blaðið - 17.04.2007, Page 18

blaðið - 17.04.2007, Page 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRIL 2007 blaðið Skóli morgundagsins Umræðu- og kynningarfundur fyrir kennara um nýja mennta- stefnu grunn- og framhaldsskóla fer fram í sal Menntaskól- ans á Akureyri í dag klukkan 16:10 og í sal Menntaskólans við Hamrahlíð á morgun klukkan 15. Opið hús á Bifröst Opinn dagur verður í Háskólanum á Bifröst sumardag- inn fyrsta og verður tekið á móti gestum og gangandi milli klukkan 14 og 17. Nemendur og kennarar verða á staðnum og svara spurningum um nám og aðstöðu. 4 uikna vormvnskeið hefst 23. apríl Safnaðarheimili Háteigskirkju Háteigsvegi • Sími 552 5620 Félag íslenskra listdansara Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is BALLETTSKÓLI '■jWu zSchevincý Olnbogabörn í skólasamfélaginu Lenda oft úti í horni Enn finnast olnbogabörn í skólasamfélaginu sem get- ur farið illa fyrir ef þau fá ekki þá aðstoð og hjálp sem þau þurfa á að halda. Þetta eru til dæmis börn og ungling- ar sem eiga við ýmis vandamál að stríða svo sem hegðunarerfiðleika, samskiptaerfiðleika eða félagslega einangrun. Staða þessara barna verð- ur rædd frá ýmsum hliðum á mál- þingi sem Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga (FÍUM) heldur í Rúgbrauðs- gerðinni á morgun klukkan 9-15:30. Hegðunarerfiðleikar „Þau eiga í ýmsum erfiðleikum sem gera kennurum og skólayfir- völdum oft erfitt fyrir. Það sem fólk er kannski ráðalausast gagnvart eru hegðunarerfiðleikar. Það veit ekki hvernig það á að bregðast við og hvernig við getum hjálpað þessum unglingum til mannsæmandi lífs þó að þeir eigi erfitt með að stjórna sinni hegðun. Sumir gefast hreinlega upp. Það eru til dæmi um það að börn séu látin fara úr skóla,“ segir Þórunn Ólý Óskarsdóttir, formaður FÍUM. Þórunn segir að þrátt fyrir að skólakerfið sé að mörgu leyti mjög gott séu olnbogabörn enn til staðar sem geti farið illa fyrir ef þeim er ekki hjálpað strax. „Stundum lenda þessir krakkar svo- lítið úti í horni. í gegnum árin hafa þeir náttúrlega oft verið í sérdeild- um en svo er mikil jafnaðarstefna í gangi í skólum þar sem allir eiga að vera jafnir og í almennum bekkjum. Bekkirnir eru stórir og það er oft erf- itt að eiga við það þegar einhver hluti bekkjarins er illviðráðanlegur. Það er erfitt að koma til móts við þá og ef það er ekki gert strax á réttan hátt þá vill þetta oft verða verra. Krakkarnir verða reiðari inni í sér eða meira og meira einmana og læðast með veggj- um og það fer oft illa,“ segir Þórunn. Ýmis sjónarhorn Á málþinginu verður fjallað um málin frá ýmsum hliðum, meðal annars út frá sjónarhóli þeirra sem starfa í meðferðargeiranum, foreldra og yfirvalda. Þá verða kynntar ýmsar nýjungar og aðferð- ir sem geta hjálpað börnum og ung- lingum sem eiga við vandamál að stríða. Þá munu Ingvar Sigurgeirs- son prófessor og Sigrún Harðardótt- ir skólafélagsráðgjafi greina frá rannsóknum sínum á þessu sviði. Nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni fium.ci.is. Mynd/JimSmart Olnbogabörn enn til staðar Þó að skólakerfið sé að mörgu leyti mjög gott eru otnbogabörn enn til staðarsem getur farið illa fyrirefþeim er ekki hjálpað strax að mati Þórunnar Ólýjar Ósk- arsdóttur, formanns FÍUM. Nokkur mikilvæg atriði um póstkassa og bréfalúgur Samkvæmt byggingareglugerð nr. 441/1998. grein 80.2 með síðari breytingum. eiga bréfalúgur að vera minnst 2.5 x 26 cm að stærð í 1 til 1.2 metra hæð frá gólfi. Sama gildir um einstaka póstkassa. Póstkassar og bréfalúgur eiga að vera á eða við útihurðir á ein-, tví- eða fjölbýlishúsum. Þar sem fteiri en þrjár íbúðír hafa sameiginlegan aðgang verða húseigendur að setja upp póstkassasamstæður. Póstkassasamstæður skulu festar á vegg þannig að neðsta bréfarifa sé að tágmarki 70 cm frá gólfi og efsta bréfarifa ekki ofar en 175 cm frá gólfi. Gætið þess að bréfberar eigi ávaltt greiða leið að bréfalúgum og póstkössum. næg lýsing sé og póstkassar tæmdir reglulega. Þjónustuver | sími 580 1200 | postur@postur.is | www.postur.is Fjar- og dreifnám Hröð þróun hefur átt sér stað á sviði fjar- og dreifnáms í grunn- og framhaldsskólum hérálandi á undanförnum misserum. Vaxandi eftirspurn Framboð á námi sem ýmist er hægt að taka í fjarnámi eða með dreifnámi (blöndu af staðbundnu námi og fjarnámi) eykst stöðugt samkvæmt niðurstöðum saman- tektar um fjar- og dreifnám í fram- haldsskólum og grunnskólum hér á landi. Samantektin var unnin í janúar á þessu ári á vegum starfs- hóps um fjar- og dreifnám og birt á vef menntamálaráðuneytisins. í 27 framhaldsskólum af 30 eru ýmist nokkrir eða flestir áfangar boðnir í fjar- eða deifnámi. I öllum framhaldsskólum eru dæmi um að nemendur taki staka áfanga í fjar- námi, stundum við aðra skóla en þeir eru skráðir í og fái þá metna inn í námsferil sinn. Mjög hröð þró- un hefur átt sér stað á þessu sviði á allra síðustu misserum og virðist eftirspurn eftir fjar- og dreifnámi vera sívaxandi að því er fram kem- ur í skýrslunni. Skýrsluhöfundar telja þó mikil- vægt að settar verði reglur um ýmsa þætti fjar- og dreifnáms, sérstak- lega þá er varða gæði námsins, að- gengi að því og vinnuumhverfi og starfsaðstæður kennara. Jafnframt benda þeir á að reglur um þessa nýju námsleið sem er að mestu sjálf- sprottin innan skólanna megi ekki hefta frumkvæði þeirra. Meðal annars leggur starfshóp- urinn til að sett verði á fót upplýs- ingaveita þar sem upplýsingum á stöðluðu formi verði safnað saman um fjar- og dreifnám sem í boði er á hverjum tíma á Islandi og þeim komið á framfæri við þá sem áhuga hafa á að stunda slíkt nám. Þá er lagt til að grunn- og framhaldsskólum verði skylt að láta sjálfsmatskerfi skólanna ná til fjar- og dreifnáms jafnt og til dag- skólanáms og að aðalnámskrá fyr- ir grunn- og framhaldsskóla verði endurskoðuð með tilliti til fjar- og dreifnáms.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.