blaðið - 29.03.2007, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007
blaðið
INNLENT
BILASTÆÐASJOÐUR
Stefán kveður eftir 14 ára starf
Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæða-
sjóðs, lætur af störfum á morgun að eigin ósk. f
bréfi til samstarfsmanna segir að þó tíðindin virðist
bera brátt að, séu margir mánuðir síðan hann tók
ákvörðun um að söðla um eftir 14 ár í sam
MYNDAÐI NAKTA KONU
Sýknaður af ákæru
Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af ákæru
vegna myndar sem hann tók af konu nakinni, án hennar
vitneskju að sögn konunnar. Einnig kærði hún hann fyrir að
hafa sýnt sjö öðrum karlmönnum og einni konu myndina.
Maðurinn
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS
Vill þyrlu til Akureyrar
Stjórn Læknafélagsins vill að ein af byrlum Landhelgis-
gæslunnar verði á Akureyri. I ályktun félagsins segir að
í nútímasamfélagi séu gerðar kröfur um að bráðveikum
og slösuðum verði komið undir læknishendur á sem
stystum tíma og að íbúar landsins sitji við sama borð.
Snúningsdiskur
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Ýmsir aukahlutir
K 7.85 M Plus
K 7.80 M Plus
Vinnuþrýstingur:
20-150 bör
Vatnsmagn:
550 Itr/klst
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50%
12 m slönguhjól
Vinnuþrýstingur
20-150 bör
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst
■ Túrbóstútur + 50%
■ Lengd slöngu: 9 m
K 6.80 M Plus
K 5.80 M Plus
Vinnuþrýstingur: 20-135 bör
Vatnsmagn: 530 Itr/klst
Túrbóstútur + 50%
Lengd slöngu: 9 m
Sápuskammtari
Stillanlegur úði
Vinnuþrýstingur:
20-125 bör
Vatnsmagn:
450 Itr/klst
Lengd slöngu: 7,5 m
Stillanlegur úði
Túrbóstútur + 50%
Sápuskammtari
SKEIFAN 3E-F ■ SÍMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 ■ WWW.RAFVER.IS
Konica Minolta 130f
Flest fyrirtæki þurfa prentara, Ijósritunarvél, litskanna
og faxtæki. Minnsta vélin frá KONICA MINOLTA gerir
allt þetta og meira til. Hún sendir tölvupóst og hefur
frumritamatara sem staðalbúnað.
Lítil og
KONICA MINOLTA
fjöihæf
Myndgæðin eru fyrsta flokks.
Tilboðsverð kr. 69.900 m/vsk
UMFANG
TÆKNIBUNAÐUR
UMFANG-TÆKNIBÚNAÐUR • SÍÐUMÚLA 12-108 REYKJAVÍK
SÍMI 510 5520 • umfang@kjaran.is
SMÁAUGLÝSINGAR 5103737
KAUFW/SELIA
blaðið—
Erlendir hermenn i írak
Öldungadeild Bandaríkjaþings vill herinn heim frá írak:
Dagsetur heim-
kvaðningu hersins
Herinn heim innan árs Bush segist ætla aö beita neitunarvaldi
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Öldungadeild Bandaríkjaþings
hefur samþykkt tillögu um að
hersveitir Bandaríkjahers verði
kvaddar heim frá írak í áföngum
fyrir lok marsmánaðar á næsta
ári. George Bush Bandaríkjaforseti
hefur sagst ætla að beita neitunar-
valdi sínu gegn öllum samþykktum
lagafrumvörpum Bandaríkjaþings
sem kveða á um heimkvaðningu
Bandaríkjahers frá írak. Demó-
kratar segja samþykki Banda-
ríkjaþings endurspegla vaxandi
andstöðu bandarísku þjóðarinnar
við stríðið og að Bandaríkjaforseti
verði að breyta um stefnu.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti sambærilega tillögu í
síðustu viku, en þar var kveðið á
um heimkvaðningu hersins fyrir
lok ágústmánaðar á næsta ári. Til-
lögur þingdeildanna tveggja um
heimkvaðningu hersins eru í laga-
frumvarpi um neyðarfjárveitingu
fyrir stríðsreksturinn, þæði í írak
og Afganistan, upp á andvirði
rúmlega 8.000 milljarða króna. Þá
hafnaði öldungadeildin naumlega
breytingartillögu repúblikana um
að heimkvaðningin yrði tekin úr
fjárveitingarfrumvarpinu.
Frumvarpið er enn til umræðu
í öldungadeildinni, en næst munu
fulltrúar öldungadeildarinnar
og fulltrúadeildarinnar vinna að
málamiðlunartillögu og er fast-
lega reiknað með að þar verði að
finna áætlun um heimkvaðningu
hersins. Málið verður svo lagt fyrir
Bush Bandaríkjaforseta og mun
hann að öllum líkindum beita neit-
unarvaldi sínu, ef ekki næst sam-
komulag um málið.
Dana Perino, talsmaður Bush-
stjórnarinnar, sagði ýmsar uppörv-
andi fréttir hafa borist frá írak að
undanförnu. „Bandaríkjaforseti
harmar þá leið sem öldungadeildin
hefur valið með þetta frumvarp.
Forsetinn mun beita neitunarvaldi
gegn því og er ekki nokkur leið að
það verði að lögum.“
r TirTM
Bandaríkin
Bretland
S-Kórea
Pólland 900
Rúmenía ■H 865
Ástralía HBj 850
Danmörk ■: 400
El Salvador ■ 380
Georgía ■ 300
Lönd sem þegar hafa kallað hermenn heim frá Irak: Dóminlska lýöveldiö, Hondúras, Ungverjaiand, Italia, Japan,
Holland, Níkaragva, Nýja-S|áland, Noregur, Fillppseyjar, Portúgal, Slngapúr, Slóvakía, Spánn, Taíland, Tonga og
Áform um afturköllun:
Bretland 2.100 hermenn fyrir árslok
S-Kórea Allur herafli fyrir árslok
Pólland Allur herafli fyrir árslok
Danmörk Allur herafli í ágúst
Demókratar sýna hins vegar
engin merki þess að þeir ætli að
draga í land. Harry Reid, þing-
maður Nevada-ríkis, sagði að ekki
einn bandarískur blóðdropi til
viðbótar ætti að falla í þessu stríði.
„Það er ekki þess virði. Við vonumst
til að forsetinn geri sér grein fyrir
því að okkur og bandarísku þjóð-
inni er full alvara með þessu. í stað
þess að vera með hótanir um að
beita neitunarvaldi, ætti hann að
vinna með okkur að málamiðlun."
Tveir þingmenn úr röðum repú-
blikana gengu til liðs við þingmenn
demókrata og greiddu atkvæði með
tillögunni um heimkvaðningu
bandarísku hermannanna frá Irak.
Fréttaritari BBC í Washington,
höfuðborg Bandaríkjanna, segir
atkvæðagreiðsluna í öldungadeild-
inni vera mikilvægan og nokkuð
óvæntan sigur fyrir demókrata í
deilunni um Íraksstríðið.
Fimmtíu þingmenn greiddu at-
kvæði með og 48 voru á móti. Þó
þetta hlutfall sé ekki nægilega hátt
til að snúa við væntanlegri neitun
forsetans, segja demókratar sam-
þykktina vera skýrt merki um vax-
andi vilja til að ljúka Íraksstríðinu
sem hefur staðið yfir í rúm fjögur
ár. Demókratinn Jack Reed
segir samþykktir Bandaríkja-
þings jafnframt endurspegla
vilja bandarísku þjóð-
arinnar. „Þetta eru
skilaboð sem forset-
inn og stjórnvöld
í írak geta ekki
hunsað.“
Samkvæmt samþykkt öldunga-
deildarinnar á að kalla hermennina
heim í áföngum. Þeir fyrstu eiga að
koma heim innan 120 daga og brott-
flutningi á að vera lokið í mars á
næsta ári. Fámennara herlið ætti
að halda áfram að þjálfa íraska her-
menn og lögreglumenn og stríða
gegn uppreisnarmönnum al-Qa-
eda. RepúblikaninnMitch McConn-
ell segir að slík áætlun muni setja
formlega dagsetningu fyrir upp-
gjöf Bandaríkjanna. „Með því að
dagsetja heimkvaðningu erum við
í raun að senda óvinum okkar skila-
boð sem segja þeim að slappa af og
safna vopnum og mannskap þar til
við yfirgefum staðinn. Við erum
sömuleiðis að senda vinum okkar
þau skilaboð að við ætlum að fara
heim og yfirgefa þá, sama hvernig
aðstæðurnar verða."