blaðið - 28.02.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
blaðið
VEÐRIÐ í DAG
Léttskýjaö
Fremur hæg norðlæg eða breytileg
átt og léttskýjað um nær allt land.
Frostlaust að deginum við suður-
ströndina en annars allt að 10 stig
frost, kaldast í innsveitum.
Á FÖRNUM VEGI
Hefur þú fundið fyrir
svifryksmenguninni?
Einar Bragi Einarsson,
sölumaður
Nei, ég hef ekki fundið fyrir henni.
Arnlaug Davíðsdóttir
Ég fann einhverja vonda lykt
uppi á Höfða í dag, en ég veit
samt ekki hvort það hefur verið
svifryksmengunin eða eitthvað
annað.
Halla Jónsdóttir, nemi.
Ég hef ekki fundið fyrir henni.
Haraldur Marteinsson
Nei, það hef ég ekki gert. Ég er
frá Siglufirði og þar er andrúms-
loftið alltaf gott.
Högni Kjartan Porkelsson,
sölufulltrúi.
Nei, ég hef ekkert fundið fyrir
henni. Andrúmsloftið er fínt hér.
ÁMORGUN
Frost
Norðaustlæg átt, 5 til 10
metrar á sekúndu og él, en
bjartviðri suðvestan- og vest-
anlands. Frost 1 tiMOstig,
kaldast í innsveitum.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 17 Glasgow 12 New York
Amsterdam 5 Hamborg 6 Orlando
Barcelona 15 Helsinki -4 Osló
Berlín 4 Kaupmannahöfn 3 Palma
Chicago 4 London 12 París
Dublin 13 Madrid 18 Stokkhólmur
Frankfurt 6 Montreal -9 Þórshöfn
2
21
1
21
9
-1
0
Uppsagnir á skíðasvæðunum
Mikill taprekstur hefur verið á
skíðasvæðunum og nauðsynlegt
að sveitarfélögin sem að þeim
koma sameinist um úrbætur.
Mynd/Ómar Óskarsson
Skipulagsbreytingar á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins:
Starfsfolkinu öllu
sagt upp störfum
■ Óvissa um framhaldið ■ Ákvörðun má ekki taka langan tíma
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Öllum heilsársstarfsmönnum skíða-
svæða höfuðborgarsvæðisins, Skála-
fells og Bláfjalla, hefur verið sagt upp
störfum. Starfsmennirnir eru sex
talsins og hafa áratuga reynslu og
þekkingu á rekstri skíðasvæðanna.
„Þetta kom algjörlega flatt upp á
okkur starfsmennina og okkur grun-
aði ekki neitt fyrr en rekstrarstjórnin
boðaði okkur allt í einu á fund. Við
stöndum þetta líklega af okkur eins
og önnur óveður en ég tel líklegt að
á næstu dögum fari menn að líta í
kringum sig,“ segir Ómar Skaphéð-
insson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins
í Bláfjöllum, einn þeirra sem sagt
hefur verið upp starfi.
Gripið til neyðarúrræða
Anna Kristinsdóttir, formaður
skíðasvæðanna, ítrekar að hér sé
um neyðarúrræði að ræða þar sem
rekstur skiðasvæðanna hafi verið
mjög erfiður síðustu ár. Hún á von á
því að skipulagsbreytingarnar verði
fullunnar innan tveggja mánaða.
„Að segja upp starfsmönnum
er aldrei ánægjulegt. í kjölfar ná-
kvæmrar rekstrarskoðunar kom í
ljós að þessar aðgerðir eru nauðsyn-
legar og við þurfum að vera betur á
tánum,“ segir Anna. „Á næstunni
leitum við til allra sveitarfélaganna
sem að skíðasvæðunum standa og
við þörfnumst þeirra skilnings á leið-
angrinum sem framundan er. Hvað
starfsmennina varðar á ég von á því
að allavega helmingur þeirra verði
endurráðinn en ég skil þá vel að vilja
ekki bíða endalaust."
Óvissa um framhaldið
Steinþór Einarsson, yfirmaður
íþróttamála hjá ÍTR, segir brott-
reksturinn alfarið á ábyrgð rekstrar-
stjórnar skíðasvæðanna þó svo að
starfsmennirnir séu starfsmenn iTR.
„Þetta eru skipulagsbreytingar í kjöl-
far þess hversu lítið hefur verið opið
í vetur. Eins og ég skil þetta er ekki
útséð með hvort einhverjir eða allir
verði ráðnir aftur,“ segir Steinþór.
„Þetta er svo nýskeð að við vitum ekki
almennilega með framhaldið en það
er alveg ljóst að skíðasvæðunum
verður ekki lokað.“
Aðspurð segist Anna eiga von á
að ýmsar ákvarðanir þurfi að taka
á næstunni um rekstur skíðasvæð-
anna. „Það er alveg ljóst að ef við
fáum ekki öll sveitarfélögin með
okkur í þennan leiðangur þá gæti
byrðin orðið erfið því tapreksturinn
hefur verið mikill. Svo eru líka vanga-
veltur um starfið í fjallinu og hvort
snjógerðartæki séu næsta skref,“
segir Anna.
Hraðar hendur nauðsynlegar
Ómar óttast að ekki sé enn búið að
ákveða hvað taki við og varar við því
að skipulagsvinnan taki of langan
tíma. Hann á ekki von á því að upp-
sögnunum verði mótmælt sérstak-
lega. „Stjórnin þarf að hafa hraðar
hendur ef þeir ætla ekki að missa
okkur alla i önnur störf því með
okkur myndi hverfa áratuga reynsla
sem erfitt væri að þjálfa nýliða í,“
segir Ómar. „Okkur hefur verið til-
kynnt hjá ÍTR að okkur standi þar
allar dyr opnar en ég á von á því að
hver taki sina ákvörðun fyrir sig á
næstu dögum. Ef stjórnin telur þetta
skynsamlegt, þá þurfum við að taka
okkar ákvörðun sjálfir líkt og hún
tók sína.“
Reykjavík:
Viöbúnaðar-
stig á flugvelli
Viðbúnaðarstigi var komið á
á Reykjavíkurflugvelli þegar vél
Flugfélags íslands á leið til Isa-
fjarðar var snúið við skömmu eff-
ir flugtak síðdegis í gær. Vélinni
var snúið við þegar í ljós kom að
nefhjól vélarinnar var fast niðri.
Viðbúnaðarstigi var aflýst
um leið og vélin var lent heilu
og höldnu á Reykjavíkurflug-
velli. 23 farþegar voru um borð
í vélinni auk þriggja manna
áhafnar. Að sögn talsmanns
Flugfélags íslands var aldrei
nein sérstök hætta á ferðum.
Súdan:
Ákært fyrir
stríösglæpi
Alþjóðastríðsglæpadómstóll-
inn i Haag ákærði tvo menn
fyrir stríðsglæpi í Darfúr-héraði
í Súdan í gær. Ahmed Haroun,
fyrrum ráðherra mannúðarmála
í Súdan, og skæruliðaforinginn
Ali Muhammad al-Rahman eru
fyrstu mennirnir sem dómstóll-
inn ákærir vegna voðaverkanna
í Darfúr-héraði. Þeir eru meðal
annars sakaðir um fjöldamorð,
nauðganir og pyntingar.
Talsmaður súdanskra stjórn-
valda sagði hins vegar að ekki
stæði til að framselja mennina
tvo til dómstólsins. Talið er að
um 200 þúsund manns hafi látist
og tvær og hálf milljón manna
hafi neyðst til að flýja heimili sín
frá upphafi átakanna árið 2003.
Ódýrasti sjólfskipti dísel
jeppinn 09 sá best útbúni
Nýr Land Rover Freelander TD4, eyðsla 8#ó í blönduðum
akstri, leður og alcantara innrétting, rafdrifnar rúður,
álfelgur, bakkskynjari, 6 diska CD, ofl.
4 litir í boði. Sýningarbíll á staðnum.
Verð: með topplógu 3.590 þÚS. án lúgu 3.490 þÚS.
www.sparibill.is
Síbrotamaður dæmdur í sextán mánaða fangelsi:
Seldi fíkniefni og stera
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
í gær 27 ára karlmann, Guðmund
Frey Magnússon, í 16 mánaða fang-
elsi fyrir vörslu, sölu og dreifingu
á fíkniefnum, skemmdarverk, hót-
anir, umferðarlagabrot, vörslu stera
og akstur undir áhrifum fíkinefna.
Hann var auk þess sviptur ökurétt-
indum ævilangt og gert að greiða
allan sakarkostnað en skaðabóta-
kröfu vegna skemmdarverkanna
var vísað frá dómi.
Brotin áttu sér stað á sjö mánaða
tímabili í fyrra en Guðmundur á
að baki langan afbrotaferil meðal
annars fyrir hótanir, nytjastuld, lík-
amsárás, þjófnað og fíkniefnabrot.
í mars í fyrra bar hann eld að mó-
lótovkokteil sem hann hafði komið
fyrir undir bifreið á bílastæði á
III KAiiShOMI K RKYKJAMKI K
mm ’ "" ' " 'mmÉtm
Síbrotamaður í fangelsi H
Hinn 27 ára Guðmundur
Freyr Magnússon fékk sex-
tán mánaða fangelsisdóm.
Selfossi með þeim afleiðingum
að eldur kom upp í bifreiðinni og
olli á henni nokkrum skemmdum.
Hann hafði auk þess skorið á alla
hjólbarða bifreiðarinnar. Sama
kvöld hafði hann lesið inn á talhólf
í farsíma eiganda bifreiðarinnar hót-
anir um ofbeldi og líflát.
Guðmundur var jafnframt sak-
felldur fyrir vörslu, dreifingu
og ætlaða sölu á tæplega 300
grömmum af kannabisefni,
tæplega 23 grömmum
af amfetamíni, 18
grömmum af kókaíni
og nokkrum töflum af
alsælu og anabólískum
sterum.
í niðurstöðu dóms-
ins kemur fram að
við ákvörðun refsingar væri
horft til þess að ákærði játaði
brot sín greiðlega fyrir dómi.