blaðið - 29.03.2007, Page 8
Auglýsingastofa Guðninar önnu
UTAN UR HEIMI
FRAKKLAND
Óeirðir á lestarstöð
Lögregla handtók þrettán manns í kjölfar rifrildis um lestarmiða á Gard du Nord
lestarstöðinni í París, höfuðborg Frakklands, í gær. Lögregla beitti táragasi til að
dreifa tugum ungmenna sem höfðu hópast saman vegna deilunnar. Óeirðaseg-
girnir brutu rúður og skemmdu sjálfsala eftir að hafa mótmælt meðferð lögreglu
á manni sem hafði deilt við starfsmann miðasölu lestarstöðvarinnar.
kólesterólskert
fyrir heilsuna
og bragðlaukana
VOGABÆR
Síml 424 6525 www.vogabaer.is
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007
blaAift
Auglýsingasíminn er
510 3744
m.
Fjarðaál á Reyðarfirði
\ Mun geta framleitt 346 þús-
mv und tonn á ári.
Mynd/Steinunn
Alver Alcoa á Reyðarfirði gangsett um páskana:
Fyrsta súrálið er
komið frá Ástralíu
Skipið 190 metra langt og 48 þúsund tonn ■ Rafmagn um byggðalínu
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Fyrsti súrálsfarmur Alcoa Fjarðaáls
kom til Reyðarfjarðar um hádegis-
bilið í gær. Tæplega 190 metra langt
og 48 þúsund tonna þungt flutn-
ingaskip, Pine Arrow, lagðist þá að
bryggju eftir ríflega sex vikna sigl-
ingu frá Ástralíu, en siglingaleið sú
er um 11.500 mílna löng.
Skipið flutti 39 þúsund tonn af súr-
áli, en súrál er meginuppistaða þess
hráefnis sem ál er unnið úr. Tæp
tvö tonn af súráli þarf til þess að
framleiða eitt tonn af áli, þannig að
úr þvi súráli sem er komið er hægt
að framleiða yfir 20 þúsund tonn
af áli. í fréttatilkynningu frá Alcoa
segir að framleiðslugeta álversins á
Reyðarfirði verði 346 þúsund tonn á
ári. Miðað við fullnýtta framleiðslu-
getu má því búast við því að skip af
þessu tagi muni koma um það bil 20
sinnum á ári til landsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Alcoa Fjarðaáli er stefnt að því að
setja fýrsta kerið í gang um pásk-
ana. Eins og sagt var frá í Blaðinu
16. mars sl. er gerð aðrennslisganga
að Kárahnjúkavirkjun fimm mán-
uðum á eftir áætlun og verða þau
ekki tilbúin fyrr en í maí. Impre-
gilo sér um gerð ganganna fyrir
Landsvirkjun. Landsvirkjun hefur
skuldbundið sig til að útvega álver-
inu rafmagn svo hægt verði að gang-
setja það í byrjun apríl, og voru uppi
efasemdir um að það væri hægt án
aðrennslisganganna.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
hefur verið fundin önnur lausn. „Til
að byrja með munum við selja þeim
rafmagn sem við framleiðum ekki
í Kárahnjúkavirkjun. Rafmagnið
verður framleitt annars staðar á
landinu og flutt til Austurlands i
gegnum byggðalinuna með neti
Landsnets. Rafmagnið fer svo inn
í nýja virkjun hjá okkur þar sem
spennustigi þess verður breytt og
það sent áfram eftir nýrri rafmagns-
línu inn á Reyðarfjörð." Það verður
hins vegar ekki fyrr en í júli sem
farið verður að framleiða rafmagn á
Kárahnjúkum. Þótt vatni verði veitt
í virkjunina strax í maí þarf að gera
ýmsar athuganir og stillingar áður
en rafmagnsframleiðsla hefst.
Samkvæmt upphaflegu sam-
komulagi Landsvirkjunar og Alcoa
er stefnt að því að fyrrnefnda fyr-
irtækið útvegi því síðarnefnda
rafmagn úr Kárahnjúkum svo full
álframleiðsla geti hafist í október.
Það ætti að sögn Þorsteins að nást.
Erna Indriðadóttir, upplýsingafull-
trúi Alcoa, tekur í sama streng.
Hún segir fyrirtækið gera ráð fyrir
að geta gangsett öll 336 kerin í
október.
|
BETRIYFIRSÝN MEÐTOK
Bakarameistarinn hefur stækkað ört á síðustu
10 árum. TOK bókhaldskerfið hefur stækkað
með okkur og veitt okkur þá yfirsýn yfir reksturinn
sem við þurfum hverju sinni. Þannig höldum
við okkur í fararbroddi með nýjungar og getum
boðið viðskiptavinum okkar upp á gæðavöru.
Vigfús Kr. Hjartarson, framkv^emdastjóri
Bakarameistarínn hf. v
hugur/ax / / VlÐSKIPTAl. AUSNIR / Ræddu við okkur um hvernig TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx Guðríðarstíg 2-4 www.tok.is
/ •