blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 2007
tíska
blaðiö
Há mitti
í vor verða há mitti á buxum og pilsum allsráðandi. Háu
mittin hafa kraumað undir að undanförnu en hafa nú
sprottið fram og eru ráðandi i sniðum á buxum og pilsum.
Strigaskórnir
Það er skyldueign hverrar konu að eiga eina fína og sæta strigaskó
þegar vorið sækir að. Ekkert er eins huggulegt og að smeygja sér í eina
hvíta og skínandi nýja þegar farið er út að setja niður vorlaukana.
tiska@bladid.net
Best fyrir herra
Zirh-snyrtilínan var nýlega valin
besta herrasnyrtilínan af FHM
tímaritinu.
Línan inniheldur krem sem er
ætlað eftir rakstur og kallast So-
othe. Kremið dregur úr roða, rakst-
ursbruna og þeim óþægindum
sem fylgja oft rakstri. Kremið
inniheldur meðal annars Aloe Vera
og Ginseng og yfir 60 næringarefni,
vítamín og steinefni sem styrkja
húðina og gefa henni fallega áferð.
Línan inniheldur einnig andlits-
vatn, Erase, sem er án alkóhóls
og inniheldur efni
sem kæla og mýkja
húðina.
Guðrún Lárusdóttir fatahönnuður
JT
I heimi götutísku
Þau eru fjölbreytt, verk-
efnin sem Guðrún
Lárusdóttir fatahönn-
uður hefur fengist
við síðan hún útskrif-
aðist sem fatahönnuð-
ur fyrir fjórum árum.
Hún hefur starfað
sjálfstætt og séð um búninga fyrir
auglýsingar og leikhús og um tíma
sá hún um búninga fyrir leikara og
brúður í Latabæ. Nú er hins vegar
vöruþróunarstjóri hjá Nikita sem
sérhæfir sig í götutískufatnaði fyrir
stelpur.
Nikita út um ailan heim
Nikita er sem fyrr segir fatamerki
sem sérhæfir sig í götutísku fyrir
stelpur. Fyrirtækið hefur stækkað
ört á undanförnum árum og Nikita
er nú selt í verslunum úti um allan
heim í 30-40 löndum. Á hverju ári
koma tvær fatalínur frá Nikita og
innihalda þær hvor um sig 250 gerð-
ir af flíkum, allt frá undirfötum og
bolum upp í dúnúlpur og ýmsa fylgi-
hluti eins og húfur og töskur.
„Starfið mitt núna felst í því að hafa
yfirumsjón með allri framleiðslu
fyrirtækisins og sjá um að hönnun-
in skili sér til fulls í lokaframleiðsl-
unni. Við erum sex sem störfum í
hönnunarteyminu og hver og einn
hefur sitt hlutverk," segir Guðrún.
Alitaf ári á undan
Það er búið að vera mikið að gera
hjá Guðrúnu undanfarna daga en í
vikunni skiluðu þau í framleiðslu
hönnun fyrir sumarið 2008.
„Við erum alltaf að vinna langt
fram í tímann og það er hluti af þess-
um heimi að hugsa alltaf ár á undan.
Við fáum sendar prufur eftir tvo
ur í búðir nú i vor, þrátt fyrir að ár sé
komið síðan hún var fyrst hönnuð
og segir að það sé mjög skemmtileg
lína.
„Þar er mikið um sterka liti og
það er mikið af grafík og prenti á
flíkunum. Við höfum verið að leika
okkur með allskonar prent en hjá
Nikita starfar grafískur hönnuður
sem sér um að alla grafíkina sem
fer á fötin. Við erum líka búin að
gera einn flokk innan línunnar sem
stílar meira upp á tísku en Nikita
hefur hingað til verið meira í götu-
tísku. Þar erum við að leika okkur
meira með sniðin og gera tískulegri
föt. Nikita er líka með gallabuxna-
línu sem er alltaf að verða stærri og
stærri. Síðastliðinn vetur gerðum
við í fyrsta skipti snjóbrettalínu
sem fékk mjög góðar viðtökur og á
næsta ári ætlum við í fyrsta skipti
að koma með línu fyrir stráka og
hún heitir Atikin.“
Draumastarf
Guðrún segir að það sem hún sé
að fást við núna sé að mörgu leyti
ólíkt því sem nám í fatahönnun býr
mann undir. „Starfið hentar mér
samt mjög vel en ég hef alltaf haft
gaman að halda utan um einhverja
heildarmynd og ég er pródúsertýp-
an í mér. Framleiðsluferlið er mjög
stór hluti af því þegar flík verður til
og hönnunarhlutinn sem mest er
lögð áhersla á í skóla er ekki nema
smá þáttur í því að sjá hlutina verða
að veruleika. Það er mjög gaman að
vinna hjá fyrirtæki eins og Nikita
þar sem á íslandi eru ekki mörg fata-
hönnunarfyrirtæki sem framleiða
á þessum skala og því má kannski
segja að þetta sé draumastarf fyrir
íslenskan fatahönnuð.”
mánuði og síðan aftur eftir hálft ár.
Það þarf alltaf að breyta einhverju
og bæta í ferlinu og margt sem kem-
ur upp á þessum tíma. Stundum
kemur flíkin þó mjög flott til okkar
en oft þarf að gera einhverjar breyt-
ingar. Á þessu ári, þar til að línan
kemur í verslanir, þurfum við að
gera auglýsingar og bæklinga,“ seg-
ir Guðrún en margar af þekktustu
brettastelpum heims hafa setið fyr-
ir í fötum frá Nikita.
Sterkir litir og flottar áletranir
Guðrún segist þó ekki alveg vera
búin að gleyma vorlínunni sem kem-
Z'\
Vorlínan 2007 frá Nikita Það er
mikið um sterka liti og mikið að graf-
ík og prenti á flíkunum í vorlínunni.
Pro-Gastro 8, eru GÓÐAR FRÉTTIR
fyrir meltinguna og þarmaflóruna!
7 hylki 2svar á dag fyrir máltíð og
minnst eitt glas af vatni er gott ráð
til losna við flest meltingaróþægindi.
Fáanlegt i flestum apótekum, heilsu-
búðum, Hagkaup og Fjarðarkaup.
\__________________________ __________________________J
Falleg og fersk
Til þess aö halda húðinni fallegri og ferskri þarf að hlúa vel
að henni. Húðin þarfnast meðal annars raka og næringar og
er fjöldinn allur til af góðum kremum sem sjá húðinni fyrir því.
Sama kremið hentar ekki hverjum og einum og þvi er um að
gera að prófa sig áfram og finna það sem hentar best.
Rakakrem
Aqua Booster frá Marbert er frá-
bært rakakrem sem vinnurgegn
rakaleysi húðarinnar. Kremið styrk-
ir og eykur rakaforða húðarinnar
og gefur henni fullkominn raka
allan sólarhringinn. Árangurinn
er mikil breyting á útliti og áferð
húðarinnar.
Misfellur
verða
ekki eins
sýnileg- ,_____ ___
ar og
litarhaftið
verður
jafnara.
Comfort Cream
Frábært krem frá Marbert sem
hentar vel þeim sem þjást afrós-
roða, háræðasliti
eða eru
með við-
kvæma húð.
Kremið
byggir upp
háræða-
veggina og
róar húðina.
I þvíeru
engin rot-
varnarefni þannig
að það hentar líka þeim sem hafa
mjög viðkvæma húö.
COMFORTCREAM
anti-couperose c,fcc'
Andlitskrem frá Arden
Andlitskremið Ceramide Plump
Perfect dregur úr fínum línum í
andlitinu og
gefur húðinni
aukinn raka
og fyllingu. thP
Kremið nærir
og mýkir húð-
ina og gerir
hana fyllri, þéttari og unglegri.
Sublimage frá Chanel
Sublimage andlitskremið frá Chan-
el veitir góðan raka ásamt því sem
það verndar húðina gegn öldrun
og vinnur ótrúlega vel á leiðinleg-
um húðvandamálum. Andlitið fær
aukinn
Ijóma
þar sem
kremið
nærir
yfirborð
húðar-
innar.
SIÐASTA HELGI ÚTSÖLUNNAR
70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAUST- OG VETRARVÖRUM 'j^/0
Einnig erum við komin með fulla búð af nýjum vörum: ‘
Brjóstagjafa-, meðgöngu- oq barnaföt xoctasmár\ , vwssoo
J '~JJ y-j Fyrir verðandi mæður og born