blaðið - 23.01.2007, Page 21
blaöiö
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007
29
Guðrún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör
Guðrún Hannesdóttir hlaut Ljóð-
staf Jóns úr Vör 2007 fyrir ljóð sitt
Offors en Hjörtur Marteinsson og
Eiríkur Örn Norðdahl viðurkenn-
ingar fyrir sitt ljóðið hvor í árlegri
samkeppni um Ljóðstafinn. Til-
kynnt var um úrslitin og skáldun-
um afhent verðlaun og viðurkenn-
ingar við hátíðlega athöfn í Salnum
í Kópavogi síðdegis á sunnudag.
Um 400 ljóð bárust í samkeppnina
að þessu sinni, en rökstuðningur
dómnefndar fyrir veitingu Ljóð-
stafsins í ár er svohljóðandi: „Ljóð-
ið Offors lýsir jurt sem sumir kalla
illgresi, en er þó matjurt sem runn-
in er upp í fjarlægum heimshluta
nálægt vöggu menningarinnar og
fylgt hefur Islendingum um lang-
an aldur. Mynd þessarar jurtar í
ljóðinu er dregin á listrænan hátt
sem sækir í íslenska alþýðuhefð.
Jafnframt lýsir Offors óstýrilátu
eðli rabarbarans og lífsseiglu og
býður í lokin upp á fleiri en eina
túlkunarleið að hætti margra nú-
tímaljóða."
Guðrún Hannesdóttir er þekkt-
ust fyrir barnabækur sem hún hef-
ur jafnframt myndskreytt, bæði
eigin sögur og vísnabækur með
gömlum barnavísum og þjóðkvæð-
um sem hún hefur safnað. Myndir
hennar hafa víða verið sýndar bæði
heima og erlendis. Fyrir fyrstu
bók sína hlaut hún viðurkenningu
íslandsdeildar IBBY 1994 og fs-
lensku barnabókaverðlaunin ásamt
Sigrúnu Helgadóttur 1996. Einnig
hlaut hún viðurkenningu fyrir ljóð-
ið Þar í samkeppninni um Ljóðstaf
Jóns úr Vör 2004.
Það er Lista- og menningarráð
Kópavogs sem stendur fyrir sam-
keppninni sem kennd er við Jón úr
Vör, en verðlaunaafhendingin fer
fram á afmælisdegi skáldsins, 21.
janúar, ár hvert. Ljóðstafurinn var
fyrst veittur 2002 og er öllum heim-
iít að senda ljóð í keppnina. Skáldið
sem stafinn hlýtur hverju sinni fær
DHI
Skáldin Eiríkur Örn Norð-
dahl, Hjörtur Magnússon
og Guðrún Hannesdóttir.
til varðveislu árlangt einn af göngu-
stöfum Jóns úr Vör og nafn sitt letr-
að á stafinn og minningargrip og
peningaverðlaun að auki.
f dómnefnd áttu sæti skáldin Sigur-
jón B. Sigurðsson (Sjón) formaður,
Hjörtur Pálsson og Soffía Auður
Birgisdóttir bókmenntafræðingur.
Spennandi slóðir
Fyrir þá sem hyggjast leggja leið
sína til Lundúna á næstu vikum
er tilvalið að skoða hvað um er
að vera á Tate Modern. Á vef
safnsins er að finna allar upplýs-
ingar um sýningar og viðburði á
safninu auk spennandi myndefnis
af ýmsu tagi.
http://www.tate.org.
uk/modern/
Á vef Tímarits Máls og menningar
kennir ýmissa grasa. Ftitstjórinn,
Silja Aðalsteinsdóttir, skrifar
reglulega skemmtilega menning-
arpistla þar sem víða er komið við.
Finna má efnisyfirlit yfir tímarit síð-
ustu ára auk bréfa frá lesendum
og tilkynninga um listviðburði.
www.tmm.is
ÁTÍuþúsund
tregawött
má finna
fjöldann
allan af frum-
sömdum
Ijóðum og
nýlegum
þýðingum
eftir ung og
efnileg skáld.
Ritstjórn
hvetur einnig
áhugasama til að senda inn hver-
skyns efni til birtingar svo þetta er
tilvalinn vettvangur fyrir skúffu-
skáld að koma sér á framfæri.
http://www.tregawott.net/
Bókaormar leggja flestir f vana
sinn að fylgjast vökulu auga
með bókagagnrýni og fréttum af
útgáfumálum í þeirri von að eitt-
hvað spennandi rati á náttborðið
í kjölfarið. Á síðum The Times og
The Sunday Times má finna bóka-
gagnrýni eftir marga helstu menn-
ingarpostula Bretlands. Þessi
skrif eru aðgengileg á slóðinni
http://www.timeson-
line.co.uk/books.