blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 blaðið INNLENT HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Festi fingur í öryggissylgju Þriggja ára gömul stúlka var flutt af slysadeild yfir á verkstæöi slökkviliðs í Skógarhlíð á mánudag. Stúlkan hafði fest fingur í öryggissylgju og átti að saga sylgjuna í sundur á verkstæðinu. Það tókst hins vegar að losa fingurinn með lásaolíu. REYKJAVÍK Framlengdi reynsluaksturinn Bíll sem ekki var skilað eftir reynsluakstur frá bílaumboði á mánudag fannst í fyrrinótt. Húsleit var gerð hjá karlmann- inum sem reynsluók honum og var lagt hald á fíkniefni og þýfi tengt öðrum afbrotum. Lögreglan vissi hver maðurinn var þar sem hann hafði sýnt sölumanni ökuskírteini. REYKJAVÍK Klóraði og reif í hár leigubílstjóra Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega fimmtuga konu til greiðslu skaðabóta uþþ á 100 þúsund krónur auk vaxta fyrir að hafa klórað og rifið í hár kvenkyns leigubílstjóra í mars á síðasta ári. Greiði hún ekki 180 þúsund situr hún inni. Lögreglan: Varar við svikurum Höfuðborgarlögreglunni hafa borist tilkynningar undanfarið um að hringt sé í fólk fyrirvara- laust erlendis frá og því boðin hagstæð kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum. Lögregl- an varar fólk við að taka þátt í öllum slíkum viðskiptum enda hafa komið upp tilvik þar sem tapast hafa milljónir króna. Tilboð þessi geta verið mjög sannfærandi með tilheyrandi tilvísunum á heimasíður við- komandi fyrirtækja sem mörg hver eru starfandi. Kaupandi fær yfirleitt skriflega staðfestingu fyr- ir kaupunum á hlutabréfunum sem síðar reynist ekki pappírsins virði. Afar erfitt getur reynst að endurheimta nokkuð af þeim peningum sem menn láta af hendi í þessum viðskiptum. Kona dæmd: Sveik út vörur 64 sinnum Rúmlega fertug kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik. Einnig var hún dæmd til að greiða skaðabætur upp á rúmar 700 þúsund krónur auk vaxta og sak- arkostnað upp á 48.900 krónur. Konan framdi brotin á tíma- bihnu 12. maí til 9. júní 2006 en um mörg brot er að ræða með heimildarlausum skuldfærslum á greiðslukortareikning annars manns með greiðslukorti sem hún hafði komist yfir. Hún sveik út vörur og þjónustu í sextíu og fjögur skipti fyrir samtals rúmlega eina miiljón króna. Hækkað lánshæfismat íslenskra banka: Hörð gagnrýni frá erlendum bönkum Hafður að fífli ■ Ekki án áhættu I Skiljanleg viðbrögð Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Erlendir bankar, þar á meðal Royal Bank of Scotland Group Plc, Dresd- ner Kleinwort og Société Générale SA, gagnrýna harðlega nýja aðfer- ðafræðilánshæfismatsfyrirtækisins Moody’s en samkvæmt henni fá þrír stærstu íslensku bankarnir hærri einkunn en hollenski bankinn ABN Amro Bank NV. Hækkun lánshæfismatsins byg- gist á nýrri aðferðafræði Moody’s sem tekur tillit til mögulegs utanaðkomandi stuðnings við banka, til dæmis stuðnings frá móðurfélögum, tengdum félögum og stjórnvöldum. Hækkunin er mest hjá íslensku bönkunum. Kom töluvert á óvart „Markaðurinn verður hafður að fífli,“ segir Tom Jenkins, sérfræðin- gur við greiningardeild Royal Bank of Scotland í London, f viðtali sam- kvæmt fréttavefnum bloomberg. com. Haft er eftir sérfræðingnum að með því að gefa bönkunum al- mennt hæstu mögulegu einkunn sé verið að gefa í skyn að áhættulaust sé að fjárfesta í bréfum þeirra og að það sé til dæmis áhættu- laust að kaupa skuldab- réf Kaupþings. Svo sé hins vegar ekki. — mm „Svona víðtæk breyting á lánshæ- fiseinkunn svona margra banka hlýtur eðilega að kalla fram sterk viðbrögð markaðsaðila,“ segir Davíð Rúdolfsson, sérfræðingur í greinin- gardeild Kaupþings. „Eg held að það hafi í sjálfu sér komið aðilum hér heima töluvert á óvart hversu mikil hækkunin á lánshæfismati íslensku bankanna varð. Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir,“ bætir Davíð við. Hann tekur það fram að væntan- lega muni þetta leiða að einhverju leyti til þess að horfa þurfi á allar lánshæfiseinkunnir í samhengi, meðal annars einkunn bankanna fyrir fjárhagslegan styrkleika. Davíð getur þess jafnframt að ný aðferðafræði Moody’s komi misvel við bankana. „Þeir sem voru með hæstu einkunnina fyrir hækkuðu náttúrlega minna.“ Matinu algerlega snúið við Björn R. Guðmundsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, kveðst hafa heyrt tóninn hjá stóru erlendu bönkunum á símafundi hjá Moody’s í fyrradag. „Menn nota kannski sterk orð en það er ekki við öðru að búast en að þeir séu hissa því að þetta er svo róttæk breyting. Matinu á íslensku bönkunum var algjörlega snúið við. Þeir voru fluttir upp um fjóra til fimm flokka og eru nú í flokki með bönkum sem taldir eru þeir ster- kustu í heimi. Reyndar ekki hvað varðar fjárhagslegan styrkleika, heldur líkurnar á því að þeir verði ekki gjaldþrota. En það er kannski of snemmt að koma með stóra dóminn því að öll umbreytingin er ekki um garð gengin. Það er líka í farvatninu að breyta aðferðafræði við þetta sem þeir kalla fjárhagslegan styrkleika.“ Björn bendir á að hafa verði í huga að engin fordæmi séu fyrir því að íslenskir bankar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og það sé stór þáttur í breytingunum. „Moody’s er að segja að líkurnar á gjaldþroti séu almennt ofmetnar í þessum bankaheimi. Hvort það er rétt mat og raunhæft í tilfelli íslensku bank- anna er ekki hægt að segja til um af neinu viti enn þá.“ Jónas G. Friðþjófsson, sérfræðin- gur hjá greiningardeild Glit- nis, kveðst skilja viðbrögð erlendu bankanna. „Með þessari nýju aðferðafræði verður erfiðara að sjá mun milli banka. Lánshæfis- matið er farið að endurspegla frekar bakhjarlinn en bank- ann sjálfan. En að mínu mati gleyma þeir því að einkunnin fyrir fjárhagslegan styrkleika, Ekki við öðru að búast Björn R. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Landsbanka Endurspegiar bakjarlinn Jóhann G. Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni sem sýnir mat á bankanum án utanaðkomandi stuðnings, er enn við lýði.“ Það er skoðun Jónasar að það muni sjást á næstu dögum eða vikum hvernig málin þróast. „Markaðsaði- lar munu gefa sína einkunn og það endurspeglast í þeim kjörum sem íslensku bönkunum munu bjóðast." l.t' f' . -n ru Bí h-. jh - i < — m mm Is \ jjjg .. wí .' | m 1 ; ý Vatnsrúm Vatnsrúmin eru komin aftur flottari og betri, þetta er það besta á markaðinum í dag þú átt það skilið að láta þér líða vel í rúminu. Vaknar út hvild/ur og tekur brosandi á við daginn . 15 ára ábyrgð það gerist ekki betra ¥iir % I áreo i?©p]g[k] á fcÉoixi Vatnsrúm ehf. www.4you.is Kársnesbraut 114 • sími 564 2030-690 2020 Umferðareftirlit höfuðborgarlögreglunnar: Úr varð þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Lögreglumaður hafði gengu þar út á götu og bent ökumanni að aka úti vegarkant er áreksturinn varð. „Það geta alltaf orðið svona óhöpp í um- ferðinni og þetta kemur oft fyrir hjá okkur. Erfitt er að eiga við svona eft- irlit þar sem lögreglan þarf að stiga inn í umferð. Menn eru meðvitaðir um hættuna og stundum treystum við okkur ekki til að stíga inn,“ segir Árni Friðleifsson, yfirmaður um- ferðardeildar höfuðborgarlögregl- unnar. Lögreglan var með umferð- arátak í samstarfi við Vegagerðina og einn af eftirlitsstöðunum var á Reykjanesbrautinni í grennd við Smáralindina. Einn ökumaður áttaði sig ekki tímanlega á bendingum lögreglu- manns og þurfti að snarhemla með þeim afleiðingum að úr varð þriggja bíla árekstur. Árni segir of mikinn hraða ekki hafa verið orsakavald- inn. „Hraðinn hérna er alltof mikill en honum er ekki hægt að kenna um í þessu tilviki. Þetta var bara misskilningur ökumannsins og bílar fyrir aftan skullu saman. Þrátt fyrir hættuna þá er þetta okkar hlut- verk og hefur mikilvægan tilgang,“ segir Árni. Arekstur við eftirlit Þegarlög- reglumaður steig út á götu til að beina ökumanni I eftirlit varð úr þriggja bíla árekstur nærri Smára- lindinni. siaöwiypói

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.