blaðið - 28.03.2007, Qupperneq 12
12 • FERMINGAR 2007
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaöiö
/•
afHansínu
'nssyni
agy fiár&krciut
'Mikið úrcial af fiárskrauti
ogy ákarfypipumfyrirfermingar
Tfy áendinjCfy af hrltum-, perlum,
ta&kunv og* kiútunv
Varlínan frci 'Pilgiinv kamin -
tiloalingjaf.
Sendum i pá&tkröfw
Skarthúsið
Laugavegi 12 - Sími 562 2466
HPI Savage X 4,1 BIG BLOCK.
Öflugur og sterkur fjarstýrður bensín
torfærutrukkur
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
Engjateigi 5
Sími 581 2141
laugardaga
frá kl. 10-16
Hestabók fyrir fermingarbarnið:
Hestar í allri
sinni dýrð
Það fylgir því oft mikill haus-
verkur að kaupa fermingargjöf
handa ættingjunum. Með timanum
hafa fermingargjafir orðið dýrari
og dýrari og sífellt er fólk að leita
að hinum fullkomnu gjöfum handa
ungmennunum. Margir unglingar
eru veikir fyrir hestum og hesta-
mennsku og því er það kjörið ef
hægt er að finna gjöf á viðráðanlegu
verði handa þeim unglingum. Fyrir
þessa unglinga væri kjörið að fjár-
festa í fallegri bók sem mun bæði
fræða ungmennin sem og skemmta
þeim.
Fyrir tæpu ári kom út áhugaverð
bók frá bókaforlaginu Skruddu sem
ber heitið Hestur guðanna. Bókin er
ljósmyndabókeftir Önnu Fjólu Gísla-
dóttur og eins og nafnið gefur til
kynna er umfjöllunarefnið hinn íðil-
fagri íslenski hestur á öllum aldri og
árstíðum. Bókin hefur fallið í góðan
jarðveg hér heima sem og erlendis.
Anna Fjóla segir að hesta-
mennskan og hestarnir hafi fylgt
henni allt frá æskuárunum. „Ég er
búin að vera í hestamennsku frá því
að ég var unglingur, svo lærði ég
ljósmyndun og náði í þessari bók að
sameina þetta tvennt, vinnuna og
áhugamálið sem er að mynda hesta.“
Hún segir að eftir að hafa myndað
hesta í mörg ár hafi hún verið
komin með ansi gott ljósmyndasafn.
Það var þá sem hún ákvað að leita
til útgefanda og Hestur guðanna er
afraksturinn. Aðspurð um nafnið,
Hestur guðanna, segir Anna að
þetta nafn sé komið úr Hávamálum
og gömlum íslenskum fræðum.
„Það hefur verið ákveðin dýrkun á ís-
lenska hestinum, og til dæmis báru
guðirnir í ásatrú oft nöfn hesta.“
Vönduð Ijósmyndabók
Hestur guðanna eftir
önnu Fjólu Gísladóttur.
.Ljösmyndir af fsk'nska hfstinum
Bókin er prýdd mörgum fallegum
myndum og Anna segir að hún hafi
reynt að gefa sem víðtækasta mynd
af notum íslenska hestsins. „Ég
reyndi að byggja bókina þannig
upp að hægt væri að sýna víðtækt
hvernig hesturinn er notaður. Það
eru þarna folaldsköst, hvernig
hann er notaður í réttir og allt þar
á milli.“ Bókin er kaflaskipt og
skrifar Hjalti Jón Sveinsson stutta
texta fyrir hvern kafla. Anna segir
að bókin hafi fengið góð viðbrögð,
sérstaklega erlendis frá. „Ég er búin
að fá góðar kveðjur frá erlendum
lesendum því það er ofboðslega stór
hópur erlendis sem hreinlega elskar
íslenska hestinn."
Eins og fyrr segir skartar bókin
mörgum fallegum myndum og er
því ekki úr vegi að birta nokkrar vel
valdar myndir úr bókinni til þess að
gefa smá forsmekk af því sem er að
finna í þessari vönduðu bók.