blaðið - 28.03.2007, Síða 22
22* FERMINGAR 2007
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaðið
Verð 19.900.-
Hin frábæru TFO flugustangarsett komin í búð.
9 feta stöng fyrir línu 6/7 í fjórum pörtum.
Hjól, lína og hólkur fylgir. Lífstíðarábyrgð.
7Wo re8 íirji*
Vesturröst Laugaveg 178 551-6770 www.uesturrost.is
PENZIM
ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN
Ú R SJÁVAR RÍKI N U UMHVERFIS
ÍSLAND
Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur
unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um
áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim.
Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana
PENZIM er hrein,
tærog litarlaus
náttúruvara byggð á
vatni en ekki fitu.
PENZIM inniheldur
engin ilmefni,
litarefni eða gerviefni
sem geta valdið
ofnæmisviðbrögðum.
PENZIM inniheldur
engar fitur, oílur eða
kremblöndursem
geta smitað og eyðilagt
flíkureða rúmföt.
PENZIM PENZIM
GEL
\vrr>« Al i .VATl R.V1
SiTfKM ini
MARINf BOMfS
AUv«w«J Skl* «k BoJv
Rt jwitxtog
LOTION
WHKAUMTUIUI
«'pr* AíTtvr
MAitNT. pxnxrrs
PENZIM
Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt.
penzim.is
HLJÓÐFÆRAHÚ SIÐ
Fullt verd 79.280 kr.
Fermingartilboð 65.900 kr.
Mbox mini
MXL 2006 Condenser
míkrófónn
Míkrófónsnúra
Míkrófónstatíf
Esi Near-04 Studio-
hátalarar m / magnara
Fermingartilboð Ástundar:
Hestavörur sívin-
sæl fermingargjöf
Það er ekki of djúpt í árinni tekið
þegar sagt er að hestavörur séu gíf-
urlega vinsælar fermingargjafir.
Mörg ungmenni hafa við fermingar-
aldurinn tekið ástfóstri við íslenska
hestinn og er því um að gera að nota
tækifærið og gefa barninu hesta-
vörur í fermingargjöf til að hjálpa
barninu að stunda útivist og heilsu-
samlegt áhugamál.
Allt frá árinu 1976 hefur verslunin
Ástund sérhæft sig í hestavörum,
reiðtygjum og fatnaði fyrir hesta-
menn. Verslunin hefur allt frá upp-
hafi verið staðsett í verslunarmið-
stöðinni Austurveri. I versluninni
er hægt að finna margt sem gleður
auga og hjarta hestamannsins og
um þessar mundir standa yfir mörg
spennandi fermingartilboð. Þar
nægir að nefna áhugaverð tilboð á
beislasettum og hnökkum og svo
að sjálfsögðu hinum sívinsæla hesta-
fatnaði. Guðmundur Arnarsson,
sölufulltrúi hjá Ástund, segir að
beisli sé hin klassíska fermingargjöf.
„Fólk er oft að gefa saman beisli og
síðan einhvern fróðleik tengdan
hestamennsku, vandaða bók eða
kennslumyndbönd. Vissulega eru
hnakkar síðan alltaf vinsælir en vin-
sælasta gjöfin um þessar mundir er
þó líklega vandaður og góður örygg-
ishjálmur.“ Hann bætir því við að í
Ástund fáist einstaklega gott úrval
öryggishjálma fyrir alla aldurshópa.
Guðmundur segir að hvað hesta-
fatnaðinn varðar þá fylgi hann
tískusveiflum líkt og allur annar
Sólrún Sif Guðmundsdóttir Komin
í nýjustu reiöfötin frá Ástund.
fatnaður. Hann bætir því við að sá
hestafatnaður sem fæst í Ástund
virðist falla einkar vel í kramið hjá
íslenskum hestamönnum. Hesta-
mennskan hefur verið í mikilli
sókn undanfarin ár og hafa hest-
húsahverfi landsins blómstrað sem
aldrei fyrr. Guðmundur segir að
það sé ekki bara hestamennskan
sem sé í sókn heldur sé Ástund líka
að sækja í sig veðrið. „Við erum í
mikilli sókn og til stendur umtals-
verð stækkun á verslunarrýminu
okkar sem og smá upplyfting. Við
ætlum að stækka allar deildir og þá
um leið að auka við vöruúrvalið. Að
þessari stækkun lokinni munum
við verða komin með verslunar-
rými sem er um þúsund fermetrar
að stærð.“
En það eru ekki bara hestavör-
urnar sem fá að njóta sín hjá Ástund.
Þar er einnig starfrækt sérdeild með
dans- og ballettvörur. Þar er einnig
fáanlegur vandaður útivistarfatn-
aður frá franska framleiðandanum
Aigle sem hentar einkar vel fyrir ís-
lenska veðráttu og tísku. Síðast en
ekki síst skal nefna að Ástund hefur
lengi haft það orð á sér að vera með
eitt landsins mesta úrval af Manc-
hester United-varningi. Það er því
augljóst að það eru ekki bara hesta-
menn sem finna eitthvað við sitt
hæfi í Ástund því þar leynist margt
spennandi.
Guðmundur státar af mikilli og
góðri reynslu af hestum og hesta-
mennsku. Hann ráðleggur upprenn-
andi hestafólki að sækja sér alla þá
þekkingu og fróðleik sem hægt er
að nálgast. „Þau eiga að reyna að
nálgast allt það kennsluefni sem völ
er á. Ég mæli til dæmis með kennslu-
myndböndum Eyjólfs ísólfssonar,
Á hestbaki 1 og 2, sem og mynd-
böndum Benedikts Líndal. Fólk
þarf þó að hafa það í huga að reið-
mennska er tilfinning og reynsla
sem æfist og lærist einungis með
mikilli ástundun.“
Islenskar fermingar
íslenskar fermingar hafa tekið
nokkrum stökkbreytingum í
gegnum tíðina, þótt þær veiga-
mestu hafi átt sér stað á síðari hluta
20. aldar. Þær hafa að margra mati
þróast frá óyggjandi trúarathöfn til
herbragða markaðarins. Við gerð
úttektar um fermingar á íslandi í
gegnum tíðina var stuðst við BA-rit-
gerð Bryndísar Reynisdóttur í þjóð-
fræði frá Háskóla íslands, „Ferming,
fylg þú mér”.
íslenskar fermingar
á 13. og 14. öld
Eftir því sem fyrstu heimildir
greina voru ferming og skírn sam-
eiginleg athöfn, en rómversk-kaþ-
ólska kirkjan braut upp þá hefð og
gaf prestum sínum leyfi til skírnar
meðan biskupar kirkjudeildarinnar
héldu áfram fermingum.
Á miðöldum voru skírnir og
fermingar samofnar á íslandi og
eru dæmi um það að einstaklingar
hafi verið fermdir kornungir. I
Sturlungasögu er þess til að mynda
getið að Guðmundur nokkur Ara-
son hafi einungis verið ársgamall
þegar hann var „biskupaður” eins
og ferming og skírn voru nefndar
forðum. Fljótlega var farið að miða
við 12 ára aldur til ferminga, þótt
10 ára börn hafi sloppið í gegn með
því skilyrði að þau þekktu skilin
milli góðs og ills. Það kom í hlut
presta landsins að dæma um það.
Ónnur skilyrði við fermingar voru
sett, svo sem að börn væru vel að
sér um ýmsa hluti sem snertu trú-
arlífið og hefðu verið alin upp hjá
góðu og ráðvöndu fólki. Ferming-
arbörn áttu þar að auki að kunna
Faðirvorið, trúarjátningu ogbarna-
skírnarorð. Með tímanum var enn
aukið á utanaðkunnáttu með ljóð-
inu Ave Maria, boðorðunum og
innsetningarorðum sem sögð voru
við útdeilingu sakramentis.
Á 13. öld voru settar reglur um
það að fermingarstúlkur yrðu að
hafa guðmóður en drengir guðföður
við fermingarathöfnina. Þá var það
einnig meginregla að drengir væru
fermdir fyrst og stúlkurnar á eftir.
Karlkyns kirkjugestir stóðu sunn-
anmegin í kirkjunni en kvenkynið
norðanmegin. Fermingarbörnum
var leyfilegt að breyta um skírnar-
nafn við athöfnina en þá kom í hlut
guðmæðra eða -feðra þeirra að bera
upp hið nýja nafn.
Siðaskiptin og áhrif
þeirra á fermingar
Marteinn Lúther er sá einstak-
lingur sem hafði mestu áhrif á ferm-
ingarsögu íslands, en eins og frægt
er orðið hafnaði hann fermingu sem
sakramenti kaþólsku kirkjunnar.
Þess heldur taldi hann nauðsynlegt
að taka upp almenna kristnifræðslu
í stað fermingarathafnarinnar. Mar-
teinn Lúther gaf í kjölfar þess út
lærdómskver árið 1529 sem skiptust
í tvennt og báru heitin Frœðin hin
meiri annars vegar og Fræðin hin
minni hins vegar. Þau síðarnefndu
þekktust vel á Islandi og voru
einkum og sér í lagi ætluð prestum
og húsráðendum til aðstoðar við
tilvonandi fermingarbörn og aðra
sem þóttu þess með þurfa. Háværar
raddir voru þó uppi innan mótmæl-
endakirkjunnar sem fannst nauð-
synlegt að prófa börnin á einhvern
hátt í fræðunum og vígja þau. Af
þeim óskum leiddi að ferming var
aftur upp tekin, en ekki þó sem
sakramenti. Heimildir eru fyrir því
að Guðbrandur Þorláksson, biskup
á Hólum, hafi verið einn helsti bar-
áttumaður fyrir því að taka á ný upp
fermingar sem athöfn.
Frœðin hin minni voru endur-
prentuð nokkrum sinnum og við
þau bætt ýmsum útskýringum
svo úr varð rit sem eflaust margir
þekkja og muna eftir, Kverið. Kverið
þurftu fermingarbörnin að læra ut-
anbókar, kafla fyrir kafla.