blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 13
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 2007 13 Mynd/Eslherlr Hafnarfjarðarbrandari? í hugum útlendinga hefur ísland verið talið á mörkum hins byggi- lega heims eða á hjara veraldar eins og sumir segja. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir þá sem vildu auka fjölbreytni í islensku atvinnulífi, að markaðsetja Island fyrir erlend stór- fyrirtæki og þar með skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Það var því stórt skref stigið þegar sam- komulag náðist um byggingu álvers á Islandi. Ýmsir staðir á landinu komu til greina við staðarval, en þrír meginþættir réðu endanlegri stað- setningu í Straumsvík. I fyrsta lagi að mögulegt væri að gera góða höfn með miklu dýpi fyrir djúprist skip, í öðru lagi að nægiíegt landrými væri í kring og í þriðja lagi að nálægð væri við fjölmenn byggðarlög. Skin og skúrir í hafnfirsku atvinnulífi Sú ákvörðun að álverið var byggt í Straumsvík var happavinningur fyrir okkur Hafnfirðinga og vítamín- sprauta á þeim tíma sem litla vinnu var að fá. Eru Hafnfirðingar nokkuð búnir að gleyma því ástandi sem var, þegar síldin hvarf og heilu skipshafn- irnar gengu um og voru án atvinnu? Fjöldi Hafnfirðinga flutti burt og leit- aði til Danmerkur, Svíþjóðar og jafn- vel Ástralíu. Á þeim tíma sem álverið í Straumsvíkhefurstarfaðmeðjöfnum og öruggum rekstri hafa skipst á skin og skúrir í hafnfirsku atvinnulífi, þar sem fyrirtæki hafa komið og farið. Nægir að nefna nokkur fyrirtæki sem höfðu hundruð manna í vinnu, en eru ekki lengur starfandi. Fyrst má þar nefna Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar sem lagðist af þegar kvótinn var fluttur til Akureyrar, íshús Hafn- arfjarðar, fiskvinnslu Sjóla, ýmis verktakafyrirtæki eins og Hagvirki, Byggðaverk, SH verktaka, Dröfn, Vél- smiðju Hafnarfjarðar, Vélsmiðjuna Klett og margt fleira. Auðvitað geta sveiflur í þjóðfélaginu haft áhrif á það hvaða fyritæki ná að starfa og hver verða að hætta rekstri og svo eru fyrirtæki sem sífellt eru að skipta um kennitölur. Ég minnist þess sem formaður skipulagsnefndar Hafnar- fjarðar að einn nefndarmaður fann því allt til foráttu þegar hið ágæta fyr- irtæki Actavis var að óska eftir stækk- unarmöguleikum. Ég er viss um að ef nefndarmenn hefðu hlustað á þá neikvæðu afstöðu sem þar kom fr am, þá hefði Actavis hugsað sér til hreyf- ings. Sem betur fer er það fyrirtæki ennþá starfandi í Hafnarfirði og nú með hundruð manna í vinnu. Úr samhengi við raunveruleikann Núna er gott atvinnuástand í Hafn- arfirði, en það getur verið fljótt að breytast. Við höfum nú við þessar aðstæður ákveðið að koma í veg fyrir stækkun og hagkvæman rekstur Alcan. Við höfum nú ákveðið að reyta fiðrið af einni af bestu varp- hænum okkar, svo hún veslast smátt og smátt upp, en þessi varphæna hefur skaffað þúsundum örugga og góða vinnu. Við ætlum sem sagt ekki að leyfa henni að verpa, svo þúsundir Hafnfirðinga geti notið góðs af. Ég Núna er gott atvinnuástand í Hafnarfirði, en það getur verið fljótt að breytast Umrœðun Árni Hjörleifsson upplifði það fyrir nokkru, að fjórtán ára stúlka var að tala um leður, en hún hélt að það væri ræktað á ökrum. Þegar henni var bent á það að skinn og leður væri það sama og kæmi af dýrum varð hún frekar vandræðaleg. Hún hafði sem sagt eingöngu sett loðin skinn í samband við dýr. Ég vill taka það fram að þetta á ekki að vera brandari, þessi unga stúlka er mjög skýr og ætíð með einkunnir upp á níu og tíu. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort eitthvað væri að upp- eldi eða skólakerfi okkar, ef börn og unglingar væru svona slitin úr sam- íengi við raunveruleikann. Mér varð )á hugsað til Hamborgar þar sem ég rafði séð mótmælagöngu fara um götu eina, þar sem ég var staddur. Fólkið dró á eftir sér íoðskinn ötuð rauðri málningu og bar skilti með slagorðum gegn drápi dýra. Ég fylgdist með göngunni um stund og fór þá að taka eftir því að margt af göngufólkinu var klætt leðurfatnaði, bæði jökkum, buxum og skóm. Þetta var að stærstum hluta fullorðið fólk sem þarna var, en virtist vera svona gjörsamlega slitið úr samhengi við raunveruleikann. Það er þá ef til vill ekkert skrítið, að fermingarstelpa uppi á íslandi ruglist á leðri og loðnu skinni ef fullorðið fólk þekkir ekki samhengið. Ekki til hagsbóta Staðreyndin er því miður sú að fjöldi fólks er gjörsamlega slitinn úr samhengi við raunveruleikann og samhengi lífsins. Svo eru það aldr- aðir athyglissjúkir stjórnmálamenn sem eru nú komnir aftur á blóma- tímabil '68-kynslóðarinnar og æða nú um götur, heimtandi alla hluti og mótmælandi öllu. Flestir þekkja þær kröfur sem allur þorri ungs fólks gerir á öllum sviðum í dag. Það telur alla hluti nánast sjálfsagða, enda í mörgum tilfellum alið upp á fimm stjörnu hóteli heima hjá mömmu og pabba til tuttugu og fimm til þrjá- tíu ára aldurs. Þegar það svo fer að heiman má ekkert vanta, allt innan- stokks í toppi með flatskjá og öllu til- heyrandi og eðalvagn fýrir utan. Upp- eldið hefur eitthvað mistekist, því þau telja að öll þessi lífsgæði séu svo sjálfsögð og þola illa allt mótlæti. Það má reikna með því að einhver niður- sveifla komi og fólk þurfi að horfast í augu við skuldir og erfiðleika. Það gæti orðið nokkuð erfitt fyrir unga fólkið okkar sem ekki þekkir annað en velsæld að takast á við samdrátt. Það eru ekki bara ungmenni sem eru eitthvað veraldarfirrt, það eru æði margir af eldri kynslóðinni sem virð- ist halda að peningar falli af himnum ofan og horfa svo með lotningu á líf einhverra auðmanna sem þeir eiga enga mögurleika á að nálgast. Fólkið virðist svo halda að kjöt og fiskur verði til í frystiborðum verslana og mjólkin verði til í kælunum. Stað- reyndin er hinsvegar sú að ýmsar okkar þarfir, svo sem listir og all- skyns menning, þrífast illa ef undir- stöðu- og framleiðslugreinar fá ekki að þróast. Þetta gengur hins vegar vel hvað með öðru. Bygging tónlist- arhallar eða endalausra verslana og verslunarmiðstöðva mun ekki verða fólki til mikilla hagsbóta. Höfundur er rafvirki og var baejarfulltrúi Alþýðuflokksins, form. skipulagsnefndar, skóla- nefndar Hafnarfjarðar og form. Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Ginnkeyptasta gæran? Það hefur verið kostulegt að fylgjast með fröken Vinstri-grænni og fröken Samfylkingu alveg frá alþingiskosningunum. Báðar hafa svifið um í annarlegri leiðslu með ástarglóð i augum. Þær höfðu lengi virst perluvinkonur en um leið og úrslit lágu ljós fyrir byrjaði ballið. Þá fór hvor kvensa um sig að blikka herra Ihald sem mest hún mátti enda var hann kominn úr helbláu hversdagsfötunum og í annan og ásjálegri sparigalla: bleikt bindi og græn jakkaföt. Báðum hafði ljóslega verið talin trú um það að hún yrði sætasta stelpan á ballinu. LiSááÍ Báðar hafa svifið um í ann- arlegri leiðslu með ástarglóð í augum. Umrœðan Einar Sigmarsson Sama hafði maddama Framsókn verið látin halda, fölleit og mögur eftir tólf ára sambúð. Kvennakapall- inn var lagður. Nú var herra íhald kominn á uppskeruhátíðina og maddama Framsókn hélt í humátt á eftir, undirdánug mjög, en hafði varla stigið eitt skref inn þegar fröken Vinstri-græn, vergjörn mjög, stjakaði við henni. En þá brá svo við að hinn bragðvísi kvenna- gosi virti hvoruga viðlits; hann hafði fyrir löngu mælt sér mót við fröken Samfylkingu. Ætlar fröken Samfylking að selja sálu sína nú þegar hún hefur öll ráð í hendi sér? „Hell hath no fury like a woman scorned", eins og máltækið segir. Höfundur er Islenskufræðingur Einstæð og fjölbreytt tónlistarupplifun Ungir einleikarar á Listahátíð Ýmir, í kvöld, annað kvöld & fimmtudagskvöldið 24. maí kl. 20.00 Listahátíð i Laugarborg, i kvöld kl. 20.00 Miðaverð: 2.300 Fyrstu tónleikarnir, sem eru í kvöld, verða að mestu helgaðir tónlist Johanns Sebastians Bachs, en þar koma fram verðlaunahafar Bachkeppninnar í Leipzig frá því í fyrra, þau Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Francesco Corti semballeikari. Á öðrum tónleikunum annað kvöld flytja Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ýmsa þekkta konfektmola og virtúósóverk tónbókmenntanna, m.a. eftir Bartok og Strauss. Á þriðju og síðustu tónleikunum á fimmtudagskvöld mun Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari frumflytja ný verk eftir íslensk tónskáld, en Tinna hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á nýrri tónlist. Tinna verður einnig með tónleika í kvöld á Listahátíð í Laugarborg. Afsláttur fyrir tónleikagesti 25 ára og yngri á tónleikaröðinni Ungir einleikarar á Listahátíð. Icelandic Sound Company Tvö af voldugustu hljóðfærum landsins Hallgrímskirkja, annað kvöld kl. 20.00 Miðaverð: 2.700 í tilefni tónleika lcelandic Sound Company í Hallgrímskirkju mun tónlist þeirra bera með sér trúarlegan blæ. Slagverkssafn Gunnars Kristinssonar er víðfrægt og líklega einstætt á heimsvísu. Þegar við bætist Klais-orgel Hallgrímskirkju mætast tvö af voldugustu hljóðfærum íslands. Því má Ijóst vera að hér verður á ferð einstæð og fjölbreytt tónlistarupplifun. Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Gunnars, Ríkharður H. Friðriksson gítarleikari, Egill Ólafsson söngvari og Kirsten Galm orgelleikari. Miðasala Miðasalan fer fram á www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð. 10.-26. maí Listahátfð í Reykjavík QDOf- EB KAUPPiNQ REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL samsKiP 'fíaái****. D

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.