blaðið - 29.03.2007, Page 35

blaðið - 29.03.2007, Page 35
f blaöió FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 43 FRUMSÝNINGAR UM HELGINA Hot fuzz Leikstjóri: Edgar Wright Aðalhlutverk: Simon Pegg, Nick Frost IMDb: 8.1 af 10 rottentomatoes.com: 76% af 100% metacritic.com: Vantar Miss Potter Leikstjóri: Chris Noonan Aðalhiutverk: Renee Zellweger, Ewan McGregor IMDb: 7.1 af 10 rottentomatoes.com: 63% af 100% metacritic.com: 6.8 af 10 School for Scoundrels Leikstjóri: Todd Phillips Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Jon Heder IMDb: 5.8 af 10 rottentomatoes.com: 25% af 100% metacritic.com: 5 af 10 Villisvín í vandræðum Kvikmyndin Wild Hogs skartar nokkrum vel þekktum miðaldra Hollywood-leikurum sem leika lífsþreytta miðaldra karlmenn. Til að flýja grámyglulegan veruleik- ann, eiginkonur sínar og vanda- mál, þeysa þeir á mótorfákum, klæddir leðri og finna frelsið og vindinn leika um andlitið. Mynd- in byrjar ágætlega þegar persónur eru kynntar til leiks. WildHogs • Bíó: Sambíóin. • Leikstjóri: Walt Becker. • Aðalleikarar: Tim Allen. John Travolta, Martin Lawrence, William H. Macy, Ray Liotta og MarisaTomei. Trausti Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Kvikmyndir ★ ★ Aðalleikararnir komast allir ágætlega frá sínu, þó oft beri á ofleik eins og gjarnan tíðkast í gamanmyndum sem þessum. Að auki fara þau Marisá Tomei og Ray Liotta með stór hlutverk. Söguþráðurinn er einfaldur og helst til bitlaus. Húmorinn staðnar þegar V* myndarinnar er búinn og ekkert óvænt gerist til að halda áhorfendum spenntum. Því verða brandararnir fyrirsjáan- legir, klisjukenndir og lýsingin „gamanmynd fyrir alla fjölskyld- una“ öðlast enn á ný neikvæðan „gæða“-stimpil. Hugmyndin að myndinni er góð út af fyrir sig, en handritið sjálft mætti vera betra og beittara. Til grundvallar liggja ótal mót- orhjólamyndir sem auðveldlega hefði mátt vitna í með hlægileg- um afleiðingum en þess í stað er kosið að endurtaka suma brand- arana, eins og með hommafóbíu félaganna, sem hættir að verða fyndið eftir nokkur skipti. Þó áhorfendur uppskeri að vísu nokkur hlátrasköll í mynd- inni eru þau ekki nógu mörg né innileg til þess að myndin verði eftirminnileg gamanmynd. H Ævi og ástir Austen-kvenna Anne Hathaway leikur Jane Austen Væntan- leg er mynd sem fjallar um líf og ástarævintýri Jane Austen þegar hún var ung og ekki byrjuð að skrifa rómanana. Kvikmyndir byggðar á bókum Jane Austen hafa verið vinsælar hjá kven- þjóðinni i gegnum tíðina. Á Viktoríutímanum voru allir karl- menn ótrúlega myndarlegir, allavega samkvæmt Austen og miklir herra- menn. En lífið var ekki bara fallegt og rómantískt á Viktoríutímanum og á vegi ungra kvenna leyndust ýmsar hættur og gildrur sem þær þurftu að yfirstíga. Hér eru nokkur ráð fyrir yngismeyjar sem vilja lifa lífinu upp úr Austen-bók. Daður og stefnumót Ef þú heillast af einum herramanni öðrum fremur skaltu ekki bara bjóða honum í bíó eða upp á bjór; sendu hon- um frekar boðskort þar sem þú býður honum að eýða með þér kvöldstund á heimili þínu. Nauðsynlegt er einnig að bjóða nánustu fjölskyldu þinni og að minnsta einum presti til að vera siðgæðisverðir. Láttu tilfinningarnar ráða Ef þú lendir í aðstæðum sem eru óyfirstíganlegar á einhvern hátt og þú átt þér engrar undankomu auðið er besta ráðið að láta líða yfir sig. Þetta virkar einnig ef þú roðnar að- eins of mikið í návist álit- legra karlmanna. Stattu vörð um meydóminn Samkvæmt Austen- lífsstílnum líkar engum við spilltar ungar konur. Ef þú lendir í heitum aðstæðum með álitlegum karlmanni skaltu umfram allt berjast á móti löngunum þínum og þrám. Það er ekki einungis mannorð þitt sem hér um ræðir held- ur mun mannorð allrar fjölskyldunn- ar fara með þér niður í svaðið. Úlfar í sauðargæru Ef glæsilegur herramaður biður þig um að giftast sér en þú efast um heiðarleika hans skaltu alltaf segja nei. Samkvæmt Jane Austen eru flestir karlmenn flögð undir fögru skinni og á Viktoríutímanum voru / úlfar í sauðargæru fjölmennir í hverri Framakonan Það er eins gott að þú eigir bræður því annars mun fjölskylduauðurinn enda í höndum einhvers vafasams frænda eftir lát foreldra þinna. Þú getur ekkert gert í stöðunni nema ráða þig í vist eða verða vændiskona, eftir því hvar áhugasvið þitt liggur. Ekki hlaupa í hjónaband Ef þú giftist þeim fyrsta sem sýn- ir þér áhuga er nokkuð vist að þú ert að fara á mis við þann rétta. Viskustykki Jane Austen Berðu virðingu fyrir sjálfri þér, stattu vörð um það sem þú trúir á, breyttu til hins betra og hafðu trú á náunganum. Þetta voru góð ráð sem Jane Austen gaf konum á Vikt- oríutímanum og þau eiga vel við enn þann dag í dag. Ekki horfa bara á útlitið Ekki velja þér mann bara eftir útliti. Þeir sem eru hræðilega vel útlítandi eru yfirleitt með kolsvart rnjöl í pokahorninu, hvort sem það eru brostin kvenhjörtu úti urn allar sveitir eða óskilgetin börn í hverri höfn. SÉÐ OG DÆMT „[...] Enda hefur hún allt það sem gott æv- intýri þarfað hafa; spennu, ást, tragedíu og húmor." AFB 300 ★★★★★ „ Goðsagnalegt og draumkennt útlitið eykur dramatikina sem er þó nóg fyrír með frekar klisjulegrí tónlistá tíðum.“ TSK Epic Movie 0 „Epic Movie er glötuð mynd að öllu leyti. Söguþráðurínn erdrasl, leikaramir lélegir og verst af öllu; Epic Movie er ekki fyndin." AFB Norbit ★ „Flestir brandaramir eru á parí við með- algott kvöld hjá Spaugstofumönnum og eru endurteknir reglulega í gegnum alla myndina TSK

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.