blaðið - 28.03.2007, Side 16

blaðið - 28.03.2007, Side 16
16 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MaðÍA Til fermingargjafa Urval af fallegum og vönduóum rúmfatnaði ifiilíi i Skólavörðustíg 21 Sími 551 4050 • Reykjavík Fermingarstúlka segir frá upplifun sinni Annasamur 51 SMAAUGLYSIN blaöið fermingardagur Fermingarmærin Ágústa Björg Kristjánsdóttir fermdist síðastlið- inn sunnudag í Bústaðakirkju og var þar með fyrsta stúlkan til að fermast í þeirri sókn á þessu ári. „Ég vaknaði klukkan 7 um morgun- Kökumot inn, klæddi mig í fermingarfötin sem eru að mestu leyti úr versl- uninni 17 og setti á mig fallegu skartgripina mína. Þá fór ég í klipp- ingu og hárgreiðslu og þaðan í Bú- staðakirkju þar sem ég henti mér í kyrtilinn.” Ágústa Björg tjáir blaðamanni að nokkur fermingarbörn hafi verið ansi stressuð fyrir athöfnina en presturinn hafi talað rólega við þau og undirbúið fyrir stóru athöfnina. „Athöfnin gekk mjög vel fyrir sig en í hópmyndatöku að henni lokinni var ég strax komin með harðsperrur í kinnarnar því ég var búin að brosa svo mikið.” Eftir athöfnina þeystust fjöl- skyldur fermingarbarna til þeirra; föðmuðu, kysstu og fögnuðu gríð- arlega ungmennunum sem voru þar með komin í tölu fullorðinna. „Ég fór til atvinnuljósmyndara eftir messuna sem sagði ekkert nema: „Hæ, hæ, já, horfðu á mig, hæ” og smellti af. Það var dálítið sérstakt. Þaðan lá leiðin heim til að undirbúa veisluna sem hófst innan skamms.” Ágústa Björg var með þar til gert gjafaborð í veislu sinni þar sem gestirnir röðuðu dýrindisgjöfum á. „í veislunni hélt ég ræðu og bauð fólk velkomið, síðan fengu gestirnir yndislegan mat og partíið byrjaði. Ég gekk á milli gesta og sá til þess að allt væri í lagi hjá öllum og að engum leiddist úti í horni.” Bestu veitingarnar, að mati fermingar- barnsins, voru jarðarberjaterta og heimagerðar veitingar frá ömmu. Undirbúningur fermingardags- ins hófst í ágúst, þegar 8. bekkingar byrjuðu í fermingarfræðslu. „Ferm- ingin er auðvitað stór áfangi í lífinu sem þarf að undirbúa vel og huga að.” Á undirbúningstímabilinu fóru tilvonandi fermingarbörn í fræðslu- ferð í Vatnaskóg sem er mjög eftir- minnileg í hugum þeirra. „Vatna- skógarferðin stendur mjög upp úr, en hún var alveg geðveik. Það var ekkert smá gaman. Við höfðum mikið frelsi og gátum gert allt sem okkur langaði til. Við fórum í ýmsa leiki, á kanó og auðvitað i kapelluna á hverjum degi.” Fermingarbörnum var gert að fara í 7 messur fyrir ferminguna en Ágústa Björg skellti sér í 10 stykki. „Mér líður svo vel eftir messu, ég róast einhvern veginn við það.” En ætli fermingarbörn í dag séu mikið Agústa Björg við fermingarhlaðboröið að hugsa um útlitið fyrir stóra dag- inn? „Margar stelpur fara í strípur í fyrsta skipti fyrir fermingardag- inn. Sumir krakkar fara í ljós, en ég vildi það nú alls ekki, ég vil ekki gera sjálfri mér það.” Ágústa hyggur að einhverjir séu að ferm- ast vegna gjafanna sem eru í boði. „Ég hef einhvern veginn aldrei verið pakkasjúk, en ég fékk þó iYiYi frá foreldrum mínum og systkinum sem er aðalgræjan í dag og allt í senn útvarp, vekjaraklukka og iPod-standur.” Aðrar vinsælar fermingargjafir eru iPodar, sjón- vörp, útlandaferðir, ferðatölvur og ferða-DVD. „Það var mjög dýrt þema í ár í fermingargjöfum, enda lifum við á tækniöldinni.” Ágústa Björg segir að 8. bekkingar í dag séu mikið fyrir að „chilla” í Kringlunni, á MSN eða þá að blogga. Af allri tækninni leiðir að tölvufíkn er að verða alvarlegt vandamál, sérstaklega meðal drengja. „Strák- arnir hafa tekið upp stíl Gillzeneg- gers og eru að breytast í rosalega hnakka: ljósabrúnir með allskonar bling, strípur og fullt af geli. Einn ónefndur á meira að segja ljósabekk.” Hún segir að ungmenni 8. bekkjar séu ekki sérlega mikið fyrir að lesa heimsbókmenntir, ef til vill einn og einn, þar með talin hún sjálf. Hin unga og efnilega fermingar- stúlka Ágústa Björg á sér háleit fram- tíðarplön. „Mig langar að verða fornleifafræðingur, lögfræðingur eða leikkona. Það besta við líf mitt er þó sú góða fjölskylda og vinir sem ég á.” Þegar sigið var á seinni hluta fermingardagsins var Ágústa Björg að vonum orðin dálítið þreytt. En ánægð var hún þó með þennan merkilega áfanga í lífi sínu, þrátt fyrir miklar harðsperrur í kinnum þar sem hún hafði brosað framan í fólk í hálfan sólarhring.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.