blaðið - 28.03.2007, Síða 18

blaðið - 28.03.2007, Síða 18
18 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaöiö heilsa börn konan ferðalög fólk tónlist bíó menning lífið íþróttir Auglýsingasíminn er 510 3744 Fólk fari ekki svangt úr fermingarveislum Rúnar Gíslason, einn af Kokk- unum, er sannarlega enginn ný- græðingur í því að fæða fólk sem sækir fermingarveislur, en ófáir hafa sótt í veisluþjónustu Kokkanna þegar veisla er framundan. „Þar til gerð fermingarhlaðborð okkar eru langvinsælust, ég myndi segja að yfir helmingur viðskiptavina kysi í aðalrétt villikryddað lambalæri eða kalkúnabringu ásamt einhverju ljúf- meti í forrétt.” Aðspurður hvort matarboð séu að ryðja sér til rúms í sambandi við fermingar á kostnað kökuboða, segir Rúnar að enn sé nokkuð jöfn skipting á því hvort boðið er upp á mat eða tertur í veislunum. „Við sér- hæfum okkur í matarhlaðborðum og reynum alltaf að koma til móts við viðskiptavininn, okkur er ekk- ert heilagt i matarsamsetningunni.” Ýmislegt góðgæti má finna á matseðli Kokkanna þar á meðal tapasrétti, heimabakað brauð, pest- óveislur og rammíslenskar flat- kökur með hangikjöti. í seinni tíð hafa fermingarveislur orðið mjög einfaldar fyrir fjölskyldur, það er nánast hægt að panta allt sem við- kemur veislunni; þjóna, mat, borð- búnað, dúka og allt saman. „Hjá okkur er þetta mjög einfalt; við matreiðum þann mat sem við- skiptavinir óska eftir og úr veisl- unum fer enginn svangur.” Rúnar gaf Blaðinu þrjár vinsælar fermingaruppskriftir sem ættu að slá í gegn meðal veislugesta. Kalt sveppasalat með nýju íslensku bok choy Upplagt í hádeginu eða sem meðlæti. • 2 stk bok choy-blöð/stönglar • 6 sveppir • 'á hvítlauksrif • 'A rauðlaukur • kóríander • steinselja © edik © olía • salt og pipar Aðferð: Sjóðið sveppina í saltvatni og þerrið. Setjið skvettu af ediki og bætið út í steinselju, hvítlauk, rauð- lauk og kóríander. Saltið og piprið Miðjarðarhafskjúklingaréttur ©4 kjúklingabringur © 8 kjúklingaleggir • 'á kúrbítur • 'á rauð paprika • ‘Águlpaprika • 'á græn paprika © í rauðlaukur • 3 greinar timjan © 12 sveppir • 3 msk. hveiti • 2 tsk. tómatpuré • 300 ml hvítvín ÍlllÍSÍMlllÍli^lílÍiSliÍlilÍi fjiarstýnðirjBensínlOQlRafma qnsbííaaíímiklTTúnvali, . V D vdo.is VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúni 36 - s:588-9747 • 600 ml vatn • 5 ogsmjör • salt ogsvartur pipar Aðferð: Grófskerið allt grænmetið. Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Setjið leggina fyrst út í og steikið vel. Svo eru sveppirnir settir út í og steiktir vel. Setjið restina af grænmetinu út í ásamt timjan. Saltið og piprið. Næst er tómatpuréið sett út í og Iátið krauma veí, því næst hveitið og það látið brúnast með í u.þ.b. hálfa mínútu áður en hvítvínið er sett út í. Látið það aðeins sjóða niður áður en vatninu er hellt út í. Forsteikið bring- urnar á sérpönnu. Þegar sósan er búin að blandast vel og sjóða í u.þ.b. 10 mínútur, setjið þá bringurnar út í pottinn og sjóðið áfram í 10-15 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Setjið smjörið út í restina þegar u.þ.b. 5 mínútur eru eftir af suðutímanum. Gott að hafa grjón með þessum rétti. Marineraður geitaostur • 1 tsk. fennelfræ • 1 tsk. rósapipar • 250 gferskurgeitaostur, t.d. Soignon 8> 2 hvítlauksgeirar, afhýddir en heilir • 2 litlirgrænir chili, marðir • 2 rósmaríngreinar, marðar © 2 lárviðarlauf extra virgin ólífuolía þar til rennuryfir ostinn Aðferð: Hitið varlega fennelfræin og rósa- piparinn á pönnu þar til lyktarefnin fara að losna, án þess að brenna það. Kælið algjörlega. Búið til litlar kúlur úr ostinum og setjið í skál eða krukku. Setjið fennelfræin og rósapiparinn út í og síðan restina af hráefninu. Hellið olíunniyfirþar til allur osturinn er á kafi. Skólavöröustíg 3 Sími: 551 0036 Rúnar Gfslason Það þarf enginn að fara svangur úr fermingarveislunni.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.