. Bildt
segist fagna yfirlýsingu van der Kwast, en segir að hún hafi ekki
komið á óvart.
Borgarfjörður:
Fótbrotnaði
í fjallgöngu
Karlmaður sem hugðist
bregða sér í miðnæturfjallgöngu
á Grábrók fyrir ofan Bifröst
féll við með þeim afleiðing-
um að hann fótbrotnaði.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi mun maðurinn hafa verið
undir áhrifum áfengis. Lögregl-
an í Borgarnesi þurfti að sinna
nokkrum útköllum í fyrrinótt.
Tilkynnt var um þrjú innbrot
í sumarbústaði í Svínadal og
voru miklar skemmdir unnar á
verðmætum auk þess sem ein-
hverjum verðmætum var stolið.
Lögreglan rannsakar máhð.
Kína:
Skortur á
kvenfólki
Árið 2020 verða þrjátíu
milljónum fleiri karlmenn en
kvenmenn á giftingaraldri sam-
kvæmt nýrri skýrslu kínverskra
stjórnvalda. 1 skýrslunni er
þeim áhyggjum lýst yfir að erfitt
verði fyrir milljónir karlmanna
að finna sér eiginkonu og að
kynjamunurinn muni leiða af
sér þjóðfélagslegan óstöðugleika.
Hagtölur sýna að 118 strákar
fæddust á móti hverjum hundr-
að stúlkubörnum árið 2005. í
Kína er einungis heimilt að
eignast eitt barn og er talið að
meirihluti foreldra kjósi að
eignast stráka. Fóstureyðing-
ar á kvenkyns fóstrum hafa
aukist á undanförnum árum
eftir að kynjagreiningar urðu
ódýrari. Þá er talið að talsvert
sé um að fæðingar á stúlku-
börnum séu ekki tilkynntar
til yfirvalda sem skyldi.
Mikilvægar tekjur Á síðasta
ári fékk Hafnarfjarðarbær ríf-
lega hundraö milljónir í tekjur
vegna álversins í Straumsvík
og áætlaðar tekjur i ár gera
ráð fyrir rúmum tvö hundruð
milljónum.
B! fl Ci |
1" • ,lrB f »r ii íi
Tekjur Hafnarfjarðarbæjar vegna álversins í Straumsvík:
Rúmlega hundrað milljóna
tekjur fyrir síðasta ár
■ Gefa ekki upp samanburðartölur ■ Tekjurnar segja aðeins hálfa sögu
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Þessar tekjur skipta okkur auð-
vitað heilmiklu en við höfum
sagt að þær ættu að vera meiri.
Tekjurnar segja samt ekki nema
hálfa sögu þar sem afleiddar
tekjur vegna starfseminnar eru
töluverðar því fjölmargir rekstr-
araðilar í bænum byggja á
þjónustu við álverið," segir
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðarbæjar.
Á sfðasta ári fékk Hafnar-
fjarðarbær hundrað og tíu
milljónir í tekjur vegna
álversins í Straums-
vík. Þær samanstanda
af framleiðslugjaldi af
hverju tonni af áli sem
framleitt er og tekjum
sem greiddar eru til Hafn-
arfjarðarhafnar. Áætlað
er að bærinn fái rúmar tvö
hundruð milljónir í tekjur
á þessu ári, ef frumvarp um
breytingar á skattlagningu
álversins ganga í gegn. Blaðið
leitaði eftir samanburðartölum
um tekjur bæjarins frá öðrum fyr-
irtækjum en þær fengust ekki upp-
gefnar hjá bæjarskrifstofunni.
Enginn óháður
Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar
í Straumi sem berst gegn stækkun
álsversins, undrast að bærinn veiti
ekki samanburðartölur því þær
eigi ekki
a ð
MJÓLKURVÖRUR
í SÉRFLOKKI
w
VÖRUR ff m
FLOKKI S§Ls(+p'
Er mikið ála
?
í skólanum?
LGC+ er fyrirbyggjondi vörn!
Streita og kvíði, skyndibitafæði, sætindi,
stopular máltíðir - allt þetta dregur úr
innri styrk og einbeitingu, veldur
þróttleysi og getur raskað bæði
ónæmiskerfinu og meltingunni.
LGG+ er sérstaklega þróað til að
vinna gegn þessum neikvæðu
áhrifum og dagleg neysla
þess tryggir fulta virkni.
vera leyndarmál. Hann segir í
fljótu bragði líta út fyrir að bærinn
vilji ekki láta tölurnar frá sér. „Við
leggjum áherslu á að enginn máls-
aðili er óháður í þessu og allir hafa
verið að birta sínar eigin útgáfur
af tölum. Bærinn er þar ekk-
ert undanskilinn og
hefur hagsmuna að
gæta líkt og aðrir,“
segir Pétur.
„Við viljum fá
óháða aðila
til þess að
yfirfara
og end-
, urskoða
" a 1 1 a r
$ tölur og
:' g0 gn
; málsins
áður en
m á 1 i ð
v e r ð u r
kynnt op-
inberlega
fyrir bæjar-
búum. Við
viljum bara að
heiðarlegu ljósi sé
varpað á þetta mál,
fyrr er ekki hægt að
ganga til kosninga.“
TEKJUR 2006
FRAMLEIÐSLUGJALD: 70
HAFNARFJARÐARHÖFN: 40
SAMTALS: 110
Allar tölur eru í milljónum króna.
ÁÆTLAÐAR TEKJUR 2007:
I FRAMLEIÐSLUGJALD, TEKJUSKATTUR 0G I
FASTEIGNAGJÖLD: 172
HAFNARFJARÐARHÖFN: 40
SAMTALS: 212
Allar tölur eru I milljónum króna.
Fullt fang
Aðspurður segir Lúðvík saman-
burðartölur ekki ljósar og ekki
víst að bænum sé heimilt að gefa
þær upp. Hann telur það ekki meg-
inágreiningsefni umræðunnar að
svo stöddu að togast á um tölur.
„Ég hef ekki íhugað það sérstaklega
að fá óháða aðila til að samræma
allar tölur. Við höfum haft í nógu
að snúast og höfum verið upptekin
við deiliskipulagið og kosninga-
fyrirkomulagið. I raun höfum við
alveg haft fangið fullt með það,“
segir Lúðvík. „Þegar nær dregur
verður sjálfsagt kallað eftir öllum
gögnum og þau verða auðvitað lögð
fram eins og þau liggja fyrir.“
blaðiðs
SMAAUGLYStNGAR@BUDID.NET
Heimsókn forseta Alþingis til Sádi-Arabíu:
Kaupa vörur fyrir milljarða
Kingdom’s Imports From lceland Touch SR287m
Lu Wa Shalhoub. Arab Nows
JEDDAH, 11 January
2007 — Saleh Al-Turki,
chairman of Jeddah
Chamber of Commerce
and Industry (JCCI),
said yesterday that
Saudi Arabia and
Sólveig í Sádí-Arabíu
Forseti Alþingis fundaði með k
sádi arabískum ráðamönnum 1
í fyrradag.
I
Otflutningur íslendinga til Sádi-
Arabíu er um þrisvar sinnum meiri
en útflutningur Sáda til íslands
samkvæmt upplýsingum Arab
News. Sádar fluttu út vörur til Is-
lands fyrir um tvo milljarða króna
árið 2005 á meðan íslendingar
fluttu út vörur til Sádi-Arabíu fyrir
um fimm og hálfan milljarð sama
ár. Að sögn Arab News fluttu fs-
lendingar fyrst og fremst inn sjáv-
arafurðir og landbúnaðarafurðir.
f viðtali við Arab News segir
Saleh Al-Turki, formaður Viðskipta-
ráðs Sádi-Arabíu, að samband ríkj-
anna sé traust. Þá segir hann að þó
tölurnar segi að munur sé á útflutn-
ingi ríkjanna þá sé hann viss um
að útflutningur einhverra sádiarab-
fskra olíufyrirtækja til fslands hafi
ekki verið tekinn með f reikninginn.
Heimsókn Sólveigar Pétursdóttur,
forseta Alþingis, til Sádi-Arabíu í
boði forseta ráðgjafarþings landsins
lauk í fyrradag. Með Sólveigu í för
voru þrjár þingkonur auk Belindu
Theriault, forstöðumanns alþjóða-
mála á skrifstofu Alþingis.