blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Hver ert þú? Kastljós Sjónvarpsins hefur verið með í vikunni viðtöl við aðstandendur alzheimer-sjúklinga þar sem kom í ljós gríðarlegur skortur á hvíldarinn- lögn fyrir þá sem þjást af þessum ömurlega sjúkdómi og langur biðtími eftir greiningu á honum. Þá er ekki heldur í boði fjárhagsstuðningur fyrir þá sem annast sjúklingana heima fyrir. Alzheimer-sjúkdómurinn er líkleg- ast sá sjúkdómur sem fólk vill síst af öllu þurfa að glíma við og margir eru hræddir við. Sjúkdómurinn leggst ekki eingöngu á sjúklinginn heldur alla fjölskylduna. Sigríður Sigurðardóttir sagði frá því að móðir hennar hefði greinst með alzheimer aðeins 58 ára. Eftir greiningu sjúkdómsins tók ekkert við fyrir móður hennar annað en að sitja heima yfir sjónvarpi allan daginn. ,Engin áfallahjálp eða sérfræðiaðstoð, aðeins bið fyrir konu sem var að öðru leyti fullfrísk og vel á sig komin,“ sagði Sigríður. Hún taldi vanta ákveðna verkþjálfun fyrir alzheimer-sjúklinga til að hjálpa þeim að bjarga sér að hluta sjálfir eins og t.d. að hella upp á kaffi. Allir viðmælendur Kastljóss voru sammála um að sárlega vanti skammtímavistun eða hvíldarinnlögn fyrir sjúklinga með alzheimer svo að fjölskylda fái hvíld frá stöðugri og erf- iðri umönnun. í allri uppsveiflunni undanfarin ár virðast þeir sem eru sjúkir og aldraðir hafa gleymst. Þeir urðu útundan í neyslusamfélaginu. Það kostar vissulega mikið að halda uppi góðu heilbrigðiskerfi en höfum við ekki einmitt stært okkur af því að hafa góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla - jafnt ríka sem fá- tæka? Það er bara ekki nóg að segja það, við verðum að standa við stóru orðin. Félög langveikra barna börðust fyrir því að foreldrar fengju umönnunarbætur þannig að þeir gætu tekið sér frí frá vinnu til að annast börn sín. Það sama ætti að vera uppi á teningnum með þá sem annars alzheimer-sjúklinga heima. Það ætti ekki að skipta máli hversu gamall sjúklingurinn er eða við hvaða sjúkdóm hann glímir, ef hann þarf umönnun heima fyrir ætti sá er tæki hana að sér að fá borgað fyrir. f raun er það sparnaður fyrir þjóðfélagið ef ættingjar taka að sér umönnun sem annars myndi lenda á hjúkrunarfólki. Það er gríðarlegt áfall þegar einn úr fjölskyldunni veikist alvarlega. Það setur daglegt líf úr skorðum og hefur fjárhagsleg áhrif á heimilið. Fanney Proppé lýsti þessu vel í Kastljósi þegar hún sagðist hafa þurft að segja upp vinnu sinni til að losa sig undan því álagi sem fylgdi því að vita af manni sínum einum heima bjargarlausum. „Ég var komin með hjartslátta- truflanir af áhyggjum og það létti af mér miklu álagi að hætta að vinna,“ sagði hún. Fanney á enn mörg ár í eftirlaun svo fjárhagsáhyggjur bætast ofan á álag og áhyggjur vegna veikinda makans. Þá lýsti hún því vel hvernig það er að upplifa það þegar eiginmaðurinn þekkir mann ekki lengur. „Þetta er sárt,“ sagði hún. „Ef ég tek utan um hann verður hann undrandi á því að ókunnug kona sé að faðma sig.“ Fanney sagðist hafa verið með manni sínum síðan hún var fimmtán ára. Getur einhver sett sig í þessi spor? Sennilega er það ekki hægt nema að hafa upplifað það sama sjálfur. Allir vilja annast sína nánustu eftir fremsta megni og þjóðfélagið ætti að gera fólki það kleift. Við höfum góðan fæðingarorlofssjóð fyrir foreldra ný- fæddra barna, af hverju ekki sjóð fyrir þá sem annast sjúka? Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZI M ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 14 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 blaöiö vtw~Töfi3r h-p K»*aí\ LA tíPSTl/filP/ ST-PfSLtNSríia ToSTVljfit T7T 'fi UATtT Óí/'II 7 Sáttahyggju í umhverfismálum Mér er í barnsminni að orðið um- hverfisvernd hafi merkt að vera sér- legur hatursmaður sauðkindarinnar. Skepna þessi var lengi talin upphaf og endir á allri þeirri gróðureyðingu sem orðið hefði í landinu. Kallaðir voru til vitnis í þeirri umræðu íslenskir menntamenn allt frá dögum Ara fróða. Ómar Ragnarsson gekk í þá daga að vatnsrofi í Grafningsfjöllum og kenndi um sauðfjárbúskap. Virtar leikkonur í Reykjavíkinni vitnuðu um að sauðkindin gerði landið bæði ljótt og leiðinlegt. Bændur sjálfir voru sjaldnast kall- aðir til vitnis og þótti eiginlega jafn fráleitt að tala við þá eins og að beina hljóðnemanum að sauðkindinni sjálfri. Síðan þetta er hefur mikið vatn runnið til sjávar. Öfgarnar skila engu Gróðurverndarumræða í landinu hefur fyrir löngu jafnað sig á þessum öfgum. Stórvirki eru í dag unnin í upp- græðslu mela og rofabarða og fremstir í þeim flokki eru nú sem fyrr bændur landsins. Engum dettur lengur í hug að kenna sauðfjárbúskap um eldgos eða harðæri fyrri alda. Miklar fram- farir hafa orðið í þessum efnum en mér er til efs að öfgafull umræða á síðasta aldarfjórðungi 20. aldar eigi nokkuð í þeim árangri. Og öfgamennirnir sem áður hróp- uðu á torgum að landið væri að fjúka á haf út hafa vitaskuld fundið sér ný mið. Þeir eru jafnvel orðnir elskir að sauðkindinni en óvinur samtímans þeirra í dag er raforkan og stóriðjur. Eins og þar sé upphaf og endir alls í umhverfismálum í okkar landi. Stærsti kostur þessara baráttu- glöðu víkinga verður nú sem fyrr að þá þrýtur yfirleitt örindið áður en við er litið og hafa að líkindum fundið sér nýjan óvin áður en mörg ár eru liðin. Sátt og vinnufriður Nú er það ekki svo að sauðfjárbeit sé alltaf heppileg í viðkvæmu landi. Og það er heldur ekki sjálfsagt að láta undan öllum hugdettum Landsvirkj- unarmanna um stóriðjur og vatns- aflsvirkjanir. En það er meðalhófið sem gildir. Án þess eru litlar líkur á farsælum niðurstöðum. Á sínum tima voru það farsælir og yfirvegaðir landbótamenn sem gengu inn í gróðurverndarumræðuna og tókst þar að skapa sátt og vinnufrið. Þar má nefna baráttumenn eins og Ólaf Dýrmundsson sauðfjárræktar- ráðunaut og Jón Helgason bónda og fyrrum landbúnaðarráðherra. Smám saman náðu rök, skynsemi og sátta- hyggja yfirhöndinni í þessari um- ræðu og öfgafólkið fann sér sem fyrr segir ný mið. Kjarkmiklir framsókn- arráðherrar í umræðunni um orkumál og stóriðju gildir það sama. Iðnaðar- ráðherra hefur nú lagt fram mjög merkar tillögur að lögum um nýt- ingu auðlinda í jörðu. Þar er tekið til- lit til sjónarmiða beggja og náttúran þó látin njóta vafans. Þannig viljum alvöru umhverfisverndarmenn í landinu vinna. Öfgamenn halda áfram að hrópa og segja að þessi nýja sáttatillaga sé einskis virði því með henni sé ekki lagt blátt bann við neinu sem þegar er komið i gang. Það er rétt enda er ekki til verri stjórnsýsla en sú sem telur sig geta stjórnað afturvirkt. Ég er mikill umhverfisvernd- arsinni og tel jafnframt að versti óvinur íslenskrar náttúru sé sá skot- grafahernaður sem öfgamenn vilja halda umræðunni í. Við umhverfis- verndarsinnar getum vitaskuld ekki snúið við hjóli sögunnar. Þau leyfi sem veitt hafa verið hljóta að standa en gefa engin forréttindi. Staða mála við Þjórsá er gott dæmi um þetta en þar ber að fagna nýju útspili umhverf- isráðherra um að ekki skuli liðið að Landsvirkjun fari með eignarnámi á hendur bændum við Þjórsá. Jónína Bjartmarz sýnir þar meiri kjark en við höfum til þessa séð i samskiptum ríkis og Landsvirkjunar. Með þessu er líklegt að bæði Búða- og Urriða- fossi verði þyrmt. Hvorutveggja vekur mér þá von að öfgarnir í umræðunni séu á út- leið. Getur þetta öfgalið ekki farið að tala um stéttabyltingu aftur eða bara barist á móti litasjónvarpinu! Höfundur er bóksali og einn frambjóðenda Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi PENZIM er hrein, tærog litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM ínniheldur engarfitur,oílureða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkureða rúmföt. PENZIN* PENZIM PENZIM GEL W1TH AIL NATIRAI LOTÍON WTrii ALL MTVKAL MARISÍ: £N2YMM Adum r J Sldn & My M \Rt\F I NTYMFS Advancfd •íu, ár fcxly C«if 1 nrmnla MoMitfblnKk MoMWÍtuiKft Nourhiúag. \1 \IN t AININU Itt Al THV i t )R I MAINTAININO HÍMTHV 1 á penzim tórioN Penzim fæst í apótekum, hellsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is Klippt & skoríð Halda mætti að þeir óprúttnu aðilar er standa bak Nígeríubréfunum alræmdu hafi hafið skipulega markaðsherferð. Klippari hefur fengið sjö slík bréf í pósthólf sitt á síðustu tveimur vikum sem er verulega umfram meðaltal. Sem fyrr eru gull og grænustu skógar í boði geti viðtakandi rétt örlita hjálparhönd viö að millifæra fé og / eða geyma fé undir sínu nafni. Og nöfn og titlar þeirra er undir skrifa eru mik- ilfenglegir; hans hátign, hans æruverðugi, hinn mikilfenglegi, hinn góði. Abraham hinn góði nefnir einn sig og telur upp í bréfi sínu marg- visleg mannréttindaverkefni sem hann hefur unnið að í landi sínu í óþökk yfirvalda þar. Ótt- ast hann að allt það fé er hann vill nota til góðra verka verði gert upptækt og biðlar um að fá að nota reikning viðtakanda í stuttan tíma til að forða því. Seint verður of brýnt fyrir fólki að taka bréf sem þessi ekki alvarlega enda koma árlega nokkrir fslendingar illa út úr viðskiptum sínum við slíka menn. Sé það of gott til að vera satt er það jafnan raunin. Eins dauði er annars brauð. Hvergi má betur sjá það þessi dægrin en á Umferðar- miðstöðinni ÍReykjavík. Lúgusjoppan þar sem verið hefur hluti af nætur- , —. menningu heillar kynslóðar másínlítilsgagnvartglænýrri sólarhringsverslun Esso við Hringbrautina og virðast örlög hennar ráðin ef marka má að að bílaraðirsjást þarekki lengur. Var það regla fremur en undantekning að þurfa að bíða (röðinni eftir afgreiðslu enda var BSÍ oft hér áður eini staðurinn sem opinn var á næturnar og um helgidaga þegar aðrir höfðu lokað. Undarlegt þykir klippara hversu lítil um- ræða fer fram um kosti sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Deilur þeirra í millum eru daglegt brauð. Nú siðast vill Seltjarnarnes ekki greiða jafnan hlut í rekstri Strætó bs. Þaráður eyðilagði Kópavogsbær fallegan trjáreit í Heiðmörk til að komast að vatnslindum og innan tíðar ákveða Hafnfirðingar hvort fyrstu kynni ferðamanna af höfuðstað landsins verður stækkað álver. Ekkert þessara vandamála væru til ef ákvarðanataka væri á einum stað (stað fjöl- margra eins og nú er. Stærra sveitarfélag er öfl- ugra og betra sveitarfélag er jafnan línan þegar rætt er um landsbyggðina. Hvers vegna ætti það sama ekki að gilda um höfuðborgina? albert@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.