blaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 17
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 25 .
r: V',
U *’TÖ. v
^3)
’ s\P
menning@bladid.net
Dýrin i Hálsaskógi
Leikhópurinn Lotta frumsýnir barnaleikritið Dýrin í
Hálsaskógi, hvítasunnudaginn 27. maí. Sýningin fer
fram í Elliðaárdalnum og er ætluð börnum og ungu
fólki á öllum aldri.
Góðar viðtókur
Cortes, plata Garðars Thórs Cortes, er enn mest selda klassíska
platan í Bretlandi og kom í verslanir á íslandi í síðustu viku. í sept-
ember eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar hjá Garðari en þeir verða
haldnir I Barbican Centre í London 26. september.
Daglegt líf í árdaga bæjarins
Eftir Hlldi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Bókasafn Kópavogs hefur gefið út
bók með samsafni minninga fólks
víða að úr bænum. Þau Hrafn
Andrés Harðarson forstöðumað-
ur og Inga Kristjánsdóttir barna-
bókavörður höfðu veg og vanda af
útgáfu bókarinnar, sem kom út í
síðustu viku.
„Þetta kom þannig til að Kópa-
vogsbær var að halda upp á 50 ára
afmæli sitt árið 2005 og við hérna
á bókasafninu ákváðum að okkur
langaði til að gera eitthvað svona
til hátíðabrigða. Þá kom þessi hug-
mynd upp,“ útskýrir Inga. „Við
auglýstum eftir minningum Kópa-
vogsbúa í blöðunum og fengum
ágætis viðbrögð. Sumir komu til
okkar með greinar sem þeir höfðu
skrifað sjálfir heima hjá sér, aðrir
komu og skrifuðu minningarnar
sínar hérna á Bókasafninu hjá
okkur og sumir sögðu okkur sög-
ur sem við skrifuðum niður. Við
söfnuðum öllu saman í möppu
hérna þannig að fólk gæti lesið
það sem aðrir hefðu skrifað og ef
til vill bætt í sjálft, en um síðustu
áramót var mappan orðin svo væn
og uppfull af góðum minningum
að okkur fannst við verða að gera
eitthvað við efnið og gefa það út.“
Inga segist ekki vita til þess að
þessi hugmynd eigi sér fyrirmynd
annars staðar. „Þetta var bara hug-
myndin okkar hérna á safninu og
við unnum alfarið að þessu sjálf.
Það tók vissulega siníi tíma, enda
erum við öll hér í okkar föstu vinnu
og þetta var aukaverkefni sem við
unnum að hluta til heima hjá okkur,
en við þurftum að lesa allar grein-
arnar yfir og koma þeim fyrir.“
Fólk sem skrifar greinarnar er að
sögn Ingu flest í eldri kantinum og
gefur bókin því góða innsýn í lífið
í bænum í árdaga hans. „Þetta eru
að stórum hluta sögur úr daglega
lífinu og margir segja frá því þegar
þeir fengu blett hérna í Kópavogi
vegna mikils húsnæðisvanda í
Reykjavík. Fólk fékk gjarnan blett
hér um miðja síðustu öíd og byrjaði
að ryðja hann og byggja kofa. Svo
voru allavega hús byggð út frá kof-
anum. Á þessum tíma var nokkuð
algengt að fólk væri með hænur
auk þess sem sumir voru með fjós,
ekki síst í Fossvogsdalnum. Ég
man einmitt vel eftir því sjálf þegar
ég flutti hingað ung manneskja en
þá voru hér bæði hestar og kýr. Svo
má geta þess að í bókinni er líka
bréf sem maður einn skrifaði syni
sínum árið 1951, þar sem hann seg-
ir frá því að hann hafi fengið blett í
Kópavogi með kofa sem var tveir og
hálfur sinnum þrír metrar að þver-
máli og það var allt og sumt, og kost-
aði 3000 krónur. Þannig að það sést
glögglega að margt hefur breyst í
Kópavogi á hálfri öld.“
Bókin er afar fræðandi fyrir ungt
fólk sem þekkir til í Kópavogi, enda
er í flestum tilfellum sagt frá því á
hvaða svæði sögurnar gerast. „Flest
götunöfnin hafa haldið sér en þar
sem þeim hefur verið breytt er það
tekið fram í bókinni þannig að fólk
geti áttað sig. Svo eru líka sumir
sem lýsa framkvæmdum og bygg-
ingu húsa sem enn eru til. Einn
talar til dæmis um það að hann
vildi hafa kjallara undir húsinu en
lurRúnarúuömundsson
lenti þá á klöpp sem hann varð að
berja með hamri og meitli til að
hægt væri að ná honum, enda var
ekki hægt að sprengja og það voru
engar loftpressur. Svo er annar sem
lýsir því hvernig hann steypti stórt
og mikið hús. Steypan var hrærð
á palli og síðan halað upp í fötum.
Það hús stendur enn þá við Þing-
hólsbraut 13,“ segir Inga.
Bókin er nýkomin út og er að-
gengileg á bókasafninu. „Þó nokkr-
ir hafa komið hingað og kíkt í bók-
ina og haft mjög gaman af. Það
er aldrei að vita nema hún verði í
nánustu framtíð seld í bókabúðinni
við Hamraborg, en það fer bara eft-
ir því hvernig eftirspurnin verður,“
segir Inga að lokum.
Hreint hljóð
lcelandic Sound Company spilar
í Hallgrímskirkju klukkan 20 í
kvöld, en hljómsveitin einbeitir
sér að tónlist sem hefur hreint
hljóð að sinni þungamiðju. í því
skyni notast hún við hljóðfæri
eins og gong og tamtam ásamt
öðrum ásláttarhljóðfærum
og rafgítar. Ekki er einungis
leikið á hljóðfærin ein og sér
heldur er hljóðið leitt f gegnum
hljóðbreytitæki sem móta hljóð
þeirra enn frekar. Á þessum tón-
leikum koma svo saman tvö af
voldugustu hljóðfærum íslands,
Klais-orgel Hallgrímskirkju og
slagverkssafn Gunnars Kristins-
sonar.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum
Listahátíðar í Reykjavík 2007.
Leiðsögn á
Kjarvalsstöðum
Hönnuðir og arkitektar, sem
eiga verk á sýningunni Magma/
Kvika á Kjarvalsstöðum, taka
þátt í 20 mínútna hádegisleið-
sögn þar sem fjallað er um verk
þeirra og feril, alla fimmtudaga
klukkan 12. Fyrsttil að kynna
verk sitt er arkitektinn Theresa
Himmer sem starfar hjá Studio
Granda. Verk hennar á sýn-
ingunni er hinn athyglisverði
pallíettufoss sem teygir sig eftir
langvegg kaffiteríunnar.
Frítt er í safnið á fimmtudögum
og opið daglega frá 10 til 17.
A íslenskri menningar-
hátíð í Frakklandi
Kammerkór Suðurlands ásamt
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng-
konu og Gunnari Þórðarsyni
tónskáldi heldur til Frakklands
núna í byrjun júní og tekur þar
þátt í íslenskri menningarhátíð.
Hátíðin samanstendur af tón-
leikum og hátíðarhöldum í Als-
ace-héraði og mun kórinn meðal
annars halda tónleika í kirkju
heilags Tómasar í Strasborg.
Frönsk-íslensk samtök að nafni
Alsace-Islande halda þessa hátíð
árlega, en þetta er í fyrsta skipti
sem Kammerkór Suðurlands tek-
ur þátt. Diddú hefur hins vegar
verið þar árlegur gestur síðan
hún fór fyrst á hátíðina með Skál-
holtskórnum árið 1998.
Gunnar Þórðarson hefur sam-
ið nýtt verk fyrir kórinn, Ave
Maria, sem er fyrir kór og ein-
söngvara og verður það frum-
flutt á tónleikum í Þorlákshöfn
í næstu viku í tilefni af ferðinni
til Frakklands.
Kammerkór Suðurlands held-
ur upp á 10 ára starfsafmæli á
þessu ári og er stjórnandi hans
Hilmar Örn Agnarsson, tónlist-
arstjóri í Skálholti, sem stofnaði
kórinn árið 1997 og hefur stýrt
honum allar götur síðan.
blaöi
á laugardögum
Auglýsingasíminn er
510 3744