blaðið - 29.03.2007, Side 18

blaðið - 29.03.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 folk@bladid.net HEYRST HEFUR SAMKVÆMT DV mun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lesa upp úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar í kirkju einni i Grafarvoginum. Sumir telja þetta merki um augljósar atkvæðaveiðar i harðnandi kosningabaráttu og að þetta sé ekki það sérkennilegasta sem landsmenn eigi eftir að sjá hjá stjórnmálamönnunum. Þá hefur kviknað upp sú hugmynd meðal gárunga að það væri vel við hæfi að Frjálslyndi flokkurinn læsi upp úr barna- bókum fyrir leik- skólabörn. Ogþá væri fátt meira viðeigandi en Litli svarti Sambó... HAFI einhver verið í vafa um bragðgæði Búlluhamborgaranna hans Tomma þá er honum hér með eytt. Það sást til Sigmars B. Haukssonar, matgæðings með meiru, troða í sig einum tvöföldum með bestu lyst á dögunum og þá þarf ekki frekari vitnanna við. Þessi formaður Skotveiðifélagsins naut matar sins það mikið að menn höfðu á orði að sennilega væri um rjúpnaborgara að ræða, en sökum veiðikvótans verður það að teljast ólíklegt, þar sem kostnaðurinn við slíkan borgara gæti dekkað kostnað við áfyllingu meðal- sparneyt- ins jepp- lings... PÁLL Rósinkrans söngvari með meiru er skilinn samkvæmt mest lesna glanstímariti landsins. Það rennir óneitanlega stoðum undir þá sögu, að kappinn er byrjaður í einkaþjálfun í Sporthúsinu. Slíkt er vist ekki óalgengt meðal manna sem eru komnir „á markaðinn“ og má vænta þess að söngvarinn rauðbirkni lendi fljótt á forsíðum glanstíma- ritanna, enda vel vaxnir gull- barkar ekki á hverju strái... HVAÐ Voru Reyðfirðingar súrir á FIP^NST svip við komu súrálsins? ÞER? „Nei, það brostu allir héma." blaftiö Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Flutningaskipið Pine Arrow flutti í gær fyrsta súrálsfarminn til Reyðarfjarðar. Um 40.000 tonn bárust álveri Alcoa Fjarðaáls til úr- vinnslu, en fyrir hvert framleitt tonn af áli þarf um tvö tonn af súráli. Björgvin Franz: 5687l*Mo*,!Hm 'to-seu.B'. CLS,BOWm70 mF^roi4BH ' CPft/OOKí ■ 1S6’ ^'«8752*;^.., Björgvin Franz Leggur mikinn metnað og vinnu i grínið Rekur í rogastans! Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Björgvin Franz Gíslason þarf vart að kynna fyrir Islendingum. Hann sló eftirminnilega í gegn í áramótas- kaupi Sjónvarpsins um árið með frá- bærum eftirhermutöktum þar sem hann tók fyrir helstu poppara lands- ins. Og síminn hefur ekki stoppað síðan... „Það er rétt, ég er búinn að vera að skemmta nánast stanslaust eftir þetta áramótaskaup og hef ekki leikið á leiksviði síðan í mars 2006. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og mig rekur alveg í rogastans. Þetta er alveg frábær vinna,“ segir Björgvin. Björgvin segir mikla vinnu og und- irbúning að baki hverri skemmtun og að hann leggi metnað sinn í að skila verki sínu vel frá sér. „Ég reyni að afla eins mikilla upp- lýsinga og ég get um viðkomandi fyrirtæki sem ég skemmti fyrir. I rauninni þá stúdera ég viðkomandi fyrirtæki líkt og ég væri starfsmaður þess. Þá afla ég mér upplýsinga um vissa starfsmenn sem ég síðan get grínast með í uppistandinu og þannig verður grínið persónulegra og í raun miklu fyndnara fyrir vikið þar sem salurinn getur tengt sig við NY SENDING AF FLOTTUM TÖSKUM OG SKARTI! LAUGAVEG 80 - SIMI: 561 1330 grínið. í raun er þetta svipað og að skrifa ritgerð, bara grínritgerð!“ Björgvin segir eftirhermuvinn- una ekki minni, enda sé það fastur liður sem fólk væntir að sjá. „Samtals eru þetta um 9 karakt- erar sem ég skipti á milli sýninga. Það komast í mesta lagi um 5-6 fyrir í hverri sýningu og því rótera ég þeim alltaf til að halda þeim „77/ þess að herma eftir einhverjum þarf ég fyrst að geta náð röddinni. Ein- hverjum blæbngðum eða orðum og setningum verð ég að geta náð til þess að halda áfram með þann karakter. ferskum og skemmtilegum. Fólk býst við að sjá eftirhermurnar og því ærin ástæða til þess að gera ávallt eins vel og hægt er. Til þess að herma eftir einhverjum þarf ég fyrst að geta náð röddinni. Ein- hverjum blæbrigðum eða orðum og setningum verð ég að geta náð til þess að halda áfram með þann ka- rakter. Síðan stúdera ég hreyfingar og horfi á myndbönd af viðkom- Su doku HERMAN BLOGGARINN... Hrafninn lýgur...? „„Líklega er rétt hjá mér að konur sem ístórum hópum segjast ætla að kjósa VG séu að skrökva. Konur í eðli sína velja sér þá sem þær telja að geti skaffað. Allir vita að Vinstri grænir geta ekkert skaffað, kunna engin úrræði til að skaffa og boða stefnu, sem yrði hreint afturhvarf til atvinnuleysis og hnignunar Ingvi Hrafn Jónsson hrafnathing.blog.is andi. Svolítið absúrd vinna í raun- inni! Síðan hef ég blessunarlega notið aðstoðar Selmu Björnsdóttur sem er bæði klár og skemmtileg og hefur gefið mér frábær ráð. Ekki skemmir svo fyrir að hún hefur unnið með flestum þessara per- sóna sem ég hermi eftir og því alveg sérdeilis frábært að hafa svona inn- anbúðarkonu til að hjálpa sér!“ Björgvin segist ekki hræddur um að festast í gríninu. Hann segist op- inn fyrir öllu sem tengist leiklist en viðurkennir að stundum sé erfitt að geta ekki eytt meiri tíma með konu og barni. „Ég vinn auðvitað mest um helgar við að skemmta, en undirbúningur- inn tekur alla vikuna á undan. Ætli ég sé ekki meiri vikupabbi en helgar- pabbi í þeim efnum og nýti auðvitað hvert tækifæri til þess að vera með fjölskyldunni. Annars er maður alltaf á tánum varðandi spennandi verkefni og útilokar í rauninni ekki neitt í þeim efnum. Þetta er lítið land og kannski kemur að því að maður verði kominn hringinn með eftirhermugrínið, þó svo að erfitt sé að átta sig á því. Þess vegna legg ég alltaf áherslu á að endurnýja prógrammið í takt við tímann svo það staðni ekki,“ sagði Björgvin að lokum. Seinheppin Marshall-aðstoð „/ fréttatíma Stöövar 2 í gær var sagt frá metfiskeríá miðunum kringum landið og bátar kæmu drekkhlaðnir íland eftir nokkurra tíma veiöi. Á forsíðu Moggans i dag er talað um smábáta sem mokfiska og sagt að allir mokfiski sem komist á sjó, enda hafi veturinn verið erfiður vegna veðurs. Sem sé allt að gerast á miðunum; einstök aflabrögð og allir mokfiska sem á annað borð komast á sjó. I miöopnu Morgunblaðsins er svo að finna aðsenda grein frá Ró- berti Marshall, þing- mannsefni Samfylk- ingarinnar. Greinin ber yfirskriftina: Þegar miðin eru dauð. Óhepp- inn maður Róbert." Björn Ingi Hrafnsson bingi.blog.is Rétttrúað kjallara- greinarbull „ Þorgerður Einarsdóttir skrifar rugl ársins í Fréttablaðiö í dag. Hún kvart- aryfir, að umhverfisflokkur Ómars Ragnarssonar hafi ekki kvenfrelsi á oddinum. Hún kvartaryfir, að Margr- ét Sverrisdóttir sé ekki formaður. Það er eins og Þorgerður komi út úr kú. Umhverfisflokkur Ómars var stofnaður vegna umhverfismála, ekki kvennamála. Tákn flokksins er Ömar sjálfur, umhverfispostulinn. Ef Margr- ét væri formaður, mundi flokkurinn ekki vera trúverðugur sem umhverfis- flokkur. Grein Þorgerðar er rót- tækt dæmi um bullið, sem þrífst í kjallaragreinum rétttrúaöra." VdCl I lUI 11IdUUI, III ekki i/ X . Jónas Kristjánsson ^ www.jonas.is eftir Jim Unger 8 9 4 1 2 7 4 6 6 7 5 7 1 9 2 3 8 5 7 9 4 3 9 4 8 7 3 4 1 7 2 9 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Maðurinn í gæludýrabúðinni sagði að hann þyrfti að æfa sig.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.