blaðið - 29.03.2007, Síða 14

blaðið - 29.03.2007, Síða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri: Trausti Hafiiðason /Æp Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir om Fangelsismál Nýútkomin skýrsla fangelsismálastofnana á Norðurlöndum, þar sem staðan í fangelsismálum landanna er borin saman, er um margt athyglisverð lesning. Á íslandi er greinilega ýmislegt jákvætt en einnig neikvætt. Það hlýtur að teljast jákvætt að hér á landi eru langfæstir fangar, eða 47 á hverja 100 þúsund íbúa. Sama hlutfall annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 68 til 78 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Á árunum 2001 til 2005 fjölgaði föngum hlutfallslega minnst hér á landi samanborið við önnur nor- ræn ríki og á íslandi er hlutfall gæsluvarðhaldsfanga einnig lægst. í skýrslunni er aftur á móti einnig fjallað um ýmislegt sem yfirvöld hér ættu að taka til sín. Ýmislegt sem þarf að bæta. Hvergi á Norðurlöndum eru færri starfsmenn á hvern fanga. Þegar hlutfall starfsmanna á hvern skjólstæðing skilorðseftirlitsins er skoðað kemur ísland langverst út. Hér er einn starfsmaður á hverja 100 skjólstæðinga samanborið við til dæmis 12 á hverja hundrað í Noregi. Sveinbjörg Pálsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sagði í Blaðinu í gær að það væri ekki mark- visst að ein manneskja væri með allan þennan hóp. „Við vitum auðvitað að það þarf að bæta við fólki,” sagði Sveinbjörg. Það vekur athygli að hér á landi vegur stuðningur og ráðgjöf við einstaklinga á skilorði þyngra en eftirlit. Vissulega er mjög brýnt og nauðsynlegt að þessir einstak- lingar fái stuðning og ráðgjöf en þetta vekur líka upp spurningar um það hvort ekki sé nauðsynlegt að efla eftirlit i ákveðnum tilfellum. Sér- staklega getur þetta átt við þau tilfelli þar sem einstaklingur hefur brotið mjög alvarlega af sér og er kannski andlega vanheill eða beinlínis sjúkur. Skemmst er minnast þess þegar dæmdur kynferðisafbrotamaður sýndi einbeittan brotavilja í sjónvarpsþættinum Kompási. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ísland ekki eftirbát hinna norrænu ríkjanna í fangelsismálum. Að vissu leyti má ef- laust taka undir orð Valtýs, sem hefur unnið gott starf síðan hann varð forstjóri stofnunarinnar. Hins vegar er ekkert launungarmál að hér á landi er víða pottur brotinn í fangelsismálum og er ekki við Valtý að sak- ast í þeim efnum heldur stjórnvöld. Hér vantar sárlega gæsluvarðhaldsfangelsi. Á hverju ári fer gríðarlegur kostnaður, tími og fyrirhöfn í að selflytja fanga frá Litla-Hrauni og í dómsali á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand hefur verið viðvarandi á undanförnum árum en ekkert verið gert. Gæsluvarðhaldsfangelsi á höf- uðborgarsvæðinu með dómsal myndi leysa þennan vanda. Hér vantar fangelsisúrræði fyrir unga fanga. Það er ekki boðlegt að þeir skuli þurfa að dúsa á Litla-Hrauni. Hér vantar einnig meðferðarúrræði fyrir fanga og þá sérstaklega unga fanga. Að lokum þá vantar fleiri opin fangelsi eins og Kvíabryggju. I slíkum fangelsum er umhverfið manneskjulegra en á Litla-Hrauni og líkur á betrun meiri. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 14 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaðiö Norm-X Heitir pottar ísiensk framleiðsla Heimasíðan okkar er www.normx.is Norm-X hefur frá 1 982 sérhæft sig í framleiðslu heitra í potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Við bjöðum einnig allan tengibúnað, nudd og Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077 Grettislaug 1500 L Setlaug 2050 L með legubekk ^U) w Setlaug 1200L Snorralaug 2000 L Norm-X Auðbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is STc)ÓT?HVíiLP mi\ ÁMBií) RP SKiPTA HAFWFiRpí f TVeMNT ETTiR HíLGÍ Vinstri flokkarnir og skattamál atvinnulífsins Ef marka má fréttir fjölmiðla af fundi Viðskiptaráðs íslands á þriðjudaginn virðist hugsanlegt að skilningur stjórnmálamanna á vinstri vængnum á skattalegri sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja hafi eitthvað aukist að undanförnu. Þegar talsmenn þessara flokka svör- uðu spurningum um tekjuskatt fyr- irtækja og fjármagnstekjuskatt kom fram, að ekki væru uppi sérstök áform af þeirra hálfu um að hækka tekjuskattshlutfallið og yfirlýsingar sumra þeirra um hækkun fjármagns- tekjuskatts virðast hafa verið fremur varfærnislegar - að minnsta kosti ef miðað er við málflutning flokkanna á undanförnum misserum. Nú er að vísu ekki alveg ljóst af fréttum hversu afdráttarlausar þessar yfirlýsingar voru. Þó er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að Samfylkingin hafi ekki sérstakar fyrirætlanir um að hækka fjármagns- tekjuskatt eða tekjuskatt fyrirtækja. í þeim orðum virðist felast ákveðin stefnubrey ting, að minnsta kosti hvað varðar fjármagnstekjuskattinn. Ýmsir talsmenn flokksins hafa á undan- förnum árum orðað hugmyndir um hækkun þess skatts og í niðurstöðum Framtíðarhópsins fræga frá vorinu 2005 var beinlínis sagt að hækka bæri skatthlutfallið en búa jafnframt til sér- stök skattleysismörk fyrirþá sem njóta fjármagnstekna af lágum fjárhæðum. Varðandi tekjuskatt fyrirtækja er líka rétt að minnast þess að þegar ríkis- stjórnarflokkarnir lækkuðu skatthlut- faílið í 18 prósent á síðasta kjörtímabili treystu samfylkingarmenn sér ekki til að styðja þá breytingu. Þess í stað lögðu þeir til að skat thlutfallið myndi Klippt & skorið Pétur Gunnarsson erenn sem fyrr með puttana á púlslnum á vefsíðu sinni hux. blog.is. Hann ritar: „Hlynur Hallsson, varaþingmaður VG, beinir orðum að Sæunni Stefáns- dóttur, þingmanni fram- sóknar, í umræðum um RÚV ohf. á Alþingi og segir: En það er ennþá sorglegra að sjá svona unga og hressa og glæsilega konu sem hv. þingmaður er, koma hér upp og reyna í nokkrum orðum að sannfæra sjálfa sig um að ekki eigi að einka- væða Ríkisútvarpið." Pétur bendir á að rót- tækninni í femínismanum sé ekki logið upp á þá ÍVG. Eins og hann orðar það: „...þeireru svo róttækir að þeir hljóma stundum eins og hvert annað gamalt karlrembusvín, ég hélt að menn væru almennt komnir út úr því að tala niðurtil kvenna á þennan hátt." einungis lækka í 25 prósent. Loks má minna á að þegar stjórnarflokkarnir afnámu eignarskatt fyrirtækja fyrir þremur árum greiddu þingmenn Sam- fylkingarinnar atkvæði á móti tillög- unni með þeirri skýringu Jóhönnu Sig- urðardóttur að atvinnulífið hefði þá þegar fengið nægar skattalækkanir! Ekki er ljóst hvort eða hvað tals- maður Vinstri grænna, Katrín Jakobs- Birgir Armannsson dóttir, sagði um tekjuskatt fyrirtækja. En ef flokkur hennar hefur ekki í hyggju nú að hækka þetta hlutfall er alveg örugglega um stefnubreytingu að ræða, því talsmenn flokksins hafa jafnan haldið uppi harðri gagn- rýni á núverandi ríkisstjórn fyrir að standa fyrir skattalækkunum í þágu fjármagns og fyrirtækja. Þegar tekju- skatturinn var lækkaður í 18 prósent töldu þingmenn flokksins þá breyt- ingu bæði óskynsamlega í ljósi efna- hagsástandsins og óréttláta, þvi hún nýttist aðeins þeim fyrirtækjum sem skiluðu hagnaði, svo vitnað sé til orða Ögmundar Jónassonar. Sömu viðhorf hafa svo endurómað í ræðum þing- manna flokksins á þessu kjörtímabili hvenær sem skattamál hafa verið til umræðu. Gamli fréttahaukurinn og nú almann- atengillinn Atli Rúnar Halldórsson veltir á bloggi sínu, eins og klippari hér í gær, fyrir sér nýjum reglum stjórnmála- flokkanna um auglýsingakaup fyrir kosn- ingar: „Fyrir það fyrsta: samráð stjórnmála- flokka um að takmarka auglýsingar er út í höttsem slíkt. Þeirsem ráða ríkjum á þessum bæjum hljóta að hafa dómgreind til að meta sjálfir hve mikla peninga þeir nota 1' auglýs- ingar hverju sinni, rétt eins og allir aðrir sem auglýsa. (öðru lagi væri nú fróðlegt að vita hvernig flokksrekendur duttu niður á þessa mögnuðu tölu: 28 milljónir. Af hverju ekki 18 eða 38? Kom þá ekki líka til greina að vera alheilbrigður og halda alveg kjafti í auglýs- ingum fram yfir kosningar?" Varðandi fjármagnstekjuskattinn þá hefur afstaða VG lengi legið skýr fyrir. Þingmenn flokksins hafa ít- rekað flutt frumvörp um að hækka hlutfall fjármagnstekjuskatts í 18 pró- sent en koma á frítekjumarki fyrir fjármagnstekjur undir 120 þúsund krónum á ári. Kannski má skilja um- mæli Katrínar Jakobsdóttur um 14 prósenta skattþrep, sem vitnað er til í Viðskiptablaðinu, sem einhverja til- slökun frá fyrri stefnu, en það gefur tilefni til að kalla fram afdráttarlaus- ari yfirlýsingar í þessum efnum af hálfu flokksins, sem löngum hefur gert út á þá ímynd að hann tali skýrt og sé sjálfum sér samkvæmur. En hvort sem fundur Viðskipta- ráðsins boðar stefnubreytingu af hálfu vinstri flokkanna eða ekki er að minnsta kosti ljóst í hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn vill stefna. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði skýrt á fundinum að halda ætti hlutfalli fjármagnstekjuskatts óbreyttu og lækka tekjuskatt fyrir- tækja niður í 10 til 15 prósent. Það er í góðu samræmi við stefnu flokksins á undanförnum árum um að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnu- lífs í alþjóðlegri samkeppni, þar sem einfalt skattkerfi og lág skatthlut- föll eru mikilvægt samkeppnistæki. Reynslan sýnir líka ótvírætt, að sú stefna hefur reynst vel í framkvæmd og orðið til þess að stækka kökuna sem til skipta er. Er hugsanlegt að innan vinstri flokkanna sé eitthvað farið að örla á skilningi á því sam- hengi hlutanna? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Króníkan er komin út og njóta nú þeir sem kaupa blaðið stjórnmálainnsæis aðstoðarritstjórans Örnu Schram. ( nýútkomnu blaðinu metur hún stöðu flokkanna eftir kosningar. Þeir sem vilja hins vegar síður lesa geta labbað framhjá skrifstofum Króníkunnar á Hverfisgötunni og fýlgst með blaðamanninum þar. Arna ritar á blogg sitt: „Við vinnum í opnu rými og auðvelt að kíkja inn á okkur frá götunni. f " Minnir að því leytinu til á stóru dagblöðin í Skandinavíu sem hafa aðsetur í miðbænum. Mér hefur alltaf þótt það sjarmerandi. En ég verð að viðurkenna að stundum líður mér eins og gullfiski í fiskabúri, þvi fólká það til að stoppa við gluggana okkarog stara inn, eins og við séum... jú fiskar í fiskabúri..." gag@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.