blaðið - 09.02.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007
blaöiA
„Þetta erfáránlegt. Viö megum ekki spila Born
inA Casket en megum spila Dismembered and
Moiested. Hvort hljómar verra?“
George„Corpsegrinder" Fisher, um bann á tónlist Cannibal Corpse i Þýskalandi.
ónlist
Sænsk-gríska dauðarokkssveitin
Nightrage hefur tilkynnt að gítar-
leikarinn Constatin hafi gengið
í raðir sveitarinnar. Constantine
þessi er frá Aþenu, Grikklandi, og
er sagður gríðarlega hæfileikaríkur
gítarleikari sem sé tilbúinn að gefa
sig allan í Nightrage.
■
Dimmur Borgir og Children
of Bodom eru meðal sveita sem
staðfest er að verði með í Graspop
Metal Meeting sem haldið verður í
júní í Belgíu. Aðrar sveitir sem hafa
eru Sabaton, Pain of Salvation,
Life of Agony, Brutal Truth,
Finntroll, Amon Amarth og
Korn.
Þýska dauðarokkssveitin Necrop-
haglst neyðist til að hætta við átta
fyrstu tónleikana í væntanlegum
Evróputúr sínum. Sveitin gefur
þá skýringu að ófyrirsjáanlegar
aðstæður hafi ráðið því að sveitin
geti engan veginn spilað á tónleik-
unum.
FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR
Svartmálmssveitirnar Finngálkn og
Svartidauðí koma fram á hinum frábæra
tónleikastaö Húsinu á Akureyri klukkan 20
I kvöld. Ekkert aldurstakmark er á tónleik-
ana og kostar 500 krónur inn. I hléi verða
drunur í boði Doomsayer. Svartmálms- og
dauðarokkshausar eru hvattir til að mæta.
Foreign Monkeys, Perfect Oisorder,
Dimma, Celestine og Helshare spila
reyndar ekki dauðarokk, en málefnið er
gott. Sveitirnar koma fram á tónleikum til
styrktar hjartveikum börnum á Sport-
barnum Breiðholti. Tónleikarnir hefjast
klukkan 22. og kostar 1.000 krónur inn.
Frábær endurkoma
I gegnum árin hefur hljómsveitin
Deicide verið ein sú harðasta í
dauðarokksbransanum, án efa
vegna forsprakka sveitarinnar,
Glen Benton, sem er óhræddur
við að viðurkenna hatur sitt á
kristni og trú sína á Lúsífer. Gekk
hann svo langt að brennimerkja
öfugan kross á ennið á sér.
Allir diskar Deicide hafa fjallað
um satanisma og andkristni og
hafa diskar á borð við Legion og
Once Upon the Cross verið taldir
með betri diskum sem komu í Flór-
ída-dauðarokkssenunni.
En eftir að Serpents of the Light
kom út fóru hlutirnir að dala hjá
hljómsveitinni, aðdáendur voru
sammála um að þemað væri farið
að verða gamalt. Insineratehymn
náði góðri sölu en þótti týpísk
og klisjukennd. En hljómsveitin
hélt ótrauð áfram og kom með
diskana In Torment in Hell, best
of disk og svo Scars Upon the
Crucifix. Dræm sala diskanna og
erfiðleikar innan bandsins urðu til
þess að Hoffman-bræðurnir, gít-
arleikarar og stofnmeðlimir hættu
í því.
En nýlega sneri hljómsveitin
aftur, með nýjum meðlimum, þeim
Jack Owen úr Canniþal Corpse og
Ralph Santolla sem hefur verið í
böndum á borð við Death og lced
Earth. Með plötunni The Stench
of Redemption hefur bandið
sannað sig að nýju í augum marga
aðdáenda, hreinn satanismi
hefur þróast í meiri andkristni og
trúleysi og gítarleikurinn er þéttari
en nokkru sinni fyrr og eru sólóin
líklegast þau bestu sem þeir hafa
verið með hingað til.
Platan byrjar á titillaginu sem
r *
Deicide
The Stench of Redemption
■■■
Frábær
gítarleikur
og söngur
wmm
#
Andkristnin
er aö veröa
★ ★★★★ gamaldags -
L________________________________á
stendur ekkert sérlega upp úr og
fylltist maður vonbrigðum og hélt
að þetta væri meira af því sama,
en þegar sólóin byrja kemst
maður að því að hér er eitthvað
nýtt og ferskt á ferð. Annað lag
plötunnar hljómaði klisjukennt
en vakti smá spenning vegna kli-
sjunnar, en það er lagið Death to
Jesus en það er einfaldlega með
betri lögum plötunnar, frábærar
gítarharmóníur og sóló og söngur
Bentons upp á sitt besta.
Frá með þessu lagi eru lögin
bara frábær, sum standa þó
upp úr eins og Crucified for the
Innocence, Homage for Satan
sem seinna var gert myndband
við og The Lord’s Sedition. Platan
endar svo öðruvísi en aðrar plötur
Deicide, en þeir ákváðu að covera
Deep Purple-lagið Black Night.
Það hlakkaði í mér að heyra lagið,
hvernig skyldi svona lag hljóma
í dauðarokksútfærslu? Ekki olli
lagið mér vonbrigðum því ég
skemmti mér frábærlega yfir því,
en á hinn bóginn held ég að Deep
Purple-aðdáendur myndu kalla
þetta slátrun á laginu.
elli@bladid.net
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
Cannibal Corpse er söluhæsta
dauðarokkshljómsveit allra tíma.
Sveitin er fyrsta dauðarokkssveit
sögunnar til að ná platínusölu í
heiminum og sú fyrsta til að koma
dauðarokksplötu á Billboard-list-
ann bandaríska.
Hrollvekjustíll
Cannibal Corpse er væntanleg
til landsins í sumar og mun halda
tvenna tónleika á Nasa, 30. júní
og 1. júlí. Sveitin gaf út sína fyrstu
plötu, Eaten Back to Life, fyrir 17 ár-
um. Eins og nafn plötunnar gefur til
kynna er stíll plötunnar hrollvekja
af ýmsu tagi og fjalla textarnir flest-
ir um morð, pyntingar, dauða og af-
skræmingu. Af þeim sökum hefur
verið bannað að selja plötur og vör-
ur sveitarinnar í Ástralíu, Nýja-Sjá-
landi og Kóreu.
Önnur plata sveitarinnar, Butc-
hered at Birth (Slátrað við fæðingu),
var bönnuð með öllu í Þýskalandi
árið 1991. Þá var flutningur á fýrstu
þremur lögum plötunnar stranglega
bannaður. Lögin fjalla á afar grafísk-
an hátt um mannát og kynferðislega
misnotkun á líkum. Heimurinn
virðist umburðarlyndari gagnvart
þannig textum í dag þar sem bann-
inu var aflétt í júní á síðasta ári.
Ekkert eftir til að limlesta
Á þeim 17 árum sem Cannibal
Corpse hefur starfað hefur sveitin
gefið út 10 hljóðversplötur og sent
frá sér fjölmargar aðrar útgáfur. 1
textum sveitarinnar hafa óteljandi
ódæði verið framin og árin virðast
ekkert róa meðlimina. Árið 2004
„Lögin fjalla á afar grafísk-
an hátt um mannát og
kynferðislega misnotkun
á líkum.“
virtist sveitin hafa siglt í strand á
sinn hátt þegar lagið Nothin Left to
Mutilate, eða Ekkert eftir til að lim-
lesta, kom út á plötunni The Wretc-
hed Spawn.
Sveitin komst aftur „á skrið“ árið
eftir þegar hún gaf út Kill. Á plöt-
unni mátti finna lög á borð við Mur-
der Worship (Morðdýrkun), Five Na-
ils Through the Neck (Fimm naglar
í gegnum hálsinn) og Submerged
in Boling Flesh (Á kaf í kraumandi
hold). Platan komst í 170. sæti Bill-
board-listans og í 16. sæti yfir plöt-
ur sem gefnar eru út af sjálfstæðri
útgáfu. Utgáfa plötunnar var keim-
lík útgáfum vinsælla popptónlistar-
manna þar sem DVD-diskur fylgdi
með viðhafnarútgáfu plötunnar.
ALgjört hatur
Cannibal Corpse er hvergi nærri
hætt og þann 6. mars á þessu ári
kemur út 11. hljóðversplata sveit-
arinnar; Vile. Sveitin fer troðnar
slóðir í sköpun sinni en á lagalista
plötunnar má finna lög á borð við
Mummified in Barbed Wire (Gerð
að múmíu í gaddavír), Absolute
Hatred (Algjört hatur) og Orgasm
Through Torture (Fullnæging eftir
pyntingar). Það síðastnefnda gæti
auðveldlega verið um ónefndan for-
stöðumann Byrgisins.
Cannibal Corpse er ein virtasta
dauðarokkssveit í heiminum í dag.
Sveitinni hefur tekist að selja millj-
ónir platna um allan heim án hjálpar
fjölmiðla og stórra auglýsingaher-
ferða, ef frá er talin famkoma sveitar-
innar í kvikmyndinni Ace Ventura,
Pet Detective, með Jim Carrey í aðal-
hlutverki, þar sem sveitin spilaði lag
sitt; Hammer Smashed Face.
Suffocation í sjónvarpi
Sjónvarpsstöðin The History
Channel notar lag dauðarokkssveitar-
innar Suffocation; Bind, Torture, Kill,
í auglýsingu þáttaraðarinnar The
Dark Ages, sem fjallar um árin eftir
fall Rómaborgar.
„Það var frábær reynsla að fá að
vinna í sjónvarpsiðnaðinum,” sagði
Mike Smith, trommari Suffocation, í
viðtali í síðustu viku. Sveitin tók virk-
an þátt í framleiðslu auglýsingarinnar
sem tók um eina viku í framleiðslu.
„Við vonumst til að fá að vinna oft-
ar í þessum iðnaði. Aðdáendur okkar
sem hafa séð auglýsinguna eru hrifn-
ir og bera mikla virðingu fyrir sjón-
varpsstöðinni. The History Channel
hefur pottþétt öðlast virðingu og
stuðningdauðarokkssamfélagsins.“