blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 21
blaðiö
Samkeppni um rafmagn
Landsmenn geta samið um rafmagnskaup af þeim sem þeir
kjósa hvort heldur er til atvinnurekstrar, heimilisnotkunar eða
annarra hluta. Samkeppnin nær þó eingöngu tii framleiðslu og
sölu rafmagns en ekki til flutnings þess og dreifingar.
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007
Sparnaður fylgir hreyfilhitara
Með því að nota hreyfilhitara geta bíleigendur dregið úr eldsneyti-
seyðslu og þar með sparað sér töluverðar fjárhæðir. Um leið draga
þeir úr vélarsliti og mengun og geta sest upp í hlýjan bíl á köldum
vetrarmorgnum þó að hann hafi staðið utandyra.
Greitt oft
Er réttlætanlegt að neyt-
endur greiði oft fyrir sama
afnotaréttinn að tónlist eða
mynd? Þessari spurningu
veltir Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda, upp
á heimasíðu sinni tn.is. Þar
fjallar hann um það vanda-
mál þegar hljóm- og mynd-
diskar eyðileggjast. Bent er á að
neytandinn kaupi ekki aðeins disk-
inn sem slíkan heldur sé hann eins
sama afnotaréttinn
konar fylgihlutur til þess
að njóta megi myndarinn-
ar eða tónlistarinnar.
„Diskurinn er í raun um-
búðir og ekki réttmætir
hagsmunir fyrirtækja að
geta selt nýjan og nýjan
disk fyrir þá sem skemm-
ast enda væri þá búið að
margborga fyrir afnotaréttinn að
sama innihaldinu," segir Gísli á
síðu sinni.
Jafnframt leggur talsmaðurinn til
lausn á vandamálinu:
„Imynda mætti sér að almennir
neytendaskilmálar við kaup á disk-
um með höfundarréttarvörðu efni
á borð við tónlist og kvikmyndir
- fælu í sér rétt til þess að kaupa nýj-
an disk gegn skilum á þeim eldri.
Rökin eru þau að langstærsti hluti
verðsins fyrir slíkan disk er fyrir
afnotarétt að hugverkinu og öðrum
höfundarrétti á innihaldinu," segir
Gísli og bendir
á að mjög lítill
hluti verðsins
sé gjald fyr-
ir hinar
áþreifan-
legu um-
búðir, það er
diskinn, eða
afgreiðslu hans.
Bendir hann jafnframt á að ef til
vill mætti semja um þetta með heild-
arsamningum við samtök höfundar-
réttarhafa tónlistar og myndefnis.
CE-merkingar
fjarskiptatækja
Óheimilt er að setja á markað
önnur fjarskiptatæki en þau
sem bera CE-merkingu með
gildistöku nýrrar reglugerðar um
þráðlausan búnað og notenda-
búnað til fjarskipta.
Innflutningurtil eigin
nota fellur þar undir
um leið og fjarskipta-
tæki kemur inn á
evrópska efnahags-
svæðið.
Áður en fólk fjárfestir
í fjarskiptatækjum
sem nota á hér á
landi þarf því að huga
að nokkrum atriðum:
Öll fjarskiptatæki á
íslandi verða að vera
CE-merkt og eru tæki
sem ekki eru þannig merkt
ólögleg hérá landi.
CE-merkið skal vera greinilegt
á umbúðum og á tækjunum. Að
auki skal tækið vera merkt með
framleiðslunúmeri.
Þetta á við hvort sem tækin eru
keypt á íslandi, erlendis eða
koma til landsins sem gjöf til
dæmis frá ættingjum.
Þetta á einnig við ef tækin eru
keypt á Netinu. Reglugerðin tók
gildi frá og með birtingu hennar
12. febrúar síðastliðinn.
Gjaldtaka af
nagladekkja
Heimilt verður að taka gjald fyrir
notkun nagladekkja í frumvarpi
til vegalaga ef farið verður að
tillögu Leiðar ehf. - félags um
framþróun í samgöngumálum á
landi. Tillaga Leiðar ehf. kemur
fram í bréfi til samgöngunefndar
Alþingis en frumvarpið er nú til
meðferðar hjá nefndinni.
Ekki þykir koma til greina að
banna notkun nagladekkja
en miðað yrði við að sveitarfé-
lögum yrði heimilað að ákveða
hverju á sínu svæði hvort
gjaldtöku yrði komið á. Útfærsla
hennar yrði í samræmi við
reglur sem samgönguráðherra
setti.
I frétt Leiðar ehf. um málið
kemur fram að líklega sé vart
raunhæft að gera ráð fyrir gjald-
töku sem þessari nema á höfuð-
borgarsvæðinu og þar í kring.
Þessi leið hefur verið farin
í Ósló og nokkrum öðrum
borgum í Noregi og hefur
stuðlað að því að draga úr
notkun nagladekkja þar.
_
■s
c
I
3
$ SUZUKI
...er lífsstiíl!
■ilbuinn fyrir
útivistarfólkið!
VerðlJ99 þús.
Afborgun á mánuði*
kr. 19.676
SuiHki Swift 4x4
r