blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007
blaðið
Edda Sif Pálsdóttir
Langar i starfið hennar
Ragnhildar Steinunnar!
Blaöið/ÞÖK
fólk
folk@bladid.net
HEYRST HEFUR
Á EFTIRLITSMYNDBANDI frá
Kringlunni sem birtist á vef
Morgunblaðsins sést
hvar kona ein fær
„listræna“ útrás á
eignum fyrirtækis-
ins með úðabrúsa
um miðja nótt. Slík
eignaspjöll hafa
löngum verið tengd
táningum en nú
hefur annað komið
í ljós. Hvað fær full-
orðna móður (barna-
stóll sést i bíl hennar) til að haga
sér með slíkum hætti er aðeins
hægt að geta sér til um. Kannski
hún hafi misst af útsölu...?
LÖGREGLAN hefur tekið í notkun
nýjar bifreiðar til hverfisgæslu.
Eru bílarnir af Ford Focus-gerð og
munu sinna öllum helstu skyldum,
að radarmælingum undanskildum,
líkt og forgangsbílarnir. Tæplega
munu þeir nýtast í að „ná“ gatnagl-
önnum, enda margir bilaþrjótar
á mörg hundruð hestafla trylli-
tækjum. Focus-bílarnir eru um íoo
hestöfl og nýtast þvi ágætlega gegn
ofsaakstri hjólreiðamanna er geta
náð allt að 6o km hraða... niður
brekku...
LAUGAVEGURINN er flott tísku-
gata ef marka má grein í New York
Times en blaðið birtir kort af mið-
bænum og segir frá því að gróska í
hönnun sé hér mikil. Blaðið vísar
í góða tónlist sem héðan hefur
komið og er Björk þar auðvitað
efst á lista. Björk hefur heldur ekki
farið hefðbundnar leiðir í klæða-
burði og mætti t.d. i
svanskjól á Óskarinn
fyrir nokkrum
árum sem vakti
heimsathygli
íslendingar
ættu að
opna augu
sín fyrir því
að flottasta
tískan er ekki
í kringlunum
heldur í
miðbænum.
HVAÐ Ætluðuð þið að sitja
FINNST einir að silfrinu?
ÞER?
„Já já, að sjálfsögðu. En við neyddumst til að deila því út."
Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri HSV.
Á ársþingi Héraðssambands Vestfirðinga voru mönnum sem unnið
höfðu góð störf í þágu íþróttarhreyfingarinnar afhent fimm silfurmerki.
Þó gleymdist að láta viðtakendur vita af útnefningunni og þvi fáir
mannanna á staðnum. Málið leystist þó farsællega að lokum.
Dansarinn sem dúxaði
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Edda Sif Pálsdóttir sló öll met þegar
hún dúxaði í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar með einkunnina 9,63 á dög-
unum. Edda er dóttir Páls Magnús-
sonar útvarpsstjóra og eplið hefur
greinilega ekki fallið langt frá eikinni
því Edda segist hugfangin af fjöl-
miðlafræðinni. Blaðið forvitnaðist ör-
lítið nánar um þessa kláru stúlku.
„Ég kem úr Garðabænum og gekk í
ísaksskóla fimm ára gömul. Ætli ég
hafi ekki verið komin með námsleiða
í leikskólanum og langað til að læra
eitthvað meira,“ segir Edda í gaman-
sömum tón.
„Á yngri árum æfði ég samkvæm-
isdansa, handbolta og nú síðast fre-
estyle, þótt ég keppi ekki. Þetta er
aðallega til að halda mér í formi og
fá útrás. Mig langaði þó alltaf að læra
á fiðlu þegar ég var lítil, en það varð
aldrei neitt úr því. Sennilega hafa
foreldrar mínir ekki haft umburð-
arlyndi til að þola hávaðann," segir
Edda í hæðnistón.
Edda þjáðist svo sannarlega ekki
af námsleiða í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar. Hún fór svokallaða flýtileið og
var því aðeins þrjú ár að klára stúd-
entsprófið í stað þessara hefðbundnu
fjögurra ára.
„Þetta er aðeins þéttari keyrsla
á námsefninu, þó að ég hafi ekki
fundið neitt sérstaklega fyrir miklu
álagi, ekkert meira en í grunnskóla.
Annars dúxaði ég eiginlega óvart. Ég
er nefnilega þeirrar náttúru að vera
aðeins of skipulögð, svo jaðrar við
maníu. Að auki er ég líka eðalnörd
og hafa vinir mínir strítt mér svolítið
á þessu. En skipulagshæfileikarnir
eiga eflaust stóran þátt í þessum ein-
kunnum og er það bara vel.“
Edda valdi félagsfræðibraut og seg-
ist ekki sjá eftir því.
„Annars dúxaði ég eigin-
lega óvart! Ég er nefnilega
þeirrar náttúru að vera
aðeins ofskipulögð, svo
jaðrar við maníulAð auki
er ég líka eðalnörd og hafa
vinir mínir strítt mér svo-
lítið á þessu.“
„Nei, ég hafði sérstaklega gaman
af fjölmiðlafr æði og íslensku. Ég hafði
líkagóðankennara,AðalbjörguHelga-
dóttur, sem er algjört fjölmiðlagúrú
og veit í raun allt. Einnig fannst mér
gaman að stjórnmálafræði, þótt ég
sé ekki svo rosalega pólitísk sjálf. Ég
hef hingað til haldið að ég sé frekar
vinstrisinnuð, en kennarinn minn
sagði að allir væru það á yngri árum,
síðan yxi maður upp úr því vegna
þess að maður sæi að það gengi ekki
upp. Annars fékk ég að kjósa í fyrsta
skipti á ævinni í ný-yfirstöðnum
kosningum og kaus Sjálfstæðisflokk-
inn í þeim tilteknu kosningum, þó að
ég sé ekki flokksbundin honum.“
Edda hefur unnið sumarvinnuna á
RÚV og í kirkjugörðum Garðabæjar.
„Ég hef verið að afrita söluefni hjá
RÚV sem er fín aukavinna með
skólanum. Annars langar mig mest
í djobbið hennar Ragnhildar Stein-
unnar, ég bíð bara eftir að hún fari að
gera eitthvað annað. Nei, ég segi nú
svona. Ég hef einnig verið að vinna í
kirkjugörðunum, sem átti að teljast
sumarvinna, þangað til að ég vakn-
aði í gærmorgun, enda veðrið frekar
hryssingslegt. En vinnan er ágæt. Ef
ég fer út á land þá tek ég alltaf labbi-
rúnt i kirkjugörðunum þar, enda
þægileg ró yfir kirkjugörðunum. Ég
verð aldrei hrædd, en vinir mínir
skilja alls ekkert í mér að standa í
þessu!“
Edda Sif hefur í hyggju að taka
sér ársfrí frá námi til þess að skoða
heiminn.
„Mamma og pabbi vilja að ég læri
eitthvað praktískt í háskóla. Það eru
ekki svo margir lærðir fjölmiðlafræð-
ingar hérna enn þá og því væri það
tvímælalaust eitthvað sem ég hefði
áhuga á að læra. Ég var ári á undan
í FG og hef alveg efni á að leika mér
aðeins án þess að tapa á því. Ég ætla
að heimsækia vinkonu mína sem er
að flytja til Ástralíu, síðan langar mig
að læra spænsku á Spáni, nú eða fara
í enskuskóla til Englands. Það kemur
allt í ljós. En fyrst á dagskrá er auð-
vitað útskriftarferðin til Krítar. Það
verður ekki verra að flatmaga í sól-
inni þar,“ sagði Edda með tilhlökkun
að lokum.
BLOGGARINN..
Brennivínsböl
„Rannsókn sem gerö var á Ulleval há-
skólasjúkrahúsinu ÍSviþjóð leiðiríljós
að áfengi veldur fóstri skaða alveg frá
fyrstu vikum getnaðar. Ekki nóg með
það heldur er alkóhól fóstri skaðlegra
en heróin og kókaín. Rannsóknin
náði til 1749 barnshafandi kvenna og
barna þeirra. Skaðinn sem áfengið
veldur birtist meðal annars í náms-
erfiðleikum barnsins, persónuleika-
röskunum og veiklyndi
fyrir vímuefnum. [...] 1 af
hverjum 4 lét þó eftirsér
að laumast einstaka sinn-
um ívín fram að fæðingu.
Óléttar konur ættu frek-
arað fá sér hressandi
heróínsprautu efþær
langar 1' vímu.“
Jens Kr. Guðmundsson
jensgud.blog.is
BoðskapurBB
„I gær á sunnudegi áminnir dómsmála-
ráðherra Björn Bjarnason okkurhérá
mblblogginu um það að hinn kristilegi
kærleiksboðskapur eigi erindi til
okkarallra og vitnarsér til stuðnings
í „Játningar Ágústínusar" og byrjar
tilvitnunin á svohljóðandi orðum: „Þá
eru og slík verk óhæfa, sem í er fólgin
löngun til þess að vinna öðrum mein,
skömm eða skaða.“ Mig setti nú bara
hljóða yfir hroka Björns, minnug
ýmissa verka hans íhlutverki mennta-
málaráðherra og dómsmálaráðherra.
[...] En kannski hefég misskilið
eitthvað. Kannski er Björn ekki
að áminna okkur um að
vera góð heldur kemur
Björn hér fram sem
iðrandi syndari. En þá er
spurningin: ákallarhann
drottin allsherjar, eða
þá sem eru að mynda
stjórn á Þingvöllum?"
Marfa Kristjánsdóttir
mariakr.blog.is
Diss-stjórnin?
„Sú tilraun framsóknarmanna og
nokkurra flokksfélaga minna að festa
nafnið „Baugsstjórnin" við hina vænt-
anlegu ríkisstjórn íhalds og krata
er dæmd til að mistakast. Fjölmiðla-
menn munu ekki þora að nota hug-
takið og þar með er það dauðadæmt.
Ég ætla að koma með aðra og lífvæn-
legri uppástungu: Hvað með að tala
um D/S-stjórnina (sem væri þá borið
fram Dé-Ess stjórnin)? Þetta myndi
vísa til listabókstafa flokkanna - en
fæli jafnframt ísér
vísun til ákveð-
ins samskipta-
mynsturs sem
væntanlega mun
einkenna þessa
ríkisstjórn ..."
Stefán Pálsson
http://kaninka.
HÆTTU
ÍALVÖRU
• Skynsöm leiö til að hætta því þú hættir á eigin hraða.
• NicoBloc hindrar allt aö 99% af nikótíni og tjöru í filternum.
• Þú venur þig af nikótíni áöur en þú drepur (.
Su doku
5 6 1 9 4
7 8 9 1 5
1 3 8 6
8 4 2
3 5
8 2
5 6 9 7 4
2 7 9
9 5 1
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin helduraðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
7 27
O LaoghingStock Intemational lnc./cfst by United Medio. 2004
eftir Jim Unger
Jæja Þröstur, ég held ég verði bara að setja
þig á lista yfir hugsanlega líffæragjafa.