blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 20
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 bla6i6 íþróttirj ithrotlir@bladid.net SÆTI er arangur John Daly a motaroöinni í golfi vestanhafs. Daly er einn vinsælasti kylfingur bandarískur fyrir utan Tiger Woods en fyrst og fremst vegna skríls- láta og drykkjuskapar utan vallar. KÍLÓMETRA meðalhraði var | hraðasti hringur í spænsku I Formúlu 1 um daginn. Felipe @ Massa náöi þeim árangri annað skipti í röð. Skeytin ENDURTEKUR wm i g? STÆRSTI LEIKUR ARSINS LIVERPOOL - AC MILAN MIÐVIKUDAGINN 30. MAÍ r „ég er alltaf í L vinningsliðinu" J ? 'í URSLITALEIKURINNIMEISTARADEILD EVROPU er alltaf stórviöburður, en þessi verður örugglega sérstakur. Síðasti úrslitaleikur þessara liða var einhver sá drama- tískasti í manna minnum. Enginn vill missa af þessum. ' TJ obertoCarl- osaföllum AVreyndist hetjaReal Madrid um helgina þegar félagið marði sigur gegn Recreativo 3-2. Lék karlinn vel allan leikinn en samningur hans er að rennaútogverðurekki ; v endurnýjaður. Hver veit ^ ' nema hann fari annað en heim eins og hugur hans stóð til. Annar Brasilíumaður semhefurverið með annan fótinn í fótboltagröf- inni lengi er Rivaldo sem leildð hefúr með Olympiakos á Grikklandi. Þar hefúr hann hjálpað félaginu til þriggja meistaratitla á þremur árum en vill fara annað og þýsk félög eru áhugasöm. Upphæðir áborð við4o milljónir króna ávikuheyrast vegna markvarð- arins Gianluca Buffon en umrædd- arupphæðirfráAC Milan og Inter Milan heilla karl ógurlega. Hann er sem stendur á mála hjá Juventus en gárungar telja þann tíma senn liðinn. 5* Francesco Totti Roma Hinn fjölhæfi ítalski leiðtogi sem kannski þjáist einna helst af eiginhagsmunakomp- lex. Mörgum finnst hann frekur á boltann en sannleikurinn er sá að fáar sóknarað- gerðir Roma hefjast án þess að hann komi þar nærri. Frábær spyrnumaður með báðum fótum og er langmarkahæstur í ítölsku deildinni í vetur. 4. LionelMessi Barcelona Tíu mörk í leikjum Barcelona f vetur þrátt fyrir að vera mikið frá vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um hæfileika hans enda nóg að sjá hann taka sprett gegn hvaða and- stæðingum sem er og hafa yfirleitt betur. Nítján ára og er rétt að byrja. 3» Ronaldinho Barcelona Hefur nokkuð horfið í skuggann af sjálfum sér þessa leiktíðina en slæmur Ronaldinho er engu að síður með þeim betri í boltanum. Markahæstur í liðinu og á tólf stoðsendingar á félaga sína í vetur. Er augnakonfekt á tveimur fótum þegar sá gállinn er á honum en letilíf og eilíft djamm virðast vera að keyra áhugann niður. 2, Kaka AC Milan Spekingar hafa deilt í allan vetur um það hvor þeirra Kaka og Ronaldo sé betri leikmaður. Blaðið tekur þann pól í hæðina að setja Ronaldo ofar vegna þess að hann skorar mun meira og mörkin eru mikil- vægust í boltanum. En einnig er nokkuð óumdeilt að Kaka stóð sig betur í báðum viðureignum Milan og Manchester f Meistaradeildinni í vetur. Kaka er eldri og reynslumeiri en er að öðru leyti af nákvæm- lega sama meiði og Portúgalinn. 1. Cristiano Ronaldo Man. Utd. Alex Ferguson getur að miklu leyti þakkað Ronaldo frábært gengi liðs síns í vetur en strákurinn hefur oftar en einu sinni skorað sigurmörk í leikjum sem tvísýnir voru. Það er einmitt sá eiginleiki sem þarf til og Ronaldo hefur allt sem prýða má frábæran knatt- spyrnumann innan vallar og utan. Leikurinn er að sjálfsögðu á Lengjunni. Þú getur líka aukið spennuna enn meira og tekið Sénsinn og tippað í beinni. WWW. GETRAUUIR.IS Heilla áhugamenn sem aöra ■ Þungavigtarmenn fyrir liö sín Þetta er allt tiltölulega einfalt á blaði. Varnarmenn þurfa að vera sterkir og staðfastir. Miðjumenn útsjónarsamir og fylgnir sér og sóknarmenn fljótir og tæknilega frá- bærir og þurfa að pota tuðrunni inn nokkuð reglulega. En til að púslin falli öll á sinn stað þarf einnig skap- andi hugsun. Mann eða menn sem eru jafn eitraðir í hugsun og þeir eru með bolta á tánum. Menn sem geta upp á sitt eindæmi unnið leiki þegar liðsheildin er ekki að gera sig. Nú þegar leiktíðum er lokið víð- ast hvar í boltanum spá spekúlantar margir í hverjir hafa staðið sig best. Nokkrir listar spekinga hafa verið birtir yfir mest skapandi leikmenn í Evrópu þetta tímabil og eru þeir nokkuð sammála um menn ársins. 10. Ricardo Queresma Porto Einn af þremur Portúgölum sem fengið hafa viður- nefnið „næsti Figo“ af löndum sínum. Var einmitt keyptur til Barca um svipað leyti og Figo fór til Madrid en náði aldrei að sanna sig. Hélt heim á ný og hefur blómstrað með Porto síðan. Lykilmaður í liðinu og er ennþá aðeins 23 ára. Q. Diego WerderBremen Tveir nefndir sem vonarstjörnur Brasilíu í fram- tíðinni, Robinho hjá Real Madrid og Diego hjá Werder. Robinho er í ruglinu en stórlið á borð við Inter bjóða reglulega fúlgur fjár í Diego. Var kominn í aðallið Santos í heimalandi sínu sextán ára gamall og þykir ótrúlega séður. Margir þakka hreint ágætt gengi Werder honum enda sá eini sem fæðir framherja liðsins á stoðsendingum. 8. Juninho Lyon Pele hefur látið hafa eftir sér að væri Jun- inho fljótari væri hann einhver besti knatt- spyrnumaður fyrr og síðar. Gnótt hæfileika og aukaspyrnusérfræðingur af guðs náð en er vissulega nokkuð rólegur á sprettinum og heldur sig fyrir vikið oft aftar á vellinum en þurfa þykir. Margfalt meistaralið Lyon snýst kringum Juninho. J7* Cesc Fabregas Arsenal Orðinn stjarna undir stjórn Arsene Wenger á táningsaldri og bar byrðar sínar frábær- lega í hverjum risaleiknum á fætur öðrum. Tvítugur að aldri en með margra ára reynslupakka og er hvergi nærri fullvax- inn sem leikmaður. Útsjónarsamur með afbrigðum og skorar nokkur mörk sjálfur þegar vel árar. Ó. Xavi Barcelona Líklega sá eini í hópnum sem ekki fellur undir að vera tæknilegur snillingur en bætir það upp með hreinni orku og sigur- vilja. Nákvæm eftirmynd goðs síns Pep Guardiola sem einnig leiddi Barca lengi vel en teknískari og á mörg góð ár inni enn. Á mikinn þátt í flestum marka liðs síns. Hvaða knattspyrnumenn þykja mest skapandi eftir leiktíðina í vetur: Með töfra í tánum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.