blaðið - 28.03.2007, Síða 20

blaðið - 28.03.2007, Síða 20
20 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaöiö Heitur matur vinsæll í veislum Sífellt stærri fermingarveislur Forskot í náminu: Gjafabréf frá Hraðlestrarskólanum Það verður sífellt algengara að leita til veisluþjónustu þegar ferm- ing stendur fyrir dyrum, enda kjósa margir foreldrar að njóta veislunnar í stað þess að vera á fullu í eldhúsinu. Flestar veislur eru orðnar mjög fjöl- mennar og það er því margra manna verk að sjá um veitingar. Árný Dav- íðsdóttir, sölufulltrúi hjá Veislunni, segir að veislurnar hafi stækkað mikið undanfarin ár og 70-100 manna veislur eru ekki óalgengar. ,Það er vinsælast að vera með heitan mat í hlaðborði. Einn vinsælasti mat- seðillinn okkar er graflax með dill- sósu, reyklaxa-mósaík með sítrónu- sósu, roastbeef með djúpsteiktum lauk, mexíkóskir kjúklingaleggir með salsa og alls konar meðlæti í forrétt. í aðalrétt er reykt grísasteik með sinnepssósu, sykurbrúnaðar kartöflur og meðlæti. Þessi matseð- iU er sérstaklega tekinn í veislur sem eru seinnipartinn.“ Kaffihlaðborð um miðjan dag Árný segir að aftur á móti velji fólk frekar kaffihlaðborð séþaðmeð veislu um miðjan dag. „Á því hlað- borði eru tertur, brauðtertur, kaffisn- ittur og heitir brauðréttir. Reyndar velja flestir heitan mat með desert á eftir, kransakökur, ístertur og kökur sem eru eins og fermingarbók í lag- inu eru mjög vinsælar. „Brunch“ er líka vinsælt sem er matur í léttari kantinum og hann er helst notaður í veislur fyrripart dags. Þá er boðið upp á heitan pottrétt, kalkúnasalat, svínasteik, paté ásamt pastasalati, kjúklingaleggjum og fleiru,“ segir Árný og bætir við að kjúklingaleggir séu mjög vinsælir, sérstaklega hjá börnunum. „Það virðist vera svo- lítið misjafnt eftir helgum hvað er vinsælast en á heildina litið er heitur matur og kaffiboðin áh'ka vinsæl." Matseðill fyrir alla aldurshópa Spurð hvort einhver eftirspurn sé eftir öðruvísi veislumat eins og sushi-hlaðborði eða mexíkönsku hlaðborði segir hún: „Það er al- gengt að mikið sé lagt upp úr því hvað fermingarbarnið vill sjálft og fyrst og fremst er verið að hugsa um börnin. Veislan hefur verið með veisluþjónustu í mörg ár og við erum búin að þróa matseðilinn þannig að hann henti fyrir alla ald- urshópa og við viljum sérstaklega að unglingarnir séu glaðir því þetta er þeirra dagur. Það er til dæmis mikið um að unglingarnir sjálfir séu með ákveðnar hugmyndir um hvernig kakan eigi að líta út og koma jafnvel sjálf með styttuna,“ segir Árný. „Við vorum með fermingarkynningu um daginn þar sem við buðum öllum fermingarbörnum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Þar var hægt að sjá öll hlaðborðin og unglingarnir fengu tækifæri til að sjá úrvahð og spyrja spurninga. Þetta var mjög vel sótt, enda hafa unglingar mjög ákveðnar skoðanir á veitingunum í veislunni.“ Oft vandast valið þegar kemur að fermingargjöfunum. Margir vilja síður gefa eitthvert gagns- laust glingur en kjósa frekar að gefa fermingarbarninu gjöf sem heldur áfram að gefa um ókomin ár. Bækur hafa í gegnum árin verið gífurlega vinsælar ferming- argjafir en til þess að geta gert fermingarbókunum góð skil þá er eins gott að fermingarbarnið hafi góð tök á lestrinum. í sífellt harðnandi heimi verður námið sífellt mikilvægara, unglingar þurfa að tileinka sér eins mikinn fróðleik og mögulegt er á sem skemmstum tíma. Gjafabréf á námskeið hjá Hrað- lestrarskólanum er kjörin gjöf fyrir þá sem vilja gefa ferming- arbarninu gott forskot á náms- ferlinum. Jón Vigfús, hjá Hrað- lestrarskólanum, segir að þetta sé þriðja árið sem skólinn býður upp á þessi gjafabréf og það verði sífellt vinsælla að fólk gefi ferm- ingarbörnum gjafabréf frá skól- anum í fermingargjöf. Helsti kostur námskeiðanna er sá að þeim fylgir æviábyrgð. „Það er æviábyrgð á námskeiðunum sem tryggir að þó að krakkarnir komi inn ung þá geta þau komið inn aftur eftir tvö, fjögur eða tíu ár. Allir þeir sem sitja námskeið hjá okkur eiga kost á því að koma aftur hvenær sem er og rifja upp, eins oft og þau vilja og algjörlega ókeypis." Það segir sig sjálft að með því að auka lestrarhraða ná ungling- arnir að komast yfir mun meira efni á mun skemmri tíma. Jón Vigfús segir að við ferminguna standi krakkarnir á vissum tíma- mótum og því er gott að veita þeim alla þá aðstoð sem mögu- legt er að veita. „Skólakrakkar eru að stíga sín fyrstu skref eftir fermingu, grunnskólinn er að klárast og síðan hefst mennta- skólinn. Þannig er einmitt byrj- unarskrefið í því að takast á við framtíðina.“ Hann segir að með því að sitja námskeið hjá Hraðlestrarskólanum nái ung- lingarnir að minnsta kosti að tvöfalda lestrarhraða sinn, og í sumura tilfellum allt að fimm- falda hann, en nái um leið að auka við lestrarskilninginn. Jón segir að markmið hans og Hraðlestrarskólans sé að stuðla að því að ungt fólk sem og full- orðnir eigi enn auðveldara með að afla sér meiri þekkingar. „Mitt markmið er að hér úti í samfélag- inu verði fullt af ungu fólki sem nær árangri í náminu og getur komið inn til okkar hvenær sem er til að auka árangurinn enn frekar eða bara til að skerpa á kunnáttunni.“ Áheimasíðu Hrað- lestrarskólans, www.h.is, er hægt að finna umsagnir margra ung- menna sem setið hafa námskeið skólans og láta vel af náminu. Þar er meðal annars að finna þau skilaboð sem ungur nemi skól- ans, Elín Björk Jónsdóttir, sendi skólanum eftir að hafa setið á námskeiði. „Ég náði margfalt betri tökum á lestrinum. Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf og lesið yfir glósur.“ Með svona meðmælum er líklegt að gjafabréf frá Hrað- lestrarskólanum muni hitta beint í mark hjá fermingarbarninu. Fermingar á laugardögum Frá örófi alda hafa fermingar iðu- lega verið haldnar á sunnudögum. Á siðustu árum hafa einstakar kirkjur þó brugðið á það ráð að ferma á laugardögum. Bryndís Malla Elídóttir, héraðsprestur í Linda- og Breiðholtssókn segir: „Laugardagsfermingar eru upp- haflega komnar til vegna þess hve margir sunnudagar í röð voru undirlagðir af fermingum þannig að annað helgihald varð að víkja á meðan. Almenna reglan er sú að það er fermt á sunnudögum þar sem ferming er safnaðarathöfn.” Aðstæður í Lindasókn eru þó undarlegar í ár, þar sem söfnuður- inn hefur ekki yfir kirkju að ráða. „Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að byggingu kirkju hér í hverf- inu og í bjartsýni reiknum við með því að messa í henni um jólin 2008.” Eins og staðan er í dag fara messur í Lindasókn fram í Salaskóla og fermingar í Hjallakirkju, en mikil uppbygging er í hverfi kirkjusóknar- innar. Þrátt fyrir kirkjuleysi er rekið öflugt starf í Lindasókn og ferming- arbörn í ár eru um hundrað talsins.”

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.