blaðið - 29.03.2007, Síða 2

blaðið - 29.03.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaðið VEÐRIÐ I DAG Þykknarupp Vaxandi suövestanátt, 8-13 m/s norð- vestanlands, en hægari annars staðar. Lægir og þykknar upp vestanlands, en Pjartviðri austantil. Hiti 1 til 8 stig. Á FÖRNUM VEGI ÁAÐSETJAÞAKÁ AUGLÝSINGAKOSTNAÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA? Selma Jóhannsdóttir Já, mér finnst það. Sigurður Ágústsson Mér finnst að setja ætti 10 milljóna hámark. Elín Sigurðardóttir Já, 15-20 milljóna hámark. Rögnvaldur Skúli Árnason Nei, mér finnst það ekki. Eysteinn ívarsson Já, en hámarksuþþhæðin má vera mjög há. ÁMORGUN Milt veður Vaxandi sunnanátt, 13-18 m/s og rigning vestantil nálægt hádegi, en hægari og þurrt austantil. Hiti 4 til 8 stig. VÍÐAUMHEIM Í Algarve 17 Amsterdam 17 Barcelona 11 Berlín 16 Chicago 11 Dublin 9 Frankfurt 17 Glasgow 10 Hamborg 17 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 14 London 17 Madrid 11 Montreal 0 New York 12 Orlando 17 Osló 15 Palma 20 París 18 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 6 Kína: Hundur át hluta limsins Dómstóll í Kína hefur dæmt konuna Yao Fengfang í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skorið liminn af eiginmanni sínum og hent út um gluggann. Eiginmaðurinn Li Gengbao vaknaði upp við mikinn sársauka og keyrði beinustu leið á sjúkrahús, en læknum reyndist ekki unnt að sauma liminn aftur á þar sem hundur nágrannans hafði étið hluta hans. Eiginkonan segist hafa skorið liminn af þar sem hún grunaði Li um framhjáhald eftir að hafa séð bíl hans fyrir utan heimili fyrrverandi eiginkonu hans. Li bað dómarann um að eigin- konan fengi vægan dóm þannig að hún gæti hlúð að honum það sem eftir er. Kína: Hæsti maður heims kvænist Bao Xishun, hávaxnasti maður heims, gekk að eiga Xia Shujian sem er 25 árum yngri og 68 sentimetrum lágvaxnari en hann í síðustu viku. Hinn 55 ára gamli Bao hafði lengi leitað sér að lífsförunauti með einkamála- auglýsingum sem birtust víðs vegar um heim, en kynntist svo Xia á síðasta ári. Xia er ættuð frá borginni Chifeng í norðurhluta Kína, sem jafnframt er heima- bær Bao. Bao er 2,36 metrar á hæð og komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann náði að- skotahlutum úr plasti úr maga tveggja höfrunga með höndum sínum í sædýrasafni í Kína. Grunur um ólögmætt samráð Uppsagnir leigubílstjóra BSH og Aðalbíla eru komnar inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Uppsagnir leigubílstjóra á borði Samkeppniseftirlitsins: Grunaðir um ólögmætt samráð ■ Gátu ekki starfað undir nýjum eigendum ■ Hópuppsögnin til einföldunar Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Samkeppniseftirlitið kannar hvort leigubílstjórar á BSH og Aðalbílum hafi haft með sér ólögmætt samráð og brotið þannig gegn 10. grein sam- keppnislaga. Tilefnið eru uppsagnir 30 bifreiðastjóra á stöðvarplássum sínum á leigubifreiðastöðvum BSH í Hafnarfirði og Aðalbílum í Kefla- vík þann 16. mars síðastliðinn. Leigubílstjórarnir sögðu upp störfum eftir að fyrirtækið NL keypti Ný-ung ehf. sem þeir störf- uðu hjá. Voru þeir ekki sáttir við nýtt eignarhald á fyrirtækinu og töldu sig ekki geta starfað undir nýjum eigendum. I bréfi sem Sam- keppniseftirlitið hefur sent leigubíl- stjórunum er meðal annars óskað eftir gögnum um samskipti leigu- bílstjóra BSH/Aðalbíla við forsvars- menn Hreyfils. Einkum er leitað gagna sem tengjast tilboðum sem Hreyfill hefur gert leigubílstjór- unum eða tilboðum sem þeir hafa gert fyrirtækinu. Eins og hnífstunga í bakið Ingólfur Möller Jónsson, for- maður bílstjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum, segir að ekki sé um samráð að ræða. Hann segir að bíl- stjórarnir hafi verið kallaðir á fund Samkeppniseftirlitsins til að skýra mál sitt og er fullviss um að málið fái farsælan endi. Hann segir hins vegar að uppsagnirnar hafi verið fullkomlega eðlilegar. „Það var eins og hnífstunga í bakið þegar við vorum komnir undir stjórn nýrra aðila. Það vildi enginn starfa með þessum nýju eigendum. Við vorum ekki sáttir hvernig staðið var að þeim málum og áttum saman fund um hvað við ættum að gera í framhaldinu. Þetta var engin hópuppsögn heldur var ákveðið til einföldunar að skrifa uppsagn- irnar á eitt blað í staðinn fyrir að hver og einn byggi til sér uppsögn," segir Ingólfur. Höfðu samband að fyrra bragði Vignir Þröstur Hjálmarsson, deild- arstjóri hjá Hreyfli, segir að Hreyfill hafi haft samband við Samkeppn- iseftirlitið að fyrra bragði. „Leigu- bílstjórarnir höfðu samband við okkur og föluðust eftir vinnu. Við ræddum við þá eins og okkur ber að gera. Það var engin ákvörðun tekin öðruvísi en að leitað yrði upplýsinga hjá Samkeppniseftirliti hvort það væri leyfilegt," segir Vignir Þröstur. Hann segir að vegna stærðar Hreyfils á markaðnum megi fyrir- tækið ekki falast eftir bílstjórum frá öðrum leigubílastöðvum en aftur á móti megi bílstjórar leita eftir störfum hjá fyrirtækinu. Hins vegar gæti reynst erfitt að taka við öllum bílstjórunum á einu bretti þar sem það er bæði dýrt og tíma- frekt að koma upp tölvubúnaði í alla bílana. Uppsögn leigubílstjóranna tekur gildi þann 1. apríl nk. og hætta þeir störfum hjá NL mánuði síðar. Þeir hafa enn ekki ákveðið hvert fram- haldið verður en það skýrist hugs- anlega á fundi þeirra í kvöld. Ekki náðist í Samkeppniseftirlitið við gerð fréttarinnar í gær. Vél: Benz 3,0 L CRD. Eyðsla: 10,2 í blönduðum akstri. Allur fáanlegur búnaður í Evrópu innifalinn í verSi. Þrír litir til á lager. Svartur, silfur og dökkgrár. Sýningarbíll á staönum. Verft: 5.790 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Alcan lofar að fjarlægja raflínur við Vallahverfið: Grafa línur stækki álverið Línumannvirki við Vallahverfið í Hafnarfirði verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes samkvæmt nýju sam- komulagi milli Landsnets og Alcan. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörðu við Kaldárselsveg. I fréttatilkynningu frá Alcan segir að Hafnarfjarðarbær muni ekki bera kostnaðinn af breyt- ingunum, en þær séu þó háðar því að af stækkun álversins í Straums- vík verði. Hrannar Pétursson, upplýsingaf- ulltrúi Alcan á íslandi, neitar því að um sé að ræða mútur til Hafn- firðinga. „Ef verksmiðjan stækkar ekki mun líftími hennar styttast verulega og óvíst verður með fram- haldið. Óskynsamlegt er að fara út í jafn mikla fjárfestingu og þetta nema ljóst sé að fyrirtækið verði hérna áfram. Hins vegar er alveg viðbúið að andstæðingar stækkunar reyni að snúa þessu upp í eitthvert mútumál."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.