blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 19
blaðiö
menning
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 27
menning@bladid.net
Hreinn andi í
óhreinum líkama
ithöfundurinn Guðrún
Eva Mínervudóttir flyt-
ur fyrirlestur á vegum
Rannsóknaseturs í fötl-
unarfræðum föstudag-
inn 2. mars. Fyrirlesturinn ber yf-
irskriftina Hreinn andi í óhreinum
líkama í manngerðum heimi - Ljós
Slím Plast en í honum fjallar hún
um hvernig líkamsvitundin í nú-
tímanum er klofin í ósættanlegar
andstæður: Líkamsdýrkun annars
vegar og ógeð á líkamanum hins
vegar. Líkamlegar fyrirmyndir eru
stafrænar eða úr plasti, en raunveru-
legir líkamar með blóði og slími
sem eldast og slasast eru ekki jafn
aðlaðandi. Við reynum að fjarlægja
okkur frá hinum líkamlega veru-
leika, en um leið finnum við okkur
knúin til að skera og pota í hann,
grafa í slíminu eftir uppsprettu
ljóssins (vitundarinnar) sem við
þurfum endalausa staðfestingu á
að eigi sér tilvist - þótt vitundin
sé einmitt kannski það eina sem er
fullkomlega raunverulegt. Guðrún
Eva mun nota skáldsögu sína Yosoy
sem einskonar poka með dæmisög-
um.
Fyrirlesturinn er hluti fyrir-
lestraraðar sem haldin verður í
febrúar, mars og maí 2007 á veg-
um Rannsóknaseturs í fötlunar-
fræðum og er hluti af menningar-
hátíð fatlaðra; List án landamæra.
í fyrirlestraröðinni verður meðal
annars fjallað um staðalmynd-
ir og ímyndir af fötluðu fólki í
dægurmenningu, hvernig fötlun
hefur verið notuð sem uppistaða
ritverka og áhrif samtímans á
líkamann. Fyrirlesturinn hefst
klukkan 12 í Norræna húsinu og
er öllum opinn.
Gítartónar
á Múlanum
Gítartríó Jóns Páls Bjarnasonar
heldurtónleika á Múlanum sem
hefur aðsetur sitt á Domo bar í
Þingholtsstræti 5 næstkomandi
fimmtudagskvöld. Tríóið er sam-
starfsverkefni þeirra Jóns Páls,
Ásgeirs Ásgeirssonar og Eðvarðs
Lárussonar og hefur tríóið verið
starfandi í eitt ár. Tríóið hélt vel
heppnaða tónleika á Múlanum í
fyrravor en nú á að spila eingöngu
frumsamið efni eftir þá félaga.
Goðsögnin Jón Páll Bjarnason
leggur línurnar og brúar kynslóða-
bilið ásamt þeim Ásgeiri og Eð-
varð. Tónleikarnir hefjast klukkan
21 og er miðaverð 1000 krónur.
Guðrún Eva Fjallar
um h'kamsvitundina
í nútímanum
Volvo. For life.
Öll erum inð einstök, hvert
og eitt okkar. Enginn á sinn
líkan. Fyrir okkur ert þú
miðja alheimsins. Þegar þú
ert annars vegar er takmark
okkar bara eitt: að uppfylla
óskir þínar og þarfir á þann
hátt að þú lítir á Brimborg
sem öruggan stað til að vera
á Við erum meðþéraUaleiðl
Kynntu þér Séipantanaþjónustu Volvo
hjá Brimborg. Gerðu hagstaaðari kaup
og sérhannaðu þinn eigin Voh/o.
Öruggur staður til ad vera é
Brimborg Reykjavík:
Bíldshöfoa 6, sími 515 7000
Brimborg Akureyri:
Tryggvabraut 5, sími 462 2700
www.volvo.is
Borges og ísland
Málstofa um argentínska rithöf-
undinn Jorge Luis Borges verður
haldið í Hátíðarsal Háskóla Is-
lands fimmtudaginn 1. mars. Mál-
stofan er haldin í tilefni af opnun
Cervantes-seturs sem hefur það
að markmiði að hlúa að spænsku-
kennslu hér á landi og stýrir dr.
Margrét Jónsdóttir, dósent og
vararæðismaður Spánar á íslandi,
dagskránni. Ekkja Borgesar, Mar-
ía Kodama, fjallar um reynslu eig-
inmanns síns af norrænum bók-
menntum og íslandi en Borges,
sem er einn þekktasti rithöfundur
Rómönsku-Ameríku, heimsótti Is-
land nokkrum sinnum á áttunda
áratugnum. I kjölfar fyrirlesturs
frú Kodama mun Sigrún Á. Ei-
ríksdóttir fjalla um reynslu sína
af þýðingum á verkum skáldsins
og Matthías Johannessen segja frá
kynnum sínum af skáldinu. Fyrir
þá sem hafa áhuga á því að kynna
sér verk skáldsins má benda á
að smásagnasöfnin Suðrið sem
Guðbergur Bergsson þýddi og
Blekspegillinn sem Sigfús Bjart-
marsson þýddi hafa komið út á Is-
landi. Þýðingum á Ijóðum Borges-
ar hefur verið safnað sérstaklega
fyrir þetta tækifæri. Málþingið
hefst klukkan 16:30 og eru allir
velkomnir.
Jorge Luis Borges Hafði mikinn
áhuga á íslenskri menningu.
Kynferði, menning
og áfengisneysla
Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota-
fræðingurflyturfyrirlesturinnKyn-
ferði, menning og áfengisneysla á
vegum Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum
fimmtudaginn 1. mars. I
fyrirlestrinum verður
greint frá fjölþjóðakönn-
un í 14 löndum Evrópu
sem gerð var til þess að
auka skilning áþví, hvern-
ig kyn og menning hafa
áhrif á áfengisneyslu og
misnotkun. Niðurstöðurnar sýna
greinilegt kynjabil áfengisneyslu í
öllum löndunum, og að því jafnari
sem staða karla og kvenna er í sam-
félaginu, þeirn mun minni munur
er á áfengisneysluvenjum kynj-
anna. I rannsókninni er sýnt fram
á að skiptingin í bjór-,
vín- og brennivínslönd
hefur verið byggð á áfeng-
isneysluvenjum karla
og að svæðisbundinn
munur á áfengisneyslu-
munstri á milli Norður-,
Mið- og Suður-Evrópu
er ekki eins skýr og bú-
ist var við. Hildigunnur
Ólafsdóttir er sjálfstætt starfandi
fræðimaður í ReykjavíkurAkadem-
íunni. Hún er dr. philos. í afbrota-
fræði frá Háskólanum í Ósló.