blaðið - 28.03.2007, Page 6

blaðið - 28.03.2007, Page 6
6 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaAÍA Brim stækkar við sig: Opnar þrefalt stærri verslun Verslunin Brim, sem selur bretta- og götufatnað, mun næstkomandi laugardag opna nýja og glæsilega verslun að Laugavegi 71. Götu- og brettafatnaður er og hefur verið gif- urlega vinsæll og því eru það góðar fréttir fyrir neytendur að hin nýja verslun Brims kemur til með að þjón- usta þennan vöruflokk enn betur en áður. Bretta- og götufatnaður hefur undanfarin ár verið vinsæl gjafavara fyrir fermingarnar og því mun hin nýja verslun hjálpa fólki enn frekar að finna gjöf fyrir fermingarbarnið. Hin nýja verslun verður mun stærri en fyrri verslun Brims á Lauga- veginum. Eldri verslunin var um 120 fermetrar en hin nýja verslun mun verða um 360 fermetrar. Þessi mikla stærð verslunarinnar mun gera það að verkum að hún verður ein stærsta verslun Evrópu i þessum geira en al- mennt eru verslanir af þessu tagi í smærra lagi og því þröngar og jafnvel óþægilegar fyrir viðskiptavini. Að sögn eigenda verslunarinnar mun að- gengi í hinni nýju verslun verða mun betra en áður ásamt því sem vöruúr- val mun aukast í samræmi við aukið rými. Svokallaður brettafatnaður er í raun hátiskuvara sem hefur náð gríð- arlegum vinsældum í heiminum á undanförnum árum. 1 dag heldur Brim utan um í kringum 20 þekkt vörumerki bæði fyrir konur og karla, unga sem aldna. Þar nægir að nefna gæðamerki á borð við Billabong, Adio og Element. Verslanir Brims hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda meðal jafnt íslendinga sem ferðamanna fyrir mjög hagstætt verð, samanborið við nágrannalöndin. Hið hagstæða verð er tilkomið með þeim hætti að allar vörur eru fluttar beint inn frá framleiðendum og þannig er mögulegt að halda verðinu á þessum gæðavörum innan velsæmismarka. Um leið og hin nýja verslun Brims verður opnuð á Laugaveginum verður ný og endurbætt heimasíða verslunar- innar opnuð á slóðinni www.brim.is. Flott hugmynd að fermingargjöf High Peak Redwood Fermingartilboð svefnpoki » aaa Þægilegur að -3C kr. UTILIF SMÁRALIND SÍMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 o KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Með hendur í fermingarhári Á hárgreiðslustofunni Scala starfar þaulreynd fermingarhár- greiðslukona, Halldóra Sjöfn Róbertsdóttir. Aðspurð um ferm- ingarhárskraut bendir hún á að látlaus hártíska hafi verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Þó kenni ýmissa grasa í hárskrauti fyrir fermingarstúlkur sem eru margar hverjar hrifnar af því að skreyta hár sitt með alls kyns gimsteinum, kömbum eða jafn- vel þykkum spöngum í 7o’s-stíl. „Oftar en ekki er hár fermingar- stúlkna einungis blásið og skreytt fáum blómum. Enda eru þetta einungis 14 ára stúlkur sem er alger óþarfi að stríla upp og gera að fullorðnum konum.” Kveðst hún ánægð með þá þróun og hefur jafnvel hvatt fermingarstúlkur til þess að tóna sig niður varðandi hárgreiðslu stóra dagsins. „Við á Scala höfum í raun unnið að því undanfarin ár að koma fermingarhár- greiðslu niður á jörðina og erum afskaplega ánægð með tískuna i fermingargreiðslu í ár sem er mjög stelpuleg og frjálsleg, al- veg eins og fermingarstúlkurnar eru sjálfar.” FERMINGARLEIKUR RÚMG0TT Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm f rá Rúmgott, fá andvirði rúmsins f fermingargjöf f rá Rúmgott. Dregið verður 30 mai Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.