blaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007
Sverrir Diego um fermingarmyndina:
Verður að geta hangið
uppi á veggnum
Sverrir Diego, klippari á Rauð-
hettu og úlfinum í Tryggvagöt-
unni, lætur ekki mæður ákveða
hárgreiðslu fermingarbarna, heldur
leggur hann ásamt samstarfsfólki
sínu áherslu á að fermingarbörnin
sjálf ráði ferðinni varðandi hár sitt
á þeim merka degi sem fermingin
ber upp á.
„Fermingarbörn koma fyrst og
fremst á stofuna til þess að fá góða
klippingu og lit en enga svakalega
greiðslu sem þau sjá fljótt eftir. Stelp-
urnar vilja oftar en ekki fá frjálsa
liði í hár sitt en það er nánast ekk-
ert um rjómatertugreiðslur eins og
í gamla daga.”
Sverrir segir að hár fermingar-
stúlkna sé rétt tekið upp í hliðunum
eða sé sett upp í hálfgerðan hnút á
hvirflinum en fáar séu að missa sig
í öfgakenndri hárgreiðslu. Ferm-
ingarstúlkur sem lita hár sitt fyrir
stóra daginn eru oftar en ekki að
því í fyrsta skipti, þannig að ferm-
ingin er ef til vill manndómsvígsla
fyrir þær á fleiri en einn veg. „Þó
erum við að sjálfsögðu ekki að ýta
undir hárlitanir fermingarbarna,
valið er algerlega í höndum við-
skiptavina. Ef ég mætti hins vegar
ráða þá kæmu vöfflur og bylgjur
aftur í tísku. Það er eitthvað hall-
ærislega töff við það. Ég bíð raunar
spenntur eftir að það komi aftur
inn, gef þessu svona tvö ár.”
Fermingardrengir virðast vera
yfirvegaðri varðandi hárgreiðslu
fermingardags heldur en stúlkurnar.
„Strákarnir stytta iðulega á sér hárið
aðeins, en nú er það alveg búið að vera
með svakalegan lubba sem betur fer.
Flestir eru mjög rólegir yfir þessu og
ófáar mömmur þurfa að koma með
á stofuna og segja hvað eigi að gera
við hár drengjanna, sem hafa ef til
vill enga skoðun á því. En auðvitað er
einn og einn sem hefur afar sterkar
skoðanir á fermingarhárinu.”
Samkvæmt Sverri reyna þau á
stofunni að búa þannig um hnútana,
í hári ungmennanna, að ferming-
armyndir þeirra geti hangið uppi
á vegg um ókomna tíð án þess að
vera álitnar hræðilega hallærislegar.
„Við viljum ekki að breiða þurfi yfir
fermingarmyndir sökum þess hve
ljótri hárgreiðslu var skartað. Ferm-
ingargreiðslur í ár eru mjög látlausar,
nánast alveg lausar við skraut og að
sjálfsögðu er það allt eftir óskum
fermingarbarna. Sumar kjósa að
fjárfesta í ýmiss konar skrauti og
auðvitað komum við til móts við þær.
Talsvert er um pantanir á fermingar-
hárgreiðslu á Rauðhettu og úlfinum
en andrúmsloftið á stofunni er mjög
afslappað og þægilegt."
NJÓTTU ÞESS AÐ HANNA
FALLEG OG SKEMMTILEG BOÐSKORT
í FERMINGUNA Á KORTAVEF PÓSTSINS
Þú getur hvort sem er búið til kort með þínum eigin myndum
eða myndum úr myndabanka Póstsins.
Þú klárar málin í tölvunni og Pósturinn sér síðan um allan pakkann:
prentun, umslög, merkingu og sendingu - einfaldara og þægilegra
getur það varla verið.
Þú býrð til þinn eigin heimilisfangalista á postur.is.
Listinn er uppfærður sjálfkrafa ef upplýsingar breytast. Næst þegar
þú vilt senda kort geturóu gengió að honum vísum - og réttum!
2 heppin fermingarbörn sem gera boóskort á Kortavefnum
fá INIOKIA myndavélasíma í fermingargjöf frá Póstinum.
www.postur.is
eitthvað alveg einstakt
GJAFAKORT:
Við vitum hvað getur verið erfitt
að velja list fyrir aðra þv( er að sjálfsógðu
alltaf auðveld lausn að gefa gjafakort