blaðið - 24.02.2007, Síða 16

blaðið - 24.02.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 blaðiö Nýju vor-og sumarlitirnir komnir Sérfræðingur frá YSL veitir ráðgjöf í dag, morgun og laugardag. illilBljjjill!) Sigurboginn Laugaveg 80. R S: 5611330. www.sigurboginn.is blaöi á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744 Illugi Jökulsson skrifar um nafnlaus bréf Hver skrifaði bréfið? Jahérna hér! Loksins þegar maður hélt að það yrði brátt óhætt að skella sér aftur í sjó- inn ...! Ég á við: Þegar maður hélt að Baugsmálið hlyti að hafa tekið allar þær vendíngar og túrner- íngar sem mögulegar væru - ekk- ert gæti frekar komið manni á óvart - þá kemur hið nafnlausa bréf! Nú er það að vísu spurning: Hvaða máli skiptir þetta bréf? Af hverju eru menn að fara fram á lögreglurannsókn, halda fundi helstu málsaðila í Baugsmálinu um hvernig bregðast skuli við, af hverju eru fjölmiðlarnir komnir á stúfana? Og ég farinn að skrifa um nafnlausa bréfið pistil? Góð spurning. Eins og Stein- grímur Sævarr benti á á blogg- síðu sinni í gær, þá er samfélagið uppfullt af nafnlausum bréfum. Nú síðast rafrænum þar sem eru bloggsíðurnar þar sem ekki koma allir fram undir sínu rétta nafni. En setja fram skoðanir sem eru jafnvel enn skorinorðari, eða ætti ég að segja stóryrtari, en í fyrr- nefndu nafnlausa bréfi. Reynt að hafa áhrif á málsaðila Það eru fáeinar ástæður fyrir því að þetta nafnlausa bréf verð- skuldar ögn meiri athygli en allt nafnlausa ruglið og svívirðing- arnar á Málefnum, Barnalandi og hvað þær heita netsíðurnar þar sem fólk fær að ólmast án þess að gefa upp nafn. I fyrsta lagi er bréfið sent helstu málsaðilum sem nú eigast við í Baugsmálinu. Það er ekki birt almenningi. / Það bendir til þess að bréfritarar - því þeir eru — áreiðanlega að minnsta kosti tveir - vilji með bréfi sínu hafa áhrif á gang málsins. Og Baugsmálið er nú óvart þannig vaxið að það er verulega frétt- næmt ef einhverjir reyna með beinum hætti að hafa áhrif á það. Og sérstaklega þá hverjir það gætu verið. Eins og margkomið hefur fram, þá er annar höf- undur nafnlausa bréfsins bersýnilega lögfræðingur því þar er um að ræða fag- ' mannlega útlistun á meðferð dóm- stóla á Baugsmálinu - burtséð frá því hvort menn kunna að vera honum sammála eður ei. Og því hefur meira að segja verið haldið fram að þetta hljóti að vera afar fær lögfræðingur. Og sé nú einhver málsmetandi lögfræðingur sannfærður um að dómstólar hafi farið illa að ráði sínu í Baugsmálinu, er honum að sjálfsögðu heimilt að hafa þá skoðun. En það er meiri spurn- ing af hverju hann kýs að setja þá skoðun fram nafnlaust og sem eins konar fylgiskjal við þær dylgjur, róg og aðdróttanir sem bréfið er að öðru leyti. Hann þorir ekki að gefa sig fram Því svarar seinni höfundurinn raunar á þann veg að hann sé of huglaus! Hann þori hreinlega ekki að gefa sig fram af ótta við þá harðsvíruðu mafíu (mín orð!) sem réði dómstólunum. Og það er ekki féleg myndin sem dregin er upp af dómurum landsins. Þetta er greinilega klíka þar sem vinskapur, hefnigirni og alls- konar vanhæfni ræður ríkjum. Einn dómarinn er bersýnilega al- ræmdur fyrir að semja langa lög- fræðitexta þar sem endaskipti eru höfð á hlutunum. Einfalt verður flókið og satt ósatt. fa, ekki líst mér á! Og annar dómari er meira að segja fullur í þokkabót! Við skulum bara vona að bréfritarar nafnlausa bréfsins hafi úr háum söðli að detta á því sviði! Þurfa þeir að vera lafhræddir við dómarana? Enþegarmaðurerbúinnaðlesa þessa lýsingu hinna nafnlausu á dómstólunum fer maður að skilja hví þeir kjósa að vera nafnlausir. Ekki hætta sér nærri þessari ormagryfju. Dómararnir mundu auðvitað hefna þess grimmilega og dæma á móti viðkomandi lög- fræðingi við hvert tækifæri, af ein- skærri hefnigirni. En slíkt virðist v e r a plag- siður íslenskra dómara ef marka má bréfið. Svo dettur manni í hug - ef það virkilega svo að íslenskir lögfræðingar þurfi að vera svona lafhræddir við dómarana? Hvað með þá til dæmis hann Svein Andra Sveinsson? Hann hefur í blaðagreinum gagnrýnt margar niðurstöður dómara í Baugs- málum og það með býsna bein- „Einhvers staöar á góö- um stað úti iþjóðfélag- inu situr þá mjög fœr lögfrœöingur sem stöðu sinnar vegna getur ekki tekið til máls opinber- lega um Baugsmálið" skeyttum hætti. Hvernig þorir hann þessu?! Og stundar hann þó þannig lögmannsstörf að hann á mikið undir því að dómarar fari ekki að sýna honum sérstakan fjandskap. Ægilegar hefndaraðgerðir dómaramafíunnar? Nei vitiði, án þess ég sé inn- vígður í dómara- eða lögfræðinga- stétt landsins, þá ætla ég að leyfa mér að halda því fram að þetta sé tóm vitleysa. Lögfræðingar þurfi ekki að óttast ægilegar hefndar- aðgerðir einhverrar voðalegrar dómaramafíu þótt þeir leyfi sér að vera ósammála einhverjum niðurstöðum þeirra. Þá er niðurstaðan nú - að sá hinn mjög svo flinki lögfræð- ingur sem á að hafa skrifað fyrri part nafnlausa bréfsins, þá hlýtur að fela sig bak við nafnleyndina af einhverjum öðrum orsökum. Sem hlýtur að merkja að staða hans leyfi ekki að hann lýsi opinberlega yfir skoðun sinni með svo rót- tækum hætti. Staða hans • þá meina ég félagsleg staða, kannski pólitísk staða og kannski bara staða í merk- ingunni atvinna. Hikarekki við að beita gróusögum Og þá er málið altso þetta: Einhvers staðar á góðum stað úti í þjóðfélaginu situr þá mjög fær lögfræðingur sem stöðu sinnar vegna getur ekki tekið til máls op- inberlega um Baugsmálið en sest niður og semur einhvers konar álitsgerð í félagi við ansi orð- ljótan og illskeyttan vin sinn sem sér óvini í hverju horni og hikar ekki við að beita gróusögum og illmælgi og rógburði. Og saman freista þeir þess að hafa áhrif á Baugsmálið með því að kynna af- urðir sínar helstu málsaðilum. Já, ég sé það núna - þetta er ekki alveg ómerkilegt bréf...

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.