blaðið - 29.03.2007, Page 16

blaðið - 29.03.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaðið ESB, hve langt ætlarðu að ganga? Hvert ætlar Evrópusambandið að fara? Mig langar að ræða málefni sem brennur á mér en það eru mismunandi réttindi íbúa innan Evrópusambands- ins og utan þeirra. Mér finnst eins og múr hafi verið reistur á milli ibúa innan sambandsins og annarra þegar kemur að almennum, borgaralegum réttindum í þessum löndum og sá múr virðist fara hækkandi. Eins og við vitum vel, er það stefna ESB að móta sterkt efnahagslegt og pól- itískt bandalag i Evrópu, sumir segja nokkurs konar „ríki yfir ríkjunum”. ESB hefur innleitt fjórfrelsið svokall- aða, stefnt að upptöku sameiginlegrar myntar, evrunnar, og styrkt Evrópu- þingið í sessi. í kjölfarið hafa réttindi íbúa innan ESB jafnast að mörgu leyti og þægindi, t.d. við flutning á milli landa aukist. Island er ekki í ESB, en hefur samt aðild að bandalaginu í gegnum EES-samninginn og Schengen-sam- komulagið og mörg af skyldum og réttindum sambandsins falla því í hlut íslands. Hér er t.d. skylt að aug- lýsa eftir atvinnuumsóknum innan EES-svæðisins áður en leitað er eftir starfskröftum utan þess. Vinnumark- aður Islendinga á að vera jafnopinn þegnum ríkja á EES-svæðinu og Islend- ingum sjálfum. Hins vegar skal haft strangt eftirlit með komu erlendra rík- isborgara utan ESB samkvæmt reglum Schengen-samkomulagsins. Island er því ekki alveg innan múra ESB, það má segja að landið sé á sérlóð en teng- ist bandalaginu í gegnum ákveðið hlið. Á sama tíma og ESB-borgarar eiga auðveldara með að komast á milli og inn í ríki sambandsins verður það sífellt erfiðara fyrir ríkisborg- ara utan sambandsins. „Að komast inn í ESB“ þýðir ekki einungis að fá að starfa í ESB-landi heldur einnig að búa þar, með fjölskyldu sinni eða leita hælis í ESB. Ef borin eru saman réttindi ríkis- borgara lands sem er í ESB og þess sem er það ekki gagnvart þriðja aðildarríki ESB er munurinn skýr, nánast eins og svart og hvítt. ESB-ríkisborgari nýtur næstum sömu réttinda og sá sem er innfæddur ríkisborgari. Hann getur búið þar sem hann vill og starfað við það sem hann vill. Hinn er utan- garðsmaður og verður að þræða sig Hversu mikið má „bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt? Umrœðan Toshiki Toma eftir flóknum leiðum sem stundum likjast helst þrautum til þess að fá að búa í landinu, jafnvel þótt lífi hans og fjölskyldu hans sé hætta búin í heima- landi hans. Ég veit um og viðurkenni rétt sér- hverrar, fullvalda þjóðar til þess að vernda ríkisborgara sína og veita þeim ákveðin forréttindi. Það sem angrar mig er að ESB er ekki „þjóð” í sömu merkingu og þegar rætt er um full- valda þjóðir. Það er enn „bandalag“ sjálfstæðra ríkja og ég er því efins um að þetta sé mismunun á grundvelli fullveldisins. Ef ég leyfi mér að nota dá- lítið tilfinningaríkari tjáningu, þá virð- ist mér stefna ESB eins og hún er núna eins og: „Við í Evrópu erum góðir vinir, en þið i Asíu og Afríku getið verið úti.” I 26. gr. alþjóðasamnings um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi segir m.a.: „Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokk- urrar mismununar. Lögin skulu því i þessu skyni banna hvers konar mis- munun ... vegna kynþáttar, ... þjóð- ernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna." Er gildi þessa ákvæðis líka misjafnt eftir því hvort menn eru inni í ESB eða utan? I Japan er til málsháttur sem hljóðar: „Förum öll yfir á rauðu ljósi og við þurfum ekkert að óttast.” Hann segir raunverulega að þegar einstaklingur brýtur lög þá er það glæpur en þegar fjöldi manna brýtur lög saman þykir það ekki lengur glæpsamlegt. Mér sýnist stefna ESB undanfarin ár falla að þessum máls- hætti að nokkru leyti. Svo langar mig til að spyrja, hversu langt má ESB ganga á þessari leið? Hversu mikið má „bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt? Höfundur er prestur innflytjenda •. ■* Nútímaálver / dag eru starfsmenn HRV að vinna að endurbyggingu ái- vers í Sundsvall i Svíþóð. Þar er verið að breyta gömlu álveri með úreltri tækni í nútímaálver með bestu tækni. : Álið og atvinnulífið Það fer ekki á milli mála að í vor eru alþingiskosningar. Slagurinn um atkvæðin er hafinn og hinir undarlegustu „frasar” heyrast aftur og aftur. Einn er sá að undanfarinn áratugur hafi verið áratugur stór- iðju og stóriðjuframkvæmda en að nú sé kominn tími til að setja nýjar atvinnugreinar í öndvegi. Oftar en ekki er verið að tala um atvinnu- greinar sem byggja á hátækni og að kominn sé tími til að setja þekking- ariðnaðinn í öndvegi. Hér er vert að staldra við. Getur það verið að margir frambjóðendur þekki ekki atvinnulíf landsmanna betur en það að þeir trúi því að há- tækni fylgi ekki því sem gert hefur verið á undanförnum árum og að þekkingariðnaður hafi ekkert eflst? Ef svo er þá er rétt að fara örlítið yfir hvað felst í orðunum hátækni- og þekkingariðnaður. Há- tækni- og þekkingariðnaður felst í mörgum mannanna verkum. Stór hluti af starfsemi sjávarútvegsfyr- irtækja okkar byggir á hátækni- og þekkingariðnaði. Fyrirtæki eins og Marel og Össur eru fyrirtæki í há- tækni- og þekkingariðnaði. Virkjun okkar umhverfisvænu orku, bæði vatnsafls og jarðvarma, byggir á hátækni- og þekkingariðnaði. Starf- semi álvera byggir á hátækni- og þekkingariðnaði. Umræðan einkennist af neikvæðni Sá sem þessar línur ritar á því verulega erfitt með að átta sig á hvernig hægt er að halda því fram að ekki hafi verið unnið að eflingu fyrirtækja í hátækni- og þekkingar- iðnaði undanfarin ár. Allar þær verk- fræðistofur og hliðstæð ráðgjafarfyr- irtæki sem eru að selja innanlands sem utan sérþekkingu sína í nýtingu jarðhita og vatnsafls, sjávarútvegi og nú síðast en ekki síst í orkufrekum iðnaði (öðru nafni stóriðju) eru hluti af öflugum hátækni- og þekkingar- iðnaði sem hefur eflst mikið undan- farin ár, þökk sé áratugi stóriðju- og virkjanaframkvæmda. Umræða um stóriðju einkennist hérlendis af einhverjum orsökum af neikvæðni. Landsmenn eru hins vegar vel upplýstir og láta ekki ru- gla sig í þeim efnum. Stuðningur landsmanna við nýtingu orkulinda landsins fyrir orkufrekan iðnað sýnir það. Frá því að Alcan (áður ísal) og Norðurál hófu stækkun og nýbyggingu álveranna í Straumsvík og á Grundartanga hafa stjórnendur fyrirtækjanna haft að leiðarljósi að nýta innlenda þekkingu sem mest og stuðlað þannig að uppbyggingu verðmætrar hátækniþekkingar á alþjóðavísu sem er orðin verðmæt útflutningsvara. Innan HRV ehf. hefur þessi þekking orðið til. 1 dag eru starfsmenn HRV að vinna að endurbyggingu álvers í Sundsvall í Svíþóð. Þar er verið að breyta gömlu álveri með úreltri tækni í nútímaál- ver með bestu tækni. Samofin heild Sem sagt, hin skelfilega stóriðju- stefna stjórnvalda undanfarinn áratug hefur leitt til þess að efna- hagur landsmanna er byggður á fleiri og styrkari undirstöðum en áður. Þessi stóriðjustefna hefur ennfremur leitt til þess að á íslandi hefur byggst upp öflugur hátækni- Þaðerrangtað stilla atvinnugrein- um upp hvorrí gegn annarrí eins og oft er veríð að gera. Umrœðan Eyjólfur Árni Rafnsson og þekkingariðnaður í tengslum við hönnun, byggingu og rekstur álvera. Hátækni- og þekkingariðn- aður sem er orðinn útflutningsvara og sá útflutningur á eftir að aukast enn frekar á næstu árum. Margir háværir aðilar sem um áliðnaðinn fjalla á neikvæðum nótum mættu nú gjarnan kynna sér þessar stað- reyndir í stað þess að hamast á lifibrauði okkar sem í þessum at- vinnuvegi vinnum. Sá sem hefur lifibrauð sitt af starfsemi tengdri orkufrekum iðnaði eða stóriðju getur veitt sér það að kaupa Drauma- landið hans Andra Snæs, fara á veitingahús, fara í ferðalög o.s.frv. Þannig nýtur listin, landbúnaður- inn og ferðaþjónustan afraksturs þessa atvinnurekstrar óbeint. Allt er þjóðfélagið og atvinnulífið sam- ofin heild og það er rangt að stilla atvinnugreinum upp hvorri gegn annarri eins og oft er verið að gera. Þennan grundvallarskilning skortir í pólitískri umræðu hjá of mörgum, umræðu sem æ oftar snýst um til- finningar stundarinnar en ekki um heildarmynd, langtímasjónarmið eða hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri HRV ehf MEGA OMEGA-3 1300 mg Framkvæmdasjóð aldraðra á ekki að misnota I Framkvæmdasjóð aldraðra greiða allir landsmenn nefskatt til að byggja upp þjónustu við aldraða. Það er hneisa að fé úr sjóðnum sé notað í hin og þessi verkefni þegar 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum, hátt í 1000 aldraðir hjúkrunarsjúklingar eru í þvingaðri samvist í fjölbýlum og 70 manns eru fastir inni á Landspítala í allt að ár vegna þess að þeir komast ekki inn á hjúkrunarheimili. Ekkert nýtt hjúkrunarpláss hefur bæst við á síðasta ári og ekkert á þessu ári. Þrátt fyrir fögur loforð heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar- innar reglulega í tólf ár er ástandið svona. Framkvæmdirnar á þeim bæ Við munum leysa hjúkrunarvand- ann á tveimur árum kom- umst við í ríkisstjóm. Ásta R. Jóhannesdóttir eru ein skóflustunga í ár! „Ný sýn - Nýjar áherslur". Fram- kvæmdasjóður aldraðra var látinn greiða fyrir gerð og útsendingu kynn- ingarbæklings heilbrigðisráðherra með þessari y firskrift um persónulegar áherslur hennar í öldrunarmálum. Ef til vill löglegt, en er það siðlegt? Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar gegn eiturlyfjum, Óperukórinn, Söngskólinn í Reykjavík, Háskóli Is- lands, Ungmennafélag íslands, Tóna- ljón og fjöldi einstaklinga og sam- taka hafa fengið styrki úr sjóðnum, jafnvel án þess að vita að pening- arnir komi þaðan. Allt án efa ágætis verkefni, - en á Framkvæmdasjóður- inn að standa straum af þeim? Skuldar ríkisstjórnin ekki öldr- uðu, veiku fólki afsökunarbeiðni á þessu? Afsökunarbeiðni á meðferð mikilla peninga úr mörkuðum tekju- stofni, Framkvæmdasjóðnum, í ýmis gæluverkefni þegar verkefnin sem sjóðurinn var stofnaður til að kosta með sérstökum skatti eru látin sitja á hakanum. Samfylkingin ætlar að tryggja að greiðslur úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra verði notaðar í uppbyggingu í þeirra þágu. Ekki er vanþörf á. Við jafnaðarmenn munum leysa hjúkrunarvandann á næstu tveimur árum komumst við í ríkisstjórn. Við stöndum við gagnrýni okkar á framgöngu og vanrækslu ríkis- stjórnarinnar í málefnum aldraðra. Ástandið í hjúkrunarmálunum er tal- andi dæmi um það að 12. maí verður að gefa ríkisstjórnarflokkunum frí. Höfundur er alþingismaður Margir litir Glæsilegar þýskar dragtir. Allar stærðir vEPhlistiniL Stakir jakkar og pils- Ný sending við Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.