blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 blaðið INNLENT aazBB Þjófóttur öryggisvörður Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær öryggisvörð frá Securitas í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í húsnæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. Öryggisvörðurinn stal bæði peningum og tölvubúnaði í þeim tilgangi að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. VESTMANNAEYJAR Bæjarráð mótmælir hækkun (ályktun sem bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær var gjaldskrárbreytingum á fargjaldi með Herjólfi mótmælt og harmað það skilningsleysi sem ríkir um þjóðveg Eyjamanna. Gjaldskrá Herjólfs mun hækka að meðaltali um 11,49 prósent 1. febrúar. LITLA-HRAUN Fangi kærir fanga Fangi á Litla-Hrauni hefur kært samfanga sinn fyrir líkamsárás og eignaspjöll til lögreglunnar á Selfossi. Málsatvik eru þau að fanginn var sleg- inn í höfuðið með plastdunki fullum af súpu en áverkar hans reyndust hins vegar litilvægir. Stjórnarandstaðan um Ríkisútvarpið: Láta af málþófi Umræðum um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisút- varpið lauk skyndilega á Alþingi í gær eftir að Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, las upp sameiginlega yfirlýsingu frá stjórnarandstöðuflokkunum. Þar kom fram að umfjöllun þe- irra um frumvarpið væri lokið að sinni. Atkvæði verða greidd um frumvarpið á Alþingi í dag og má fastlega gera ráð fyrir því að það verði samþykkt af hálfu stjórn- arþingmanna, en að þingmenn stjórnarandstöðu greiði atkvæði á móti því. f yfirlýsingu stjórnarandstöð- unnar segir að myndi stjórnarand- Ekki uppgjöf heldur fyrirheit um frekari baráttu MörðurÁrnason, þing- maður Samfylkingarinnar stöðuflokkarnir ríkisstjórn eftir kosningar í vor verði lögin um Rík- isútvarpið endurskoðuð. „Þetta er ekki uppgjöf heldur fyrirheit um að við höldum áfram að end- urskoða þessi mál,“ segir Mörður Árnason. „Við leggjum til að gildis- takan verði seinna, eða eftir kosn- ingar, en ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki sæst á það.“ Meiri verðlækkun á útsölunni Engjateigi 5 Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA A hverjum degi desembermánaðar voru dregnir út veglegir happdrættisvinningar. Bókaúttekt aðandvirði 15.000 kr. Happdrættisnúmerið þitt finnur þú í Bókatíðindum 2006 á blaðsíðu 249. Vinninga ber að vitja í næstu bókabúð fyrir 1. maí 2007 gegn framvísun baksíðu Bókatíðindanna. Númer sem dregin voru út ern: 1. des: 2. des: 3. des: 4. des: 5. des: 6. des: 7. des: 8. des: 9. des: 10. des: 11. des: 12. des: 090691 088144 095685 106130 022269 011721 056451 047200 014990 027358 000527 061088 13. des: 14. des: 15. des: 16. des: 17. des: 18. des: 19. des: 20. des: 21. des: 22. des: 23. des: 24. des: 066802 010799 025279 000068 072121 030281 074492 000794 001573 001925 109542 046978 FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Guðni sigraði Hjálmar H/á/mar Árnason hættir ípólitík og Eygtó Harðardóttir telur fráleitt að öörum en henni verði boðið sæti hans. Mynd/SigurðurJónsson P'fvf Vt' B' \ W l\f :I r K w m' Íi B I Eygló Harðardóttir, frambjóðandi: Fráleitt bjóðist mér ekki sætið ■ Ekki óeðlilegar vangaveltur ■ Þakklátur fólkinu í kjördæminu Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég tel fráleitt að hugsa til þess að mér verði ekki boðið þriðja sætið í kjölfar ess að Hjálmar ákvað að hætta. g geri ekki ráð fyrir öðru en að niðurstöður prófkjörsins gildi. Þan- nig færist ég upp í þriðja sætið og óeðl- ilegt ef öðrum aðila yrði boðið sætið,“ segir Eygló Harðardóttir, sem lenti í fjórða sæti í prófkjöri Framsóknar- flokksins 1 Suðurkjördæmi. Um helgina lauk prófkjöri framsóknarmanna í kjördæminu þar sem Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, sót- tist eftir fyrsta sætinu ásamt Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins. Guðni vann baráttuna og Hjálmar he- fur nú tilkynnt að hann ætli að hætta í pólitík. Hann hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum sínum af hlutskipti frambjóðenda af Suðurnesjum og fleiri hafa tekið þátt í umræðunni um hvort einhverjum Suðurnesjamanni verði boðið sæti hans í staðinn. Úrelt hugsun Eygló furðar sig á þeirri umræðu og segir það alveg skýrt að hún sé að vinna fyrir allt Suðurkjördæmið. Hún telur óeðlilegt að verið sé að skipta sér af prófkjörum eða uppstil- lingum einstakra kjördæma, og vísar til skrifa Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og formanns borgarráðs. „Það hefur ekki verið hefð i Framsóknarflokknum að menn skipti sér af prófkjörum eða uppstil- lingum í öðrum kjördæmum. Ho- num færi betur að hafa meiri áhyg- gjur af stöðu flokksins í sínu eigin kjördæmi. Ekki veitir af,“ segir Eygló. „Þetta er einfaldlega úrelt hugsun þvi það hefur alveg frá upphafi komið skýrt fram að ég er í framboði fyrir allt kjördæmið. Ég á erfitt með að svara því hvernig ég myndi bregðast við ef öðrum yrði boðið sætið, ég hef enga trú á því að það muni gerast." Ekki stakan staf Á heimasíðu sinni svarar Björn Ingi ásökunum um hreppapólitík og segir vangaveltur sínar ré- ttmætar í ljósi þess að fjörutíu prósent kjósenda í kjördæminu séu Suðurnesjamenn. Hann bendir á að Hjálmar sjálfur hafi vakið athygli á þessu. „Það er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvernig rétta megi hlut Suðurnesja á framboðslistanum. Þetta held ég að sé ekki aðeins sakle- ysisleg athugasemd, heldur mjög ré- ttmæt,“ segir Björn Ingi. „En að kalla slík skrif afskipti af prófkjörum er afar langsótt svo ekki sé meira sagt. Það hef ég einmitt ekki gert. Nú er prófkjörið hins vegar búið og mjög eðlilegt að menn velti fyrir sér fram- haldinu. Og því hvernig stilla megi upp eins sigurstranglegum lista og kostur er.” Stórkostlegur stuðningur Guðni er eins og gefur að skilja ánægður með útkomuna. Hann segir MFyrirmig erþetta stórkostlegur stuðningur Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins ljóst að Bjarni Harðarson muni þig- gja annað sætið en segir óvíst með hvortEyglófariíþriðjasætið. „Bjarni fellir sjálfan þingflokksformanninn og það væri nú meira ef hann tæki ekki sætið sem hann sóttist eftir. Ég veit ekki hvort Eygló verður boðið þriðja sætið og hef ekkert heyrt um það ennþá,“ segir Guðni. „Hjálmar vildi taka þessa áhættu að keppa við mig og ég þakka honum góða vináttu og samstarf í gegnum tíðina. Fyrir mig er þetta stórkostlegur stuðningur og er ég þakklátur öllu fólkinu í kjördæminu." Ekki fulltrúar einstakra svæða Eygló bendir á að Hjálmar hafi verið góður fulltrúi Suðurnesja- manna og að hann hafi sjálfur ákveðið að draga sig í hlé. Hún segir mikla eftirsjá í Hjálmari því hann hafi verið sterkur þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi síðustu tólf ár. „Að mínu viti er hins vegar ekki æskilegt að fulltrúar flokksins tali þannig að þeir séu fulltrúar einhverra einstakra svæða innan kjördæmis. Mér fannst þetta koma skýrt fram í niðurstöðum prófkjör- sins. Þetta er einfaldlega úrelt hug- sun,“ segir Eygló. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins: Þarfnaðist ögrunar „Ég tel afleitt ef enginn Suðurnesjamaður er í efstu sætunum. Suðurnesjamenn virðast kunna vel að sækja sjóinn en Sunnlendingar kunna betur að smala fé. Mér fannst það ögrun að sækjast eftir fyrsta sætinu en það gekk ekki eftir. Á þessum tímapunkti vantaði mig ögrun því maður verður að hafa neistann til að vera í pólitík. Ég tók þessa ákvörðun í fullri sátt og glaður í bragði. Minn vinnuferill hefur einkennst af tíu ára lotum og ég tel það hæfilegan tíma. Nú hef ég verið í tólf ár á þingi og sennilega var minn tími kominn. Ég vil ekki enda sem lúinn og uppgefinn / stjórnmálamaður. Ég hef góða menntun og nú hefst nýr kafli í mínu lífi. Ég hlakka til og sé fram á eitthvað spennandi og skemmtilegt."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.