blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 25
blaðið
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 25
Það má segja að fjöl-
breytnin og gróskan
sé það allra merki-
legasta við fjölmiðla-
markaðinn um
þessar mundir" segir
Þorbjörn Broddason
fjölmiðlafræðingur og prófessor
í félagsfræði við Háskóla íslands.
„Allt í einu erum við komin með
jafnmörg dagblöð og við vorum
með á gósentíma flokksblaðanna.
Dagblöðin á Islandi eru orðin fimm:
Morgunblaðið, Fréttablaðið, Blaðið,
Viðskiptablaðið og DV og auk þess
kemur Krónikan út vikulega. Þetta
er stórmerkilegt. Ég held að þessi
gróska stafi að einhverju leyti af því
að ákveðnum hagsmunaaðilum er
ekki rótt nema þeir eigi innhlaup
í dagblað, viti af vinum í varpa,
án þess þó að þeir séu að ritstýra
blöðunum."
Hvaða hagsmunaaðilar eruþetta?
„Er ekki nánast hver einasti við-
skiptafursti landsins búinn að eign-
ast dagblað? Um leið er orðin til
nokkurs konar ný útgáfa af flokks-
blöðum. Hér áður fyrr mátti treysta
því að ekki yrði hallað á Framsókn-
arflokkinn í Tímanum, ekki á Sjálf-
stæðisflokkinn í Morgunblaðinu og
aldeilis ekki á sósíalista í Þjóðvilj-
anum. Hins vegar gat maður fengið
ágæta mynd af pólitíkinni ef maður
las öll blöðin. Svo breyttist þetta og
blöðunum fór að fækka og flokk-
arnir misstu áhugann eða höfðu
hreinlega ekki efni á að halda blöð-
unum úti. Maður hlaut að spá því að
tími dagblaða væri meira og minna
liðinn. Upp úr 2000 spruttu upp
ný öfl með nýja peninga sem sáu
sér hag í því að leggja umtalsvert
fjármagn í dagblöð. Eg er alls ekki
að væna þessa eigendur um að hafa
afskipti af störfum blaðamanna og
ritstjóra en það er engin tilviljun að
þeir sjá sér hag í því að eiga fjölmiðil.
Ef menn eiga hálfan eða heilan millj-
arð og hafa það eitt í huga að ávaxta
peningana sína þá held ég að þeir
ættu að setja þá í eitthvað annað en
dagblöð. En ef menn líta á þessa fjár-
festingu sem eins konar forvarnir
þá er hún kannski ekkert svo galin.
Eg held að þessir kallar viti hvað
þeir eru að gera. Þetta eru yfirveg-
aðar ákvarðanir."
Asjónur dagblaðanna
Má lesa pólitískar línur úrskrifum
dagblaðanna?
„Ef við förum yfir flóruna þá
get ég ekki sagt það að ég sjái það
á Blaðinu. Það þurfti að finna sér
rými sem ekki var fyllt og það nær
því að vera eins og tímarit, í afslapp-
aðri blaðamennsku, og kannski
sérstaklega núna síðustu vikurnar
og mánuðina. Það er mild ásjóna á
Blaðinu og hluti af því virðist vera
að laða að lesendur sem hafa áhuga
á menningarmálum.
Ég treysti mér ekki alveg til að
tjá mig um DV. Ég hef séð svo lítið
til þeirra. Fyrir einhverjum mán-
uðum síðan játaði ég það í áheyrn
nokkurra DV manna að ég læsi það
blað ekki mikið. Ég gafst upp á blað-
inu þegar verst gegndi síðastliðinn
vetur. Nú er það að koma aftur sem
dagblað og ég óska þeim til ham-
ingju. Ég sá fyrsta blaðið þeirra í
dagblaðsformi og útlitið er fínt, það
er fallegur og líflegur svipur á því.
Mér sýnist á innihaldinu að þeir
DV-menn ætli greinilega að kveðja
þær persónulegu ofsóknir sem þeir
voru lagstir í sem þjónuðu engum til-
gangi og hjálpuðum ekki nokkrum
manni.
Það blasir við að það má lesa
pólitískar línur úr skrifum Morg-
unblaðsins. Morgunblaðið er ekki-
lengur málgagn Sjálfstæðisflokks-
ins á sama hátt og áður en það er í
ríkum mæli málgagn þeirra sem
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Morgun-
blaðið leitast við að móta sjálfstæða
pólitíska stefnu en reynir um leið
að draga vagninn í sömu átt og
Sjálfstæðisflokkurinn.
Fréttablaðið er í stjórnarand-
stöðu. Er það vegna þess að þeir eru
á móti Sjálfstæðisflokknum? Það
er ekki víst. Þeir líta svo á að þeir
verði að finna sér smugu þar sem
er autt rými og fundu það í því að
vera í stjórnarandstöðu. Það er hin
klassíska hugmynd um dagblaðið
sem varðhund fyrir hönd almenn-
ings. Hver er skjólstæðingur fjöl-
miðilsins? Eigandinn? Stjórnvöld?
Auglýsendur? Eða eru það lesendur,
áhorfendur og hlustendur? Fyrir
mér er svarið mjög einfalt. Það er
síðasttaldi hópurinn. En það er ekki
þessi síðasttaldi hópur sem skilar
tekjunum. Auglýsandinn er höndin
sem fæðir fjölmiðilinn. Ef fjölmiðill
missir lesendur þá er auglýsandinn
líka fljótur að fara því hann hefur
engan áhuga á fjölmiðlum nema
sem tæki til að ná til almennings."
Tákn Moggans
Tvcerforsíður Morgunblaðsinshafa
vakið athygli undanfarið. Önnur var
um dóm hœstaréttar í kynferðisof-
beldismáli ogsvofréttum orð forseta
íslands í Silfri Egils fyrir skömmu.
Sumir segja að þarna séu annarlegar
hvatir að baki.
„Ég hef aldrei gert þá kröfu til fjöl-
miðils að hann gegni hlutverki Guðs
almáttugs, sé réttsýnn og góður og
viti alla hluti og dragi ekki taum
nokkurs manns. Ég held að flestir
fjölmiðlamenn vilji í einhverjum
tilvikum breyta heiminum. Ég held
að það sé hjartans meining Morgun-
blaðsmanna að vilja bæta heiminn.
Þeir gera það í gegnum blaðið sitt og
þá kemur í ljós að skoðanir þeirra
ná stundum yfirhöndinni og ítrasta
hlutlægni víkur.
Forsíða Morgunblaðsins um
Gömlu kartöfluqeymslurnar
öðlast nýtt líf
Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekkunni breytast í sannkallaða listasmiðju á
Vetrarhátíð 2007. En þar verður boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá fyrir unga jafnt sem
aldna á föstudag og laugardag.
Föstudaginn 23. febrúar
17:00 Ólátagarður. Samsýning 10 listamanna sem er innblásin af Hip hop menningunni. Sýnd eru verk
á striga, fatnað, skúlptúra, videolistaverk og fleira. Lifandi tónlist.
Laugardaginn 24. febrúar
14:00 - 21:00 Dýrið í mér. Samsýning 6 listamanna sem búsettir eru á Héraði og hefur hver og einn listamaður unnið
að sérstöku verki sem túlkar titil sýningarinnar. Verkin á sýningunni eru margvísleg, málverk, innsetningar
og Ijósmyndir.
Ólátagarður, samsýningin heldur áfram.
14:00 - 22:00 Reykjavík 1944. Árið 1944 tók Loftur Guðmundsson kvikmyndir í Reykjavík. Hann lauk aldrei við verkið
og verður afurðin sýnd á Vetrarhátíð á vatnstjaldi.
14:00 Listræn andlitsmálun og Blöðrufígúrulist. Ungt fólk frá "Fjölskyldan Kknarfélag" verður með listræna
andlitsmálun og kynna listgreinina Blöðrufígúrulist sem er nýjung hérlendis.
20:00 Tíu ára afmæli Dansleikhúss með ekka.
Um þessar mundir heldur Dansleikhús með Ekka upp á 10 ára afmæli sitt. Á Vetrarhátíð ætlar Ekka að
bjóða áhorfendum á uppákomu tengda afmælinu. Margt hefur gerst í þessum geira á síðastliðnum t(u
árum og gefin verður innsýn (innviði og sögu leikhússins. Meðal þeirra sem fram koma eru: Kolbrún
Anna Björnsdóttir, Aino Freyja, Karen Marfa Jónsdóttir o.fl.
20:00 - 22:00 Tónleikar - Flís Tríó og Steintryggur. Flís trióið leikur spunakennda tónlist sem ber lit af jafn óKkum
stefnum og reggae dub, djassi, afrópoppi og elektrónfsku barrokki. Steintryggur er samstarfsverkefni
þeirra slagverksmanna Sigtryggs Baldurssonar og Steingríms Guðmundssonar en þeir hafa nú fengið til
liðs við sig Ástralann Ben Frost. Búist er við rytmískum áflogum.
POURQUOIPAS? ©_
FRANSKT VOR A fSLANDI g V
Reykjavíkurborg
*spron
Orkuveita
Reykjavikur
Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is