blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007
blaöið
INNLENT
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI
Mótmæla umsögn læknafélagsins
Samtök fjármálafyrirtækja segja Læknafélag (slands
fullyröa ranglega að efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis hafi gengið erinda vátryggingafélaganna
við afgreiðslu frumvarps um vátryggingasamninga.
Læknafélagið telja lagabreytingu að þeirra kröfu.
REYKJAVÍk
Einn þriðji fer aldrei á útivistarsvæðin
Tæpur helmingur þeirra, sem svöruðu í nýrri símakönnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla (slands, sögðust fara
þrisvar eða oftar í Öskjuhlíðina á ári, samkvæmt frétt af
mbl.is. 42 prósent svarenda sögðust fara þrisvar eða oftar
íGrasagarðinnáári.
MOSFELLSBÆR
Enginn samningur við Línuhönnun
Varmársamtökin hafa ekki samið við Línuhönnun um
skoðun eða mat á tengibrautinni eins og haft var eftir
samtökunum. Leituðu Varmársamtökin til fyrirtækisins en
var þeim tjáð að slík vinna gæti einungis farið fram í fullu
samráði við Mosfellsbæ. Þetta vill Línuhönnun leiðrétta.
Jón Gerald Sullenberger:
Davíð hjálpaði Baugi
Jón Gerald Sullenberger, sem
er ákærður í Baugsmálinu, segir í
samtali við Blaðið að allt tal um að
málið eigi sér pólitískar rætur fjarri
lagi. „Það ætti eiginlega að vera öf-
ugt því ég get ekki betur séð en að
Davíð Oddsson hafi varað sinn nán-
asta samstarfsmann við húsleitinni
hjá Baugi og gefið Baugsmönnum
tíma til að fara ofan i alla pappíra
og taka til í bókhaldinu hjá sér. Svo
talar Jón Ásgeir um að Baugur sé
fastur í fyrsta gír. Það er bara eins
gott því hvernig væri ástandið
ef Baugur kæmist í
fimmta gír, þá ættu
þeir bókstaflega allt
á íslandi.“
Jón Gerald var
fyrir réttinum
í gær. Hann var meðal annars
spurður út i eignarhald og notkun
á skemmtibátnum Thee Viking og
er greinilegt misræmi í vitnisburði
hans og Jóns Ásgeirs sem bar vitni
í síðustu viku. Til að mynda segir
Jón Gerald að aldrei hafi staðið til
að Gaumur tæki yfir eignarhaldið á
bátnum líkt og Jón Ásgeir hélt fram
Hins vegar hafi þeir feðgar, Jón Ás-
geir og Jóhannes, ætlað að taka per-
sónulega yfir bátinn.
Einnig var misræmi í frásögn
þeirra varðandi kreditkort í nafni
Gaums sem Jón Gerald hafði
undir höndum. Segir Jón Gerald
að hann hafi sjálfur óskað eftir
því að fá kortið til að „þrífa“ eftir
Baugsmenn eftir notkun þeirra á
bátnum en Jón Ásgeir hélt því fram
að Gaumur hafði látið Jón Gerald fá
kortið að fyrra bragði til að fá betri
yfirsýn yfir reksturinn á bátnum
þar sem honum hafi fundist útgjöld
Jóns Geralds tilviljanakennd.
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson
Hcrmann Jónasson
Geir Harðarson
' k
Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Hlkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Bladið/Frikki
Nafnlaust bréf um Baugsmálið veldur fjaðrafoki:
Atlaga að réttar-
skipan í landinu
■ Dómarar og aðrir málsaðilar bornir þungum sökum ■ Saksóknari
og verjendur lýsa yfir vanþóknun sinni
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Baugsmálið tók óvænta stefnu í gær
er upp komst að nafnlaust bréf hafði
verið sent til fjölmargra aðila sem
koma að málinu. I bréfinu kemur
fram hörð gagnrýni á dómsvaldið
og er dómsformaður í málinu, Arn-
grímur ísberg, borinn þungum
sökum. Þá eru nafngreindir fjöl-
margir aðrir dómarar sem komið
hafa að málinu og þeir gagnrýndir
fyrir að ganga erinda Baugs.
Mönnum ber saman um að
bréfið er skrifað af mikilli
þekkingu og mjög
líklegt að lög-
fróður maður hafi
átt hlut að máli.
Fyrri hluti bréfs-
ins snýr að fyrri
ákæruliðum sem
vísað hefur verið
frá dómi og farið ofan í einstaka
ákæruliði af nokkurri nákvæmni.
Síðari hluti bréfsins er að mestu
leyti sögusagnir og vangaveltur sem
bera vott um mikla gremju út í for-
svarsmenn Baugs og fleiri aðilum
tengdum málinu.
Slæmt fyrir sókn málsins
Bæði verjendur sakborninga og
fulltrúi ákæruvaldsins telja að með
bréfinu sé harkalega vegið að dóm-
stólum 1 landinu. Sigurður Tómas
Magnússon, settur saksóknari í mál-
inu, segist ekki hafa fengið bréfið
sent til sín en að Gestur Jónsson,
verjandi Jóns Ásgeirs, hafi afhent
honum afrit af þvi eftir þinghald í
fyrradag. Sigurður lýsti í gær yfir
vanþóknun sinni á bréfinu. „Bréf
þar sem menn koma ekki undir
nafni eru alltaf verulega ógeðfelld í
mínum huga og ég vil að sjálfsögðu
taka skýrt fram að þetta er verulega
slæmt fyrir sókn málsins. Allar
svona samsæriskenningar og
órökstudd ummæli, hvaðan
semþærkoma, eruein-
göngu til þess fallnar
að draga athyglina
frá raunverulegum
atvikum þessum
máls,“ segir Sigurður
Tómas sem segist
ekki hafa tekið afstöðu
hvort bréfið sé þess eðlis að
það krefjist rannsóknar enda sé það
ekki á hans könnu.
Staðreyndum snúið á haus
Gestur tók í sama streng og Sig-
urður Tómas og segir að efni þess
sé alvarleg atlaga að réttarskipan-
inni í landinu. „Ég lýsi yfir van-
jóknun minni á efni þessa bréfs og
jeim hætti sem viðhafður var við
MUGS
Nafnlaus bréf
eru verulega
ógeðfelldí
mínum huga
SigurðurTómas
Magnússon, settur
saksóknari
Ég lýsi yfir van-
þóknun minni á
efni þessa bréfs
Gestur Jónsson, verj-
andi JónsÁsgeirs.
að dreifa því. Það virðist vera að val-
inn hópur manna hafi fengið þetta
sent í pósti og það er nafnlaust,
uppfullt af dylgjum, staðreyndum
snúið á haus og það sem verst er
að nafngreindir einstaklingar eru
gerðir tortryggilegir með algjör-
lega ómaklegum hætti.“
Gestur gefur ekki mikið fyrir
hvaða áhrif þetta muni hafa á máls-
vörnina enda sé það aukaatriði
samanborið við efni bréfsins. „ Það
alvarlegasta í bréfinu er að það er
beinlínis verið að halda því fram
að dómstólakerfið í landinu virki
ekki á hlutlægan hátt, það er að
þar ráði allt önnur sjónarmið en
þau sem byggja eigi á við úrlausn
mála."
1
,Enn eru þeir sem segja að meirihluti dómara
Hæstaréttar sé að hetna sín. Þeir séu reiðir
yfir því að hafa ekki fengið að ráða nýskipun
dómara í réttinn að undanförnu. Sérstaklega
sé þeim illa við skipun Ólafs Barkar 2003 og
Jóns Steinars Gunnlaugssonar 2004. Þeir telji
að Davíö Oddsson hafi stjórnað því að þeir
fengu ekki aö ráða þessu. Nú hafi þeir fengiö
tækifæri til að hefna sín, þvi að öllum sé Ijóst
að Davíð vilji ófarir Baugsmanna sem rnestar."
„..(slenskir dómstólar hafa gersamlega
brugðist í þessum málum. Sé leitað þeirrar
skýringar sem hagstæðust er dómurunum,
er niðurstaðan sú að þeir reynast öfærir um.
að fjalla af hlutleysi um þetta mál, þar sem
ríkir menn eiga í hlut sem að auki ráða yfir
fjölmiölum..."
.Þannig á Arngrimur Isberg að hafa sagt í
áfengisvímu við samdómara sinn að hann
vissi vel að málið væri allt runnið undan
rifjum Davíðs Oddssonar!"
,Því má skjóta inn í, þó að það hafi sjálfsagt
ekki legið fyrir Hæstarétti, að Al [Arngrímur
Isbergj hafði á vettvangi Héraösdóms
Reykjavíkur sótt það fast að fá að dæma
í nýja málinu. Það þykir lögfræðingum
skrýtiö."
.Lögfræðingar sem leggja fyrir sig verjenda-
störf eru furöu lostnir. Þeir spyrja sjálfa sig,
hvort þeirra skjólstæðingar megi búast við
álíka hagstæðum niðurstöðum í framtíðinni.
Lífsreyndir menn hlæja að þessu og telja að
réttarfarið í Baugsmálum sé einnota."
,Sumir telja að persónuleg afstaða dómara
Hæstaréttar til þátttakenda i þessu drama
skipti máli. Sumir telja sig hafa oröið vara
við að máli sklpti hvað þeir heita sem flytja
málin. Markús Sigurbjörnsson er talinn afar
áhrifamikill í dómarahópnum[...]Einstakir
lögmenn eru sagðir njóta sérstakrar velvildar
hjá þessum áhrifamikla dómara. Til þess
hóps heyra Gestur Jónsson og stofan
sem hann vinnur á en þar er einnig að finna
aldavin Markúsar, Ragnar Hall. Sagt er að
Markús, Gunnlaugur og jafnvel fleiri dúmarar
hafi horn í síðu Jóns HB. og jafnvel Sigurðar
Tómasar...“
„Og til að undirstrika þetta sjónarmið um ótt-
ann tekur sá sem þetta skrifar fram að hann
þorir ekki að láta nafns síns getið. Til þess er
hann of huglaus!"