blaðið - 28.02.2007, Side 18

blaðið - 28.02.2007, Side 18
26 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 blaðið mennmg menning@bladid.net Vetrarferðin í Duushúsum Vetrartónar Vivaldis Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri munu stilla saman strengi sína næstkomandi sunnudag og halda tónleika í Akureyrarkirkju. Á tónleikunum kemurfram strengja- sveit Sinfóníuhljómsveitarinnar ásamt strengjasveit Tónlistarskói- ans sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. hann Smári Sævars- son óperusöngvari og Kurt Kopecky, að- alhljómsveitarstjóri fslensku óperunnar, flytja Vetrarferðina eftir Franz Schu- bert við texta Wilhelms Muller í Du- ushúsum í Reykjanesbæ fimmtudag- inn í. mars. Lagaflokkurinn fjallar uwm mann með brostið hjarta sem sér aðeins dauðann framundan á kaldri vetrargöngu. Vetrarferðin samanstendur af 24 ljóðum og eru ýmist minningar frá ljúfu sumri þegar ástin blómstraði eða lýsingar á sorg og vonleysi vetrarins. Jóhann Smári Sævarsson hefur á ferli sínum sungið ein 50 óperu- hlutverk á sviði auk fjölda tón- leika bæði heima og erlendis. Vetr- arferðina söng hann í sviðsettri uppfærslu Óperuhússins í Regens- burg. Kurt Kopecky hefur stjórn- að ýmsum óperuuppfærslum í Austurríki, Þýskalandi, Sviss, Finnlandi og á íslandi. Hann hef- ur einnig komið víða fram sem hefjast klukkan 20.30 og er miða- meðleikari á píanó.' Tónleikarnir sala við innganginn. www.volvo.is VOLVO S40 VOLVOV50 VOLVOS60 VOLVOV70 VOLVO C70 VOLVOS80 VOLVOXC70 VOLVOXC90 VELOU VOIVO S40. FflLLEG SDERÐFRÆDL Volvo S40 er hátækni. Gott dæmi um fallega stærðfræði og verkfræðilega snilld. Fullur af orku. Búinn fádæma aksturs- eiginleikum. Þú finnur ekki fyrir hreyfingu Volvo S40 á jöfnum hraða. Aðeins fyrir veginum. Afstætt lögmál. Þú sérð um- hverfið líða framhjá; hefur kannski á tilfinningunni að bíllinn sé kyrr og jörðin á hreyfingu. Draumabíll. Reynsluaktu draumabíl bílablaðamanns Morgunblaðsins: „Volvo hefur nefnilega tekist það sem margir hafa áður reynt og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu í hóf.“ Komdu í Brimborg. Skoðaðu fallegt dæmi um áratuga umhyggju Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo. Verkfræðileg snilld einkennir Volvo S40 Berðu saman verð og gæði. Berðu saman staðalbúnað Volvo S40 við staðalbúnað í öðrum lúxusbílum. Þú finnur WHIPS bakhnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi og spólvörn með stöðugleikastýringu í Volvo S40. Einnig ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloft- púða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upp- hituð sæti, 16" álfelgur og margt fleira. Sjö hátæknivélar standa þér til boða. Bensín eða dísil. Komdu í Brimborg. EuroNCAP öryggisstofnunin verðlaunaði Volvo S40 með bestu einkunn (5 stjörnur), sama gerði US NCAP. Breska bílablaðið Auto Express mat Volvo S40 sem besta bílinn í sínum flokki lúxusbíla; betri en BMW 3 series og Jaguar X-type. Volvo S40 er besti kosturinn að mati bandaríska vegaöryggiseftirlitsins (IIHS) og sænska tryggingafélagið Folksam verðlaunaði Volvo S40 fyrir að vera með bestu háls- og bakhnykksvörnina. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu I Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fyrir gamla bílinn. Firtndu fegurðina sem býrígæðum einfaldleikans. Skoðaðu nýtt stjómborðið sem ekki átti að vera hægt að framleiða. volvo.is Volvo S40 bensín. Verð frá 2.695.000 kr.* Volvo S40 dísil. Verð frá 2.895.000 kr.‘ * Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Kjartan og Sigurður í Art-Iceland í tilefni af Vetrarhátíð og safna- nótt í Reykjavík sýna Kjartan Guð- jónsson og Sigurður Örlygsson ný málverk í galleríinu Art-Iceland. com þann 23. febrúar til 10. mars. Kjartan Guðjónsson hefur ver- ið áhrifamikill í íslensku listalífi í meira en hálfa öld. Hann hefur haldið fjölda myndlistarsýninga bæði einkasýningar og samsýning- ar. Hann var einn af Septem-hópn- um sem opnaði sína fyrstu sýningu árið 1947. í upphafi voru málverk Sigurð- ar Örlygssonar í óhlutbundnum stíl en hann hefur þróað stíl sinn i átt að fantasíu og tilraunum með neyslusamfélag nútímans. Málverk Sigurðar eru litrík og húmor lista- mannsins er alltaf skammt undan. Verkin á sýningunni í Art-Iceland eru í flestum tilfellum svo nýmáluð að olíulyktin fyllir vitin þegar gesti ber að garði. Styrktartónleikar Árna Ibsen í tilefni af útkomu geisladisksins Úr skel sem Kári Árnason sendir frá sér um þessar mundir, verður efnt til tónleika í Þjóðleikhúsinu, Kassanum, laugardaginn 3. mars kl. 17. Geisladiskurinn er gefinn út til styrktar Árna Ibsen, leikskáldi og rit- höfundi, sem veiktist alvarlega fyrir rúmlega tveimur árum og rennur allur ágóði af sölu hans í umönnun- arsjóð hans. Ásamt Kára Árnasyni, sem leikur á trommur, eru flytj- endur og höfundar úr fremstu röð íslenskra djasshljómlistarmanna; Sigurður Flosason á altsaxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel. Dimma ehf. gefur geisladiskinn út og verður hann fáanlegur í helstu hljómplötuverslunum, en einnig á útgáfutónleikunum. Tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu eru öllum opnir. Aðgangseyrir verður kr. 1500 og rennur óskiptur í umönn- unarsjóð Árna Ibsens. Sigurður Flosason Blæs til styrktar Árna

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.