blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 22.05.2007, Blaðsíða 7
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 7 Karp um erlent vinnuaíl: Verktaki sýknaöur Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru um að hafa haft erlenda verkamenn í vinnu hjá sér án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Þá var kæru þar sem sama manni var gefið að sök að hafa ráðist á lögregluþjón með því að kasta í hann síma vís- að frá. Meint brot mannsins áttu að hafa átt sér stað á fyrri hluta ársins 2005. Áæruvaldið, íslenska ríkið, var auk þess dæmt til þess að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda auk ferðakostnaðar. Slys i Kópavogslaug: Pilturinn enn Þungt haldinn Pilturinn sem fannst með- vitundarlaus á botni Kópa- vogslaugar í síðasta mánuði er laus úr öndunarvél og kominn af gjörgæslu. Hann er þó enn þungt haldinn og liggur á Barnaspítala Hringsins. Drengurinn var i skólasundi Snælandssóla er slysið átti sér stað, en hann er þar í 10. bekk. Gervitungl við eftirlit Landhelgisgæslan hefur gert samning við erlenda aðila um kerfisbundna töku gervitungla- mynda af hafsvæðinu umhverfis landið. Verða myndirnar nýttar til að skipuleggja hefðbundið eftirlit með varðskipum og loft- förum og styðja við það. Land- helgisgæslan hefur undanfarin ár gert tilraunir með notkun ratsjárgervitunglamynda við skipulagningu eftirlitsins. Gervitunglamyndirnar munu einnig nýtast á úthafs- veiðisvæðum og fyrirhugar Landhelgisgæslan náið samstarf við Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðiráðið í sumar við úrvinnslu gervitunglamyndanna. Icebank og Arev: Stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Ice- bank hafa stofnað nýjan einkafjár- magnssjóð, Arev Ni. Sjóðurinn mun hafa allt að þrjá milljarða króna til umráða til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum. „Arev N1 er eini sjóðurinn með þessu sniði hér á landi sem fjárfest- ir í neytendavörufyrirtækjum en þetta fyrirkomulag er þekkt í öðr- um geirum atvinnulífsins", segir í fr éttatilkynningu. Arev verðbréf mun sjá um ráðgjöf og eignastýringu en þar býr tals- verð þekking og reynsla á sviði greiningar og reksturs smásölu- fyrirtækja. „Við leggjum sérstaka áherslu á virka þátttöku, stefnu- mótun og innleiðingu og störfum náið með stjómendum þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. Avinningur fyrirtækjanna er því ekki einungis íjármagn heldur líka aðgangur að sérfræðiþekkingu og reynslu,“ segir Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev verðbréfa. Elín segir fjárfestingarmöguleika vera marga í þessum geira en jafn- an verður um að ræða fyrirtæki sem hyggja á breytingar eða sjá fram á mikinn vöxt og þurfa því aukið fjármagn. Sá eini sinnar tegundar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrii tækjasviös lcebank, og Etín Jónsdó ir, framkvæmdastjóri Arev verðbrét Psfát’ GLÆSILEGl SUNDFÖTL verj? ** - ^ / ■^óirróffí , 'tA&eð && "fc -.....J Vildarklúbbur Það er ótrúlegt hvað þau eru tilbúin að ganga langt til að fanga athygli ykkar. Ekki láta þau ganga lengra KYNNTU ÞÉR KOSTI VILDARKLÚBBS ICELANDAIR. Þú safnar Vildarpunktum (viðskiptum við lcelandair, Flugfélag íslands, hjá lcelandair hótelunum og öðrum samstarfsaðilum Vildarklúbbs lcelandair. • Þú notar Vildarpunktana þlna til þess að fara út I heim I áætlunarflugi lcelandair - börn að 16 ára aldri fljúga á helmingspunktum. • Þú notar Vildarpunktana til greiðslu fyrir gistingu á yfir 100 hótelum víðs vegar um heim og fyrir bllaleigublla. • Félagar I Vildarklúbbi lcelandair safna að meðaltali á hverju ári Vildarpunktum sem samsvara greiðslu fyrir flugfari til Evrópu með lcelandair. • Þú getur notað Vildarpunktana þína sem greiðslu að hluta fyrir flugfar og greitt afganginn með peningum. WWW.ICELANDAIR.IS ÍSLENSKA SIA.IS ICE 37612 05/07

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.