blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 18
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007
blaðið
ferði
m
ferdir@bladid.net
Utrunnið?
Nú fer í hönd mikið ferðatímabil og vissara að hafa öll smáatriðin á
hreinu. Vegabréfið er eitt af því sem þarf að vera í lagi og því ekki úr
vegi að kanna tímanlega hvort það er nokkuð útrunnið. Það getur tekið
nokkra daga að endurnýja það og því ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Vel tryggð
Það er alltaf gott að vera vel tryggður á ferðalögum því það er
aldrei að vita hvað getur gerst. Oft er trygging innifalin ef ferð
er greidd með kreditkorti en gott er að kanna nákvæmlega
hvað felst í slíkri tryggingu.
Wánast ókeypis
Þrátt fyrir aö flestir hafi gaman af
ferðalögum á milli landa þá geta
þau verið heldur dýr, sérstaklega
ef um er að ræða stóra fjölskyldu.
Flugið eitt og sér kostar sitt að
ógleymdu hótelverðinu sem jafnan
er stór hluti verðsins. Sífellt fleiri
kjósa að sleppa þeim kostnaði en
skipta á heimili við aðra í svipuðum
sporum. Þetta er til dæmis hægt
á heimasíðunni lntervac.com en á
síðunni má finna heimili víðs vegar
um heim og því ekki erfitt að finna
eitthvað við sitt hæfi. Eini kostnað-
urinn er vægt árgjald en gistingin
sjálf er ókeypis, enda hreinlega
verið að skiptast á heimilum.
Mun fleiri kostir
Áhættan við slík skipti ætti að vera
í lágmarki þar sem báðir aðilar
eru í sömu sporum, að treysta
ókunnugum fyrir heimilum sínum.
Kostirnir eru mun fleiri enda hægt
að ferðast út um allan heim og
kostnaðurinn er töluvert minni
en ella. Heimilum á skrá er raðað
eftir staðsetningu og stærð auk
þess sem hægt er að sjá myndir af
sumum heimilum. í sumum tilfellum
er bíll látinn fylgja með sem gerir
kostnaðinn enn minni. Á þennan
hátt verður ferðalagið mun persónu-
legra og skemmtilegra en ef búið er
á köldu hóteli.
Cóð ráð og gagnlegar upplýsingar
um heita vatnið
www.stillumhitann.is
Auglýsingasíminn er
510 3744
Guðmundur Þ. Jónsson: ..Eflingar- ferdirnar hafa heppnast vel í gegnum tiöina, fólk er ánægt með þær og Slaöid/RiynjorOtítiti
kemur aftur og aftur."
Eflingarferðirnar svokölluðu eru ætíð vinsælar
Seljast nær alltaf upp
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd.
svanhvit@bladid.net
Á hverju sumri býður stéttarfélag-
ið Efling upp á vinsælar utanlands-
ferðir sem seljast jafnan upp á
fyrstu dögunum. í ár seldust ferð-
irnar upp nær samstundis enda
höfðu áhugasamir staðið í biðröð
frá sex um morguninn. Guðmund-
ur Þ. Jónsson, i. varaformaður Efl-
ingar, segir að um hundrað manns
á ári fari í þessar vinsælu ferðir.
„Almennt hafa þessar ferðir verið
vel sóttar en ég hugsa að ferðin í
sumar sé sérstök enda virðist mér
sem mestur áhugi hafi verið fyrir
henni. Við förum hringinn í kring-
um finnska flóann, byrjum á því
að fljúga til Helsinki þar sem við
stoppum í tvo daga. Þaðan för-
um við til Sankti Pétursborgar og
þremur dögum síðar förum við til
Tallinn.“
Skemmtileg stemning í hópnum
Guðmundur segir að farið hafi
verið í utanlandsferðir á vegum Efl-
ingar allt frá því Efling var stofnuð.
„Þetta var líka hefð hjá félögunum
sem stóðu að Eflingu en við förum
jafnan tvær ferðir á sumri; einn hóp-
ur kemur heim og annar fer út í stað-
inn. Það hefur yfirleitt verið uppselt
í ferðirnar þótt ekki hafi alltaf verið
svona mikil aðsókn. Ferðirnar hafa
heppnast vel í gegnum tíðina, fólk er
ánægt með þær og kemur aftur og
aftur. Að hluta til er þetta því sama
fólkið í ferðunum en vitanlega er
alltaf einhver endurnýjun í hópnum,
eins og gengur og gerist. Það mynd-
ast líka alltaf skemmtileg stemning
í hópnum og allir verða vinir,“ segir
Guðmundur en það eru helst félags-
menn sem sækja í ferðirnar auk
maka eða vina. „Það er fólk á öllum
aldri sem sækir í Eflingarferðirnar
en helst miðaldra fólk. Við erum
reyndar líka með ferðir fyrir eldri
félagsmenn, fjögurra vikna ferðir
til sólarlanda sem eru sérstaklega
sniðnar fyrir þann hóp.“
„Að hluta til er þetta því
sama fólkið í ferðunum en
vitanlega er alltaf einhver
endumýjun í hópnum,
eins og gengur og gerist.
Það myndast líka alltaf
skemmtileg stemning í
hópnum og allir verða
vinir"
Ferðast líka innanlands
Guðmundur talar um að ferðir Efling-
ar séu ódýrari en allajafna vegna þess
að Efling greiðir þær að einhverju
leyti niður. „Það er mjög víða sem
við höfum drepið niður fæti í þess-
um ferðum, Gardavatn, Feneyjar,
Hjaltlandseyjar og víðar um Evrópu.
Það er mikið ferðast um í rútum
og stundum eru þetta ansi drjúgar
dagleiðir en það er alltaf stoppað
einhvers staðar," segir Guðmundur
og bætir við að svona ferðir séu hluti
af orlofsdagskrá Eflingar. „Við för-
um ekki bara í utanlandsferðir því
við ferðumst líka um ísland. 1 fyrra
fórum við á Strandirnar og gistum í
Djúpavík í þrjár nætur. Það var mjög
vinsæl ferð, aðsóknin var það mikil
að við ætlum að endurtaka hana í
sumar og það er þegar orðið uppselt
í hana. Auk ferðarinnar á Strandir
förum við á Vatnsnes og Skaga en
það eru nokkur sæti laus í þá ferð,“
segir Guðmundur að lokum en itrek-
ar að þessum vinsælu ferðum verður
haldið áfram. „Við erum strax farin
að hugsa um áfangastað fyrir næsta
sumar en gefum það ekki upp fyrr
en þar að kemur.“
Tónlist víðs vegar um Evrópu
Sumrin eru sennilega skemmti-
legasti tími tónlistarunnenda enda
sjaldan sem er eins auðvelt að kom-
ast í návígi við góða tónlist. Víðs veg-
ar um Evrópu eru haldnar tónlistar-
hátíðir og ef vel er að gáð má finna
nokkrar hátíðir í hverjum mánuði.
Enda myndu sumir halda því fram
að besti staðurinn til að hlýða á fal-
lega tónlist sé einmitt úti í náttúr-
unni, umvafinn öðrum unnendum
tónlistar. Hér er stiklað á stóru og
aðeins örfáar hátíðir nefndar en auk
þessara má nefna Glastonbury-há-
tíðina, Electric Picnic á írlandi, ío
days off í Belgíu og fleiri.
Hróarskelduhátíðin
5.-8. júlí, Danmörk
Flestir kannast við Hróarskeldu-
hátíðina en þessi fjögurra daga hátíð
hefur verið sérstaklega vinsæl und-
anfarin ár, ekki síst hjá íslenskum
tónlistarunnendum. Á hátíðinni í ár
má sjá okkar einu sönnu Björk, Base-
ment Jaxx, The Who, Arctic Mon-
keys, Beastie Boys og marga, marga
fleiri. Fyrir þá sem hafa aldrei far-
ið á Hróarskelduhátíðina er ekki
seinna vænna að skella sér. Það er
skylda fyrir alla tónlistarunnendur
eða bara þá sem kunna vel að meta
góða útilegu með skemmtilegri tón-
list og enn skemmtilegra fólki.
Exit-hátíðin
12-15. júlí, Serbía
Það hafa eflaust ekki margir Is-
lendingar ferðast alla leið til Serbíu
á Exit-hátíðina en sú hátíð var fyrst
haldin árið 2000 sem mótmæli gegn
stjórn Milosevic. Hátíðin er orðin ár-
legur viðburður sem rúmlega 400
þúsund manns sækja. Exit hreykir
sér af því að vera pólitísk hátíð en í
ár koma þar fram Beastie Boys, Wu-
Tang Clan, Robert Plant, Lauryn
Hill, Snoop Dogg og fleiri.
Montreux-jasshátíðin
6. -21. júlí, Sviss
Það eru ekki bara unnendur
rokks og popps sem sækja tónlistar-
hátíðir því djasshátíðin í Montreux
hefur verið haldin síðan árið 1967.
Á hátíðinni eru margir minni tón-
leikar víðsvegar í kringum vatnið
en þar troða upp Norah Jones, Van
Morrison, Rufus Wainwright, Sal-
omon Burke og fleiri.
Bestival
7. -9. september, Bretland
Bestival er tiltölulega ný hátíð
sem hefur samt sem áður fest sig í
sessi. Kannski ekki að furða enda
margt áhugavert sem þar má finna,
utan tónlistar. Þar á meðal er litrík-
ur Bollywood-bar, uppblásin Veg-
as-kirkja, hof fyrir mæður og svo
mætti lengi telja. Ekki er búið að
tilkynna um hvert þemað verður í
ár en glöggir menn muna eftir þeg-
ar gestir Bestival komust í Heims-
metabók Guinness þegar tíu þúsund
manns gengu saman, allir klæddir
sem kúrekar og indíánar. í ár munu
Chemical Brothers, Gossip, Primal
Scream og margir fleiri troða upp á
Bestival.