blaðið - 28.03.2007, Side 8

blaðið - 28.03.2007, Side 8
8 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaðiö Jón Ómar Gunnarsson er verðandi guðfræðingur: kirkjunni tíu mínútur í ellefu og sækja þau rúmri klukkustund síðar,” segir Jón Ómar sem hefur starfað bæði við Seljakirkju og í Lindasókn. Ætli guðfræðineminn eigi sér óskasókn er til framtíðar er litið? „Nei, í raun ekki. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,” segir Jón Ómar Gunnarsson að endingu. Klár þegar kallið kemur Hinn ungi guðfræðigumi Jón Ómar Gunnarsson útskrifast sem guðfræðingur eftir rúmlega ár ef að líkum lætur, en hann stundar í dag nám við guðfræðideild Háskóla fslands. „Mikil áhersla er lögð á grísku og hebresku svo hægt sé að lesa handrit Biblíunnar frá fyrstu hendi, sem eru mörg allt að 3000 ára gömul.“ Þá leggja guðfræði- nemar einnig stund á íslenska sem og alþjóðlega kirkjusögu, trúfræði og mismunandi trúarbrögð. Varð- andi guðfræðideild háskólans þá er hún frekar fámenn en góðmenn. ,Við erum oft kringum 10-12 stykki í kennslutímum og nemendahópur- inn er mjög fjölbreyttur. Samnem- endur mínir eru til að mynda að miklu leyti konur á miðjum aldri og sá elsti er fæddur árið 1944 ef mig minnir rétt, þannig að partíin verða oft á tíðum dálítið sérstök.” Guð- fræðideildin lyftir sér upp á tylli- dögum og hefur meðal annars farið í bolludagskaffi á Biskupsstofu og lagði leið sína nýlega til Framsókn- arflokksins í vísindaferð. Varðandi trúmál þá eru hinn ungi guðfræðisveinn og blaðamaður sam- mála um það að á komandi árum kunni að verða miklar hræringar í íslensku trúlífi. „Aðallega vegna aukinnar alþjóðavæðingar. Flestir innflytjenda til fslands eru Pól- verjar og Filippseyingar og eru þær þjóðir að miklu leyti kaþólskar. Það kallar auðvitað á öðruvísi nálgun af kirkjunnar hálfu og ef til vill breyt- ingar á því hvernig störfum hennar er háttað.” Meðan á guðfræðinámi stendur fá nemar tækifæri til þess að taka þátt í Jón Ómar Gunnarsson „Markaöurinn hugsar meira um börnin en börnin hugsa um hann.“ samfylgdarkerfi Þjóðkirkjunnar, til þess að kynnast prestsstörfum frá eigin hendi. „Þá eru guðfræðinemar undir handleiðslu presta og taka þátt í fermingarfræðslu, æskulýðs- starfi og hjálparstarfi kirkjunnar.” Þegar talið berst að fermingum tjáir Jón Ómar blaðamanni að guðfræði- nemar læri um þróun fermingarat- hafnarinnar í kirkjusögu og að þeir leggi stund á trúar-, uppeldis- og kennslufræði. Aðspurður um hin gríðarlegu markaðsöfl í sambandi við fermingarbörn hefur guðfræð- iguminn svör á reiðum höndum. „Eg held að krakkarnir hugsi ekki næstum því eins mikið um mark- aðinn eins og markaðurinn um þau. Ég hef tekið þátt í fermingar- fræðslu og mér finnst miklu meira spunnið í fermingarbörnin en fjöl- miðlar láta oft á tíðum uppi.” Hvað fermingarstarfinu í heild viðkemur finnst Jóni Ómari að foreldrar fermingarbarna mættu taka virkari þátt í því með krökk- unum. „Skemmtilegra væri til dæmis að hafa foreldrana inni í sunnudagsmessunum, í stað þess að sjá þau skutla krökkunum að BRYNE himnasæng 056, L230 cm TROMSNES rúm B90xL200cm Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is Minningar lifa áfram Fólk veltir mikið fyrir sér hvernig það geti gert fermingardaginn enn eftirminnilegri í huga barns- ins. Eitt gott ráð til að hjálpa barninu að minnast þessa góða dags er að fá barnið til að skrifa niður hugleiðingar sínar varðandi ferminguna og fermingardaginn, að kvöldi fermingardags. Pessi pistill barnsins er síðan geymdur á vísum stað og hægt er að draga hann fram eftir fimm, tíu eða tuttugu ár. Með þeim hætti getur fullorðið fólk fengið innsýn í sinn eigin hugsunarhátt á fermingar- daginn, bæði hvað varðar trúmál og margt annað. Auglýsingasíminn er 510 3744 ...........

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.