blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 33
blaðið
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 33
Tónleikar í Austurbæ
Jeff Buckley Tribute 2007 verður haldið í Austurbæ þann 29. maí næstkomandi en hljómsveit skipuð 11 hljóðfæraleikurum og 6 söngvurum flytur
gestum helstu lög Buckleys. Þetta er í annað sinn sem tónleikar eru haldnir Buckley til heiðurs en nú eru 10 ár síðan þessi merki tónlistarmaður féll
sviplega frá. Áhugasamir geta skráð sig sem vin á www.myspace.com/manzproduction og eiga þá möguleika á að vinna miða á tónleikana ásamt
aðgangi að teiti sem haldið verður eftir konsertinn.
Skoðanaskiptin
Að þessu sinni svara spurningum þau Bjartmar Þórðarson leikari og Rakel Magnúsdóttir, önnur af Hara-systrum. Bjartmar
hefur tekið þátt í undankeppni Eurovision en það er einmitt draumur Rakelar að fá að taka þátt í Eurovision fyrir hönd íslands.
Þau eiga það sameiginlegt að dreyma um fullkominn heim þar sem friður ríkir og allir eru hamingjusamir.
Nafn: Bjartmar Þorðarson
Aldur: 27 ára
Hjúskaparstaða: í sambúð
Starf/menntun: Leikari
og starfa sem alhliða
listamaður; leik, syng og
kóreógrafa.
Bók: Það eru tvær bækur sem hafa haft mikil áhrif á mig. Önnur er Gylt-
ing og hin Papillion.
Kvikmynd: Er mikifl kvikmyndaunnandi og er sérstaklega hrifinn af hryll-
ingsmyndum. Ein flottasta kvikmynd allra tlma erThe Shining og ég get
horft á hana aftur og aftur.
Skemmtistaður: Fer mest á Q-bar.
Staður í veröldinni: Istanbúl finnst mér frábær borg. Hún er New York
austursins þar sem austur og vestur mætast. Staður sem mig langar að
heimsækja er Galapagoseyjar og mig dreymir um að fara þangað.
Fyrirmyndir: Ég reyni að hanna lífið eftir eigin höfði.
Draumurinn: Að geta lifað af listinni og sinnt fjölbreyttum verkefnum.
Hamingjan felst í: Að hafa góða heilsu og gott fólk í kringum sig en ekki
I efnislegum hlutum. Hamingjan felst líka í að hafa frelsi til að eltast við
það sem mig langar til að gera hverju sinni.
Island er: Mjög furðuleg blanda af þvf að vera æðislegt og pirrandi. Slðan
er bæði kostur og galli hversu lítið samfélagið er.
Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Ég myndi vilja hafa yfirnáttúrulega
græðandi hæfileika.
Uppáhaldstími dagsins: Ég er skelfilegur á morgnana þannig að kvöldin
eru minn uppáhaldstími.
Hundur eða köttur: Þar sem ég er með kattaofnæmi verð ég að segja
hundar.
Bjór eða vín: Bæði, bara ekki í einu.
Inni eða úti: Á Islandi er ég meiri innimanneskja þar sem ég er svo mikil
kuldaskræfa en ég er annars mikið fyrir útiveru. En þegar ég er úti á
Islandi vil ég helst vera í kraftgalla.
Hægt eða hratt: Bara bæði í bland. Ég er mikið fyrir aksjón og á það til að
koma mér í mörg verkefni í einu en síðan finnst mér mjög gott að slappa
vel af inni á milli.
Hvað erfyndið? Lífið eins og það leggur sig.
Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim tii að búa í, hvernig væri hann þá?
Það væri umburðarlyndari heimur þar sem engin stríð geisa og allir fá
nóg að borða.
Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð?
Þeir eru miklu fleiri en þrír. Ég ætla allavega að gefa út plötuna sem ég
er að vinna að. Ég stefni á að koma henni út fljótlega. Síðan langar mig
að skrifa bók. Er þó ekki byrjaður. Síðan ætla ég að komast að tíu öðru
sem mig langar að gera og ég nefni það sem þriðja hlutinn.
Snyrtibuddan
Nafn: Rakel Magnúsdóttir
Aldur: 28 árs
Hjúskaparstaða: Ég er gift
og á eina litla stelpu
Starf/menntun: Kennari og
skemmtikraftur
Bók: Kryddlegin hjörtu.
Kvikmynd: Það er langt síðan ég sá hana fyrst en Dirty Dancing hafði
mikil áhrif á mig á sínum tíma. Ég þarf að horfa á hana aftur og athuga
hvort mér finnst hún eins góð. Síðan sá ég nýlega myndina The Secret
og ég varð fyrir miklum áhrifum af þeirri mynd.
Skemmtistaður: Brasilískí dansstaðurinn á Kanaríeyjum stendur upp úr.
Ég myndi vilja finna þannig stað hér á landi.
Staður i veröldinni: Mont St. Michelle í Frakklandi er yndislegur staður
og stendur alveg upp úr. Það er alger upplifun að koma þangað og ég
myndi vilja fara þangað aftur. Þar er klaustur sem byggt er á klettum
og þegar það er flóð þá flæðir yfir veginn svo að þorpið er nánast eyja
með litlum hlykkjóttum götum og fallegum byggingum.
Fyrirmyndir: (þróttaálfurinn.
Draumurinn: Ég myndi vilja syngja í Eurovision einhvern tímann á ævinni.
Hamingjan felst í: Að brosa framan f heiminn og vera jákvæður.
island er: Best í heimi.
Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Ég myndi vilja geta flogið.
Uppáhaldstimi dagsins: Á morgnana þegar ég fer í heilsurækt klukkan
6.20. Það er alveg yndislegurtfmi.
Hundur eða köttur: Ég myndi vilja eiga pínulítinn hund sem gæti verið
ofan í töskunni minni.
Bjór eða vín: Léttvín.
Inni eða úti: Ég er mikið fyrir útiveru og elska að vera úti í góðu veðri en
líka þegar veðrið er vont, þá er bara að klæða sig vel.
Hægt eða hratt: Ég vil hafa mikið að gerast og er yfirleitt með mörg járn
í eldinum.
Hvað erfyndið? Hildur systir. Hún þarf ekki einu sinni að gretta sig til að
vera fyndin.
Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa í, hvernig væri hann þá?
Það væri heimur þar sem allir væru heilbrigðir og hamingjusamir og
friður rfkti alls staðar.
Þrir hlutir sem þig iangar að gera áður en þú deyrð?
Það er svo margt og erfitt að velja þrjá hluti. Númer eitt er samt að
mig langar að taka þátt í Eurovision. Síðan væri ég alveg til í að vera
skemmtikraftur í Dubai en ég hef heyrt að maður geti grætt góðan pen-
ing á því. Síðan væri ég alveg til í að verða forseti þegar ég er orðin stór.
Nokkrir fínir farðar
Það er alltaf gott að eiga
góðan farða en farða
skal þó umgangast með
varúð því að engin kona
ætti að líta út sem hún
væri með grímu á and-
litinu. Góður farði jafnar
húðlit og felur bauga og
annað sem við viljum
kannski ekki alltaf sýna
en góður farði er nánast
ósýnilegur þegar hann er
kominn á andlitið.
og augnbein til að leggja áherslu á ákveðin
svæði eða til að setja á allt andlitið. Gefur and-
litinu Ijóma og auðvelt er að
setja hann á svo
að hann verði
jafn og flottur.
Frá Helenu Rubinstein kemur Spectacular... Þetta er
farði sem endist 112 tíma og lífgar upp á húðina og er
auðveldur í notkun. Inniheldur ekki olíur, mattar
húðina og er léttur og ferskur og góður til
daglegra nota.
Frá Lancome kemur
Teint Idole Ultra...
Þetta er þægilegur
og smitfrír farði sem
endist ( allt að 14 tíma.
Gerir húðina silkimjúka
og gefur eðlilega áferð.
Frá Clinique Up Lighing
kemur fljótandi farði sem lýsir
upp ákveðin svæði í andliti. Frá-
bær til að fela bauga, setja á kinnar
Frá Lanc-
ome Color
Ideal...
Þetta er nán-
ast fullkominn
farði sem mattar
og smýgur vel inn
í húðina, auðveldur
í notkun og flauels-
mjúkur...
OFMETIÐ
Stöðutákn
Stööutákn í dag eru af ýmsum
stærðum og gerðum en einna vinsæl-
ustu stöðutáknin eru stórir og nýir bílar.
Það er algerlega ofmetið að keyra um
á stórum nýjum bll bara
til að sýnast vera
í einhverri
merkilegri
stöðu og eig-
inlega alveg
glatað.
Myndavélasímar
Ókei, kannski alveg skemmti-
legt að geta tekið myndir á
símann sinn en hversu margir
nota þessa tækni raunveru-
lega? Kannski ein mynd rétt
eftir að síminn var keyptur en
eftir það er þessi eiginleiki
aldrei notaður og stórlega
ofmetinn og engin ástæða
til að kaupa sér dýrari
* <
■
(Wm
síma Para til að geta tekið
myndir með honum.
Ríkidæmi
f dag vilja allir vera ríkir og að sjálf-
sögðu skal eigi vanmeta fjárhagslegt
öryggi en
peningar eru ^
ekki alltog ''
hamingjan
verður ekki
keypt. Þetta
er gömul
vísa sem
eigi verður
of oft kveðin.
Við þurfum
aðeins að slaka á
með þessa gegnd-
arlausu peningagræðgi.
VANMETIÐ
Forvitni
Hingað til hefur það þótt löstur
að vera forvitinn og þeir sem
spyrja margra spurninga eru oft .
flokkaðir sem barnalegir eða •
jafnvel dónalegir. Forvitni er
samt sem áður grundvöllur vitneskju
og þeir sem vita mikið og eru víðlesnir
eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera
forvitnir.
Stundvísi
Við eigum það til hér á
landi að koma alltaf
of seint og við
höldum stundum
aðþaðsésmá
_ smart að mæta
frekar seinna en á
réttum tíma. Það er
samt eiginlega ekki
alveg að virka og það er óþolandi að
þurfa alltaf að bíða eftir fólki hér og
hvar og mæta svo seint á næsta fund.
Blundir
Já, það er ótrúlega hollt
að leggja sig
stuttlega
um miðjan
dagog
stórlega
vanmetið
hérálandi.
Á mörgum
stöðum í
heiminum er
það að leggja sig eftir hádegið að kom-
ast I tísku og á suðrænum stöðum er
síestan aftur að veröa vinsæl, meira að
segja er í Barcelona búið að koma á fót
sérstökum stöðum þar sem fólk getur
komiö og lagtsig.