blaðið - 29.03.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007
blaðið
'
INNLENT
EYJAFJORÐUR
Flugvél nauðlenti
Flugmaður eins hreyfils flugvélar neyddist til að
nauðlenda á Eyjafjarðarbraut við Melgerðismela
þegar hreyfill vélarinnar stöðvaðist. Lendingin gekk
að óskum. Skoðun leiddi í Ijós að lokast hafði fyrir
eldsneytisflæði til hreyfilsins.
Gæsluvarðhald framlengt
Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa
nauðgað konu á Hótel Sögu var framlengt til níunda maí, að
kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Krafist var
framlengingar með tilliti til almannahagsmuna í Ijósi þess hve
alvarlegt brotið var. Maðurinn hefur ekki játað verknaðinn.
Vörubíll á hliðina
Vörubíll með fullan farm af möl valt í Heiðmörk í
gærmorgun. Bílstjórinn var einn í bílnum og var hann
fluttur á slysadeild lítillega slasaður. Ekki var talið að
nein olía hefði lekið úr bílnum, en til öryggis var farið
með vél á svæðið sem gróf uþp efsta lag jarðvegsins.
Draga Wilson Muuga:
Ríkið borgar
15 milljónir
Tekist hefur samkomulag
milli íslenska ríkisins og eigenda
Wilson Muuga um að gerð
verði tilraun til að ná skipinu af
strandstað. Áætlaður kostnað-
ur er um 40 milljónir króna
og greiðir ríkið 15 milljónir af
kostnaðinum. Andvirði skips-
flaksins verður skipt á milli
eigenda skipsins og ríkissjóðs.
Vonir eru bundnar við að
hægt verði að draga skipið af
strandstað og verður tilraun
gerð á stórstraumsflóði 16. til
18. maí. Eigendur skipsins
munu stjórna aðgerðinni, en
fulltrúar Umhverfisstofnun-
ar hafa eftirlit með henni.
Verslunarmannahelgi
Oft er glatt á hjalla, eins
og hjá þessu unga fólki.
Aðrirgeta ekki skemmt
sér eins vel og eru til
vandræða.
Tilefnislaus árás með járnstöng um verslunarmannahelgi:
Fær skilorðsbundinn dóm
■ Braut tennur og sprengdi vör ■ Hefur ítrekaö veriö dæmdur
Samskip í Rotterdam:
Höfuðstöðvar
við höfnina
Samskip hafa flutt alla starf-
semi félagsins í Rotterdam í nýja
skrifstofubyggingu við gömlu
höfnina. Þar verða höfuðstöðvar
fyrir starfsemi félagsins erlendis
en yfirstjórn félagsins og fslands-
starfsemin verða eftir sem áður
með höfuðstöðvar í Reykjavík.
Eftir Hiyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt 19 ára gamlan karlmann í
sex mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir sérstaklega hættulega líkams-
árás á þjóðhátíð i Vestmannaeyjum
árið 2005. Lamdi hann mann í
andlitið með járnstöng með þeim
afleiðingum að tvær tennur brotn-
uðu i munni hans og sauma þurfti
fyrir skurð i vör hans. Þá var hann
dæmdur til að greiða manninum 390
þúsund krónur í skaðabætur. Hann
var einnig ákærður fyrir að lemja
annan mann ( höfuðið með sömu
járnstöng, en var sýknaður af þeim
ákærulið þar sem dómurinn taldi
sökina ekki fullkomlega sannaða.
Fram kom við málsmeðferð að
drengurinn þekkti ekki fórnarlamb
sitt. Hann hafi séð ákærða í mjög
annarlegu ástandi fyrr um kvöldið,
en vissi ekki fyrr en hann fékk rörið
Félag dúldagninga- og
veggfóörarameistara
LATIÐ FAGMANN
VINNA VERKIÐ!
- Dúkalögn
- Veggfóörun
- Teppalögn
dukur@simnet. is - www.dukur.is
Hver vaWaf
í andlitið. Ýmis vitni segjast hafa
séð árásarmanninn ganga um þjóð-
hátíðarsvæðið með járnrör í hendi,
og gæslumenn urðu vitni að því
er hann réðst algjörlega af tilefnis-
lausu á fórnarlamb sitt.
Ákærði hefur tvívegis áður hlotið
sektardóma fyrir líkamsárás, þrátt
fyrir ungan aldur. Árið 2005 var
hann dæmdur til að greiða 80 þús-
und krónur vegna líkamsárásar og
árið 2004 var honum gert að greiða
70 þúsund krónur, einnig fyrir lík-
amsárás. Á þeim tíma var pilturinn
ekki orðinn 18 ára gamall ogþví hafa
þeir dómar ekki ítrekunaráhrif á
brot hans nú. Þá hefur ákærði hlotið
einn dóm vegna fíkniefnalagabrota,
og tvo fyrir umferðarlagabrot.
Til þyngingar dóminum nú kom
að árásinbeindist gegn andliti fórnar-
lambsins, var mjög hættuleg og með
öllu tilefnislaus. Hins vegar kom til
refsilækkunar að hinn dæmdi er
ungur að aldri og kvaðst tilbúinn til
Ný aðferöafræði fjölmiðlakönnunar Capacent:
Lestur dagblaða
minnkar
Að meðaltali lesa 38,3 prósent lands-
manna Blaðið á hverjum degi, sam-
kvæmt fjölmiðlakönnun Capacent
sem birt var í fyrradag. Um 65 pró-
sent landsmanna lesa Fréttablaðið
og 43,6 prósent lesa Morgunblaðið.
Uppsafnaður lestur Blaðsins yfir vik-
una er 64 prósent samanborið við
88,6 prósent hjá Fréttablaðinu og 71,9
prósent hjá Morgunblaðinu.
Könnunin sem Capacent birti í
fyrradag er ólík fyrri könnunum
að því leyti að ekki er notast við svo-
kallaðar dagbókarkannanir likt og
tíðkast hefur. I slíkum könnunum
eru sendar út dagbækur sem þátt-
takendur fylla út um viku skeið og
skila í pósti. Ný aðferð Capacent
er svonefnd símælingaraðferð þar
sem hringt er í ákveðinn hóp fólks á
hverjum degi yfir ákveðið tímabil.
í yfirlýsingu frá Capacent segir
að símælingaraðferðin gefi stöð-
ugri mynd af lestri fjölmiðla og sé
öruggari gagnvart tímabundnum
sveiflum en fyrri aðferðin. Sé miðað
við könnun Capacent frá í nóvember
sem notaðist við dagbókarkönnun
minnkar lestur allra blaðanna eða
stendur í stað. Hjá Félagsvísinda-
stofnun Islands fengust þær upplýs-
ingar að ekki er með fullri vissu hægt
að bera saman niðurstöður síðustu
tveggja kannana þar sem lesturinn
er ekki mældur á sama hátt. Saman-
burður gefi ákveðnar vísbendingar
en hann verður ekki fyllilega mark-
tækur fyrr en næsta könnun er birt.
Bandaríkin:
Plastpokar
bannaðir
Borgaryfirvöld í San Francisco
í Bandarikjunum hafa ákveðið
að banna notkun plastpoka i stór-
mörkuðum og lyfjaverslunum
borgarinnar frá og með septemb-
ermánuði næstkomandi. Borgar-
fulltrúinn Ross Mirkarimi, sem
barðist mest fyrir banninu, segir
að önnur ríki og erlendar borgir
hafi þegar tekið upp sambærileg
lög. „Það er í raun merkilegt að
San Francisco sé fyrsta banda-
ríska borgin til taka upp bann
sem þetta.T
Talið er að borgarbúar noti
um 180 milljónir plastpoka á ári
og að mjög fáir þeirra séu end-
urnýttir og þessu fylgir mikill
sóðaskapur. Mirkarimi segir að
bannið muni spara rúmlega 1,7
milljónir lítra af olíu og mikla
urðun.
að greiða bætur. Þá var einnig litið
til þess að langt er liðið síðan brotið
sem hann er nú dæmdur fyrir átti
sér stað og meðferð málsins á
rannsóknarstigi tók langan
tíma. Á þeim tíma er hinn
dæmdi sagður hafa
tekið sig á. Hann
skráði sig í vímu-
efnameðferð og
hefur undan-
farið búið á
áfangaheim-
ili þaðan
sem hann
fær góð
meðmæli.
i 4"
Héraðsdómur Reykjavíkur
Fyrri líkamsárásir valda ekki
þyngingu refsingar þar sem
gerandi var svo ungur.