blaðið - 28.03.2007, Page 4

blaðið - 28.03.2007, Page 4
4 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaðiö ( \ Tlvoli Audio HLJÓMSÝN www.hljomsyn.com ármúla 38 - sImi 588 5010 V______________________________________________________) Falleg fermingarveski í úrvali Ókeypis nafngyiiing fyigir margir litir og geröir m Leöuriðjan ehf Brautarholti 4 s. 5610060 www.atson.is opnunartímar: mán. - föst. 8:00 -16:00 fim. 8:00 - 21:00 Siðfesta tekin á öllum aldri Jóhanna stýrir siðfestu athöfn á jólablóti 2005. Siðfesta ásatrúar: Forvitnin eykst á fermingaraldri Þegar kemur að fermingunni eru kannski ekki margir valkostir fyrir unglingana til að velja úr. Við ferminguna standa börnin á tímamótum, þau standa á þrösk- uldinum á milli bernsku- og full- orðinsáranna og mörg þeirra eru efins um hvaða braut skuli feta. Margir unglingar kjósa að ganga til prests og staðfesta skírnarsátt- málann með því að fermast með hefðbundnum hætti. Aðrir kjósa að ganga í gegnum borgaralega fermingu, ef til vill vegna þess að þau eru ekki viss um hvort þau eigi samleið með barnatrú sinni. En það er ein trú sem virðist oft gleymast þegar talið berst að trú barna og unglinga og það er ásatrú. Ásatrú hefur verið að sækja mjög í sig veðrið síðastliðin ár. Sið- festa ásatrúarfólks er hliðstæða hinnar kristnu fermingar. Jó- hanna Harðardóttir Kjalnesinga- goði segir að siðfestan sé á vissan hátt ferming þeirra ásatrúarfólks þó svo að margt sé ólíkt með þessum tvennu. Hún segir að til dæmis tímasetningarnar á siðfest- unum séu ekkert endilega á sama tíma og hinar kristnu fermingar. „Siðfestan fer ekkert endilega fram á vorin. Það er svo skrýtið með siðfestuna að það er oft haft samband við okkur um það leyti sem fermingarnar eru og svo taka krakkarnir siðfestuna um sum- arið eða jafnvel á haustin.“ Siðfestan fer þannig fram að á jörðina er gerður eldhringur, annað hvort með sprittkertum, útikertum eða kyndlum. Sá sem tekur siðfestuna stígur inn í hringinn og fer með eitt erindi af þremur úr Hávamálum sem hann hefur valið sér sjálfur en goðinn sér um að flytja hin tvö. Eftir að lestri erindanna er lokið tekur goðinn til máls og vísar honum inn í heim fullorðinna, heiðinna manna. Oft er það þannig að þegar ein fræðsla hefst þá kviknar áhug- inn á einhverju öðru og Jóhanna segir að það sé einmitt svo með siðfestuna. „Það er eins og krakk- arnir fari að hugsa um þetta þegar fermingarnar eru, hvort þau langi til að skoða eitthvað annað og þá fara þau að hafa samband." Ása- trúarfélagið stundar ekki trúboð með neinum hætti en Jóhanna segir að allir sem leiti til félags- ins muni fá svör við sínum fyrir- spurnum. „Við erum þannig séð ekkert að reyna að breiða þetta út. Við höfum aldrei auglýst eða neitt svoleiðis en ef við fáum einhverjar fyrirspurnir um siðfestuna þá er auðvitað brugðist við þeim. Þessar fyrirspurnir eru einmitt mest að berast á fermingartímanum." Margir standa eflaust í þeirri trú að þau börn sem gangast undir siðfestu á fermingaraldrinum séu krakkar sem eigi sterk tengsl við ásatrúarfélagið, kannski báðir foreldrar meðlimir í félaginu, en Jóhanna segir að svo sé ekki „Krakkarnir sem eiga foreldra í ása- trúarfélaginu koma yfirleitt ekki í siðfestuna svona ung, þau koma yfirleitt seinna. Þessir krakkar sem koma eru á fermingaraldri, þetta eru krakkar sem eiga oftast foreldra sem eru í Þjóðkirkjunni en eru ekki kristnir. Það er nefni- lega svo algengt að það sé fólk í Þjóðkirkjunni sem er ekki kristið. Það eru krakkar sem velta þessu fyrir sér sem hafa kannski farið í nokkra tíma hjá presti, eru að hugsa mikið um trúmál og langar til að kynnast einhverju öðru.“ Jóhanna segir að undirbúning- urinn sé, vegna þess hve fá börn gangast undir siðfestuna hverju sinni, afar persónulegur. „Þetta er mjög persónulegt og við goðarnir reynum að skipta krökkunum á milli okkar. Þau koma til okkar og við tölum um siðfestuna. Síðan lesa þau Hávamál og Völuspá, því Hávamálin eru siðalögmál okkar. Þá er rætt um ábyrgð á sjálfum sér og hvernig eigi að haga sér gagn- vart sér og sínum. Síðan er þetta mikið í samtalsformi. Þau lesa sér til og svo ræðum við saman um hvað okkur finnst rétt, hvað það er sem fylgir því að vera full- orðinn og hvað fylgir því að vera manneskja." Það er mismunandi langur tími sem fer í að undirbúa siðfestuna. Þar breytir miklu hvort einstak- lingurinn sem gengst undir sið- festuna er vel kunnugur ásatrú og þeim siðum sem henni fylgja. „Ef þetta er fullorðið fólk sem þekkir siðina þá er þetta kannski ekki nema þrisvar sinnum en við tökum þann tíma sem þarf fyrir krakkana þangað til þau vita hvað þau ætla að gera. Þegar viðkom- andi er tilbúinn þá fer siðfestan fram.“ Jóhanna segir að það sé búið að bóka tvær siðfestur hjá henni í sumar en svo verði enn fleiri í haust. Sumarið er algengasti tím- inn fyrir siðfesturnar enda oftast nær um útiathafnir að ræða. Jó- hanna minnist þess að minnsta kosti ekki að hafa verið með sið- festuathöfn á hinum venjulega fermingartíma. I gegnum tíðina hafa íslendingar fullkomnað hátíðarmatinn með ávöxtum frá Del Monte. Veldu gœði, veldu í)el Monte

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.