blaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 11
blaðið Ísland-Palestína: Ráðist á sjálfboðaliða Kona sem er sjálfboðaliði á vegum félagsins Ísland-Pal- estína varð fyrir barsmíðum í árás landtökumanna á alþjóð- lega sjálfboðaliða í Palestínu í sunnudaginn. Var sparkað í maga hennar og grískur félagi hennar fékk heilahristing eftir að grjóti var kastað í höfuð hans. Ortrud Gessler Guðnason er þýskur ríkisborgari en er búsett hér á landi. Hún starfar við mann- úðarmál í Hebron, meðal annars við að fylgja börnum í skólann gegnum vegatálma og hindranir landtökufólks og ísraelska her- námsliðsins. Það voru unglingar úr röðum landtökufólks sem réðust á Ortrud og félaga hennar. Um 700 ísraelskir land- tökumenn búa í Hebron, innun um 120 þúsund pal- estínska íbúa borgarinnar. Líbanon: Vilja vopnahlé Bardagar milli líbanska stjórnarhersins og Fatah al-Islam-samtakanna við Nahr al-Bared-flóttamannabúðirnar nærri Tripoli héldu áfram í gærmorgun, en uppreisnarmenn boðuðu vopnahlé um miðjan dag í gær meið þeim skilyrðum að stjórnarherinn leggi niður vopn. Þá sprungu einnig sprengjur í höfuðborginni Beirút í fyrri- nótt og slösuðust sex manns. Yfir 50 manns hafa látist í átök- unum sem staðið hafa yfir frá því á sunnudag. Mannréttindasam- tök höfðu hvatt til þess að gert verði vopnahlé til að hægt verði að flytja neyðarbirgðir í búðirnar. Viðskiptaráðherra Líbanons sagði í fyrradag að hann grunaði stjórnvöld í Sýrlandi um að standa að bald árásunum, með það að markmiði að veikja lýð- ræðislega kjörna stjórn Líbanons. Bashar Jaafari, sendiherra Sýr- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, þvertók fyrir að Sýrlendingar hefðu nokkur tengsl við Fatah al-Islam, sem talin eru tengjast al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum. ■ IM ' - Verð frá 2.790 þús. Kíktu á suzukibilar.is $SUZUKI ...er lífsstiil! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. LEHHN AÐ HTUNUM I-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.