blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 1
Skapandi umhverfi
Hulda Helgadóttir hönnuður _
býr í gömlu skipstjórahúsi ||lj
sem byggt var á þriðja tug Jljll
síðustu aldar. Hver hlutur á
heimilinu á sína sögu og /~vil
þeir koma víða að. iL' ' x
I tíu metra hæð
Aðalsteinn Guðmundsson
vinnur í 10 metra hæð en .
hann stjórnar krana og J
kann því vel. Hann finnur I
ekki fyrir lofthræðslu, en ]
óþægindum í miklum vindi. ]
Gerðu plötu í Kína
a Kvartett Sigurðar Flosasonar
og Jóels Pálssonar fagnar
útkomu geisladisksins
„Shanghai, China“ sem kom
út í Kína og er gefinn út í
minnst 10.000 eintökum.
SÉRBLAл
ORÐLAUS»
93. tölublað 3. árgangur
þriðjudagur
22. maí 2007
Karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot:
Braut ítrekað gegn
þroskaheftri dóttur
■ Dæmdur fyrir 16 árum en iét ekki segjast ■ Vægur dómur segja lögmenn
Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net
Roskinn karlmaður var í gær dæmdur í þriggja
ára fangelsi fyrir að hafa tvívegis haft samræði
við alvarlega þroskahefta dóttur sína. Héraðs-
dómur Norðurlands eystra dæmdi manninn
einnig til að greiða dóttur sinni 800 þúsund
krónur í miskabætur. Maðurinn var árið 1991
dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir kyn-
ferðisbrot gegn sömu stúlku.
Brotin tvö sem maðurinn er nú sakfelldur fyrir
áttu sér stað á heimili stúlkunnar í janúar síð-
astliðnum. Upp komst um brot mannsins þegar
bróðir stúlkunnar skynjaði að eitthvað furðulegt
var á seyði. Stúlkan tjáði þá bróður sínum hvað
faðir hennar hafði gert henni. I kjölfarið kallaði
hann á þroskaþjálfa sem fór ásamt stúlkunni á
neyðarmóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri þar sem tekin voru sýni úr leggöngum
hennar. Tæknideild lögreglustjórans á höfðuborg-
arsvæðinu taldi sýnin ásamt klúti sem stúlkan
hafði sett í nærbuxur sínar til að ekki læki sæði
í þær, nothæf til DNA-greiningar ef á þyrfti að
halda í málinu. Ákærði var kallaður til skýrslu-
töku daginn eftir þar sem hann neitaði allri sök
og kvaðst reiðubúinn til þess að gefa lífsýni til
þess að sanna sakleysi sitt. Degi síðar snerist föð-
urnum hugur og játaði hann þá brot sín.
Árið 1991 var maðurinn dæmdur í 15 mánaða
fangelsi fyrir að hafa ítrekað, að minnsta kosti 13
sinnum, haft samræði við sömu dóttur sína. Þar
sem 16 ár eru liðin frá því að fyrri dómurinn gegn
manninum var kveðinn upp hefur hann ekki ít-
rekunaráhrif. I dómnum kemur þó fram að litið
hafi verið til hans við ákvörðun refsingar. Það er
engu að síður álit lögmanna sem Blaðið leitaði til,
að dómurinn sé vægur miðað við alvarleika brots-
ins. Þeir sem til aðstæðna þekkja segja málið
vekja upp ýmsar spurningar. Meðal annars um
hversu greiðan aðgang maðurinn hafði að dóttur
sinni þrátt fyrir fyrri brot.
Gunnar Sólnes hæstaréttarlögmaður, skipaður
verjandi mannsins, segir að enn sé allt óákveðið
með áfrýjun og að umbjóðandi sinn muni nýta
sér lögboðinn frest til þess að ákveða það. Ekki
náðist í Sigríði Elsu Kjartansdóttur saksóknara
vegna málsins og réttargæslumaður stúlkunnar
vildi ekki tjá sig um málið.
Klámvæðing elur
af sér fleiri brot
Alls leituðu 266 einstaklingar hjálpar
Stígamóta í fyrra. Níu konur leituðu að-
stoðarvegna hópnauðganaog15konur
vegna meintrar lyfjanauðgunar. Sífellt
fleiri leita aðstoðar vegna mála sem
tengjast klámi.
FRÉTTIR »10
Ný ríkisstjórn
fyrir vikulok
Hlé var gert á fundum Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks síðdegis í gær en mál-
efnasamningur er á lokastigi. Tekist er
á um stóra málaflokka en Geir Haarde
telur góðar likur á að málið klárist jafn-
vel fyrir helgi. Geir staöfestir að farið sé
að ræða skiptingu ráðuneyta.
FRÉTTIR » 2
Heilsuhraust heima í heila öld
Það eru allar líkur á því að á Isafirði sé heimsmet slegið á hverjum degi. Herdís Albertsdóttir hefur búið í sama húsinu í 99 ár. Hún
er fædd í húsinu við Sundastræti 33 á Isafirði í nóvember árið 1908 og hefur búið þar síðan. Á dögunum bárust fréttir af manni
í Englandi sem búið hefur í sama húsinu í 96 ár og var það jafnvel talið heimsmet en svo er greinilega ekki. Herdís hefur alla tíð
verið heilsuhraust. Því til sönnunar hefur hún aðeins einu sinni þurft aö leggjast inn á sjúkrahús en það var síðastliðinn vetur. Þegar
hún var útskrifuð þaðan, 98 ára að aldri, var haft á orði að hún væri líklega elsti sjúklingurinn sem hefur verið útskrifaður af sjúkra-
húsinu á ísafirði og þótt víðar væri leitað. Það skildi þó aldrei vera að Herdís eigi tvö heimsmet.
Þriðjudagstilboi
Úr kjötborði
Kjötfars
421 kr.
kílóið
Opið alla daga frá kl. 10.-20
S?T ?
Bæjariind 1 - Sími 544 4510
Trúðslæti í
dýragarðinum
Oft er sagt að skemmtanabran-
sinn sé með eindæmum erfiður því
áhorfendur eru oft æði kröfuharðir.
En þýski trúðurinn Christina Peter á
ærið starf fyrir höndum því hún hefur
verið ráðin til starfa hjá dýragarði,
þar sem hún vinnur við að skemmta
öpunum í garðinum.
Forsvarsmenn dýragarðsins
brugðu á þetta ráð þegar dýralæknar
bentu þeim á að aparnir eru árás-
argjarnir og oftar veikir þegar þeim
leiðist.
Christina segist nota ýmsar leiðir
til að hafa ofan af fyrir öþunum. Hún
fer í leiki og býr til gátur fyrir þá, þar
sem hún styðst við hluti eins og fót-
bolta, plastpoka og viðarkubba. Hún
er mjög ánægð með starfið því með
þessu segist hún vera að stuðla að
vellíðan dýranna.
Kaffihús Krónur
Mokka 300
Prikið 330
Súfistinn 350
Amokka 350
Lóuhreiður 350
Mílanó 410
Verö á völdum kaffihúsum
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
Wm USD 63,13 -0,45 ▼
GBP 124,31 -0,65 ▼
5S DKK 11,40 -0,75 ▼
• JPY 0,52 -0,70 ▼
■H EUR 84,98 -0,72 ▼
GENGISVÍSITALA 115,08 -0,65 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 8.055,63 0,8 A
VEÐRID Í DAG
VEÐUR » 2
QMarcð
Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16
Reykjavík simi: 533 3500 - Akureyri sími: 462 3504
Egilsstaðir: sími: 471 2954
Heilsurúm - dýnur - gjafavara - svefnsófar - stólar - sófar - grjónapúðar