blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 15
blaðið
FðSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 15
Margt óljóst hjá nýrri
Fyrr í dag [miðvikudag] kynntu
formenn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar. Geir Haarde gaf ríkis-
stjórninni nafnið Þingvallastjórn!
Það er athyglisvert að reynt er að
gefa stjórninni þetta nafn, sem er
beinlínis beint gegn öðru nafni sem
þessi stjórn fékk strax í upphafi. Það
nafn var Baugsstjórn en það er greini-
legt að stjórnarflokkarnir eiga erfitt
með að þola þá nafngift. Það að nefna
stjórnina Þingvallastjórn finnst mér
hálf hrokafullt. Þingvellir eru einfald-
lega helgur staður þjóðarinnar og
mér finnst ekki viðeigandi að nota
það heiti þó svo að skrifað hafi verið
undir stjórnarsáttmálann og hann
kynntur á Þingvöllum. Má ég biðja
um annað nafn til að yfirtóna heitið
Baugsstjórn.
Baksamkomulag?
Það er athyglisvert að stjórnarsátt-
málinn er gróft yfirlit yfir stefnumið
nýrrar ríkisstjórnar, en flokkarnir
eiga alveg eftir að útfæra hvernig ein-
stök stefnumið verða framkvæmd.
Þó berast fregnir af því hvernig á að
útfæra einstök mál, sem þó var ekki
gerð grein fyrir á Þingvöllum. Sömu
fregnir herma að formenn stjórn-
arflokkanna hafi gengið frá bak-
samkomulagi um einstök atriði, en
ekki hafi verið gerð grein fyrir því á
fundum stofnana flokkanna í gær. Ef
það er rétt, þá er augljóst að ýmislegt
á eftir að ganga á innan flokkanna
þegar að framkvæmd einstakra mála
kemur.
Hveitibrauðsdagar
Eitt af því sem ég hef fengið stað-
festar fregnir af úr baksamkomulag-
inu er það að íbúðalánasjóður fari
úr forsjá félagsmálaráðuneytis og til
fjármálaráðuneytis. Hins vegar fari
félagsmálaráðuneytið með einhverja
félagslega þætti húsnæðismála. Ef
Það eru
spennandi
tímar
framundan
Umrœðan
Magnús Stefánsson
þetta reynist rétt, þá hefur Sjálfstæðis-
flokkur fengið í gegn það baráttumál
sitt og bankanna að breyta íbúðalána-
kerfinu til einkavæðingar. Ég trúi
ekki fyrr en ég tek á því að Jóhanna
Sigurðardóttir og fleira fólk í Sam-
Verð frá 2.790 þús.
Kíktu á suzukibilar.is
$ SUZUKI
...er lífsstíll!
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17. Sími 568 5100.
Athugasemd
frá Jóni
Sigurðssyni
Ég tók það skýrt fram á fjölmiðla-
fundi Framsóknarflokksins í gær-
morgun að ákvörðun um afsögn
mína úr formannsstóli í Framsókn-
arflokknum var ekki tekin endan-
lega fyrr en síðdegis daginn áður,
þriðjudaginn 22. maí, eftir samtöl
við allmargaforystumennogtrúnað-
armenn í flokknum. Þessi ákvörðun
hafði mótast á þeim tíma sem lið-
inn var frá alþingiskosningunum,
en ég taldi mig ekki geta tekið slíka
ákvörðun án samráðs og viðtala
við marga flokksmenn, enda ekki
Fyrrum
formaður
Framsóknar-
flokksins.
Jón
Sigurðsson
um einkamál að ræða. Þetta réð
svörum mínum við spurningum
fjölmiðlafólks, en viðurkennt skal
að þeir gengu hart að mér og kröfð-
ust í raun ákvörðunar sem ég taldi
mér ekki heimila fyrr.
Ummæli í Blaðinu fimmtudaginn
24. maí um að ég hafi sagt ósatt að
ég ætlaði „heim í ma® eru misskiln-
ingur. Ég ætlaði mér einmitt á þeirri
stundu að skjótast heim og fá mér
örskotsbita en halda síðan störfum
dagsins áfram.
Vonandi eyðir þetta misskilningi
um tilsvör mín, að ekki var um
ósannindi að ræða.
ríkisstjórn
fylkingunni taki þátt í þessum leik.
Það verður hins vegar að koma í ljós
og verður gengið hart eftir frekari
upplýsingum um hvað er rétt í þessu.
Framundan er tímabil náðugra daga
nýrra ráðherra, hveitibrauðsdagar.
Það er út af fyrir sig ágætt því nýtt
fólk í ráðherraembættum þarf eðli-
lega nokkurn tíma til að setja sig inn
í mál og undirbúa framkvæmd stjórn-
arstefnunnar. Það er hins vegar ljóst
að útfærsla ýmissa mála er eftir og
þá mun reyna á samstarfið. Það eru
spennandi tímar framundan.
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokksins
Greinin ertekin af www.magnuss.is
Hrokafullt „Það að nefna stjornina Þmgvalta- ;
stjórn finnst mér hálf hrokafullt. Þingvellir eru t
einfaldlega helgur staður þjóðarinnar. “
TÆKIFÆRI
SMÁAUGLYSINGAR
blaöiö