blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaðið
"p7BÍIastseði)J
menning@bladid.nel
Síðasta sýningarhelgin
Sýningunni „Frá einum til óendanleika" í Listasafni ASl
lýkur á sunnudaginn. Þetta er farandsýning og eru allir
listamennirnir í fremstu röð textíllistamanna á Norðurlönd-
um en hafa afar ólík efnistök.
Tónleikar í Notre Dame
Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdótt-
ur hefur hlotnast sá heiður að fá að halda tónleika í hinni
sögufrægu Notre Dame-kirkju í París næstkomandi mið-
vikudag. Þar verða kirkjuleg, íslensk verk í fyrirrúmi.
Erindi um dag-
skrárstefnu
(slenska kvikmynda- og sjónvarps-
akademían stendur fyrir sínum
fjórða og síðasta fundi um málefni
kvikmynda og sjónvarps í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafnsins á hádegi í
dag. Þar mun Þórhallur Gunnarsson,
dagskrárstjóri Sjónvarpsins, fjalla
um þær breytingar sem framundan
eru og skýra frá hugmyndum sínum
um dagskrárstefnu Sjónvarpsins.
Fundurinn hefst stundvíslega
klukkan 12 og að hálftíma erindi
loknu gefst tækifæri til fyrirspurna
og umræðna. Fundinum lýkur
klukkan 13 og er aðgangur ókeypis
og öllum opinn.
Þrefaldur pottur!
Ká.ðu þér i ZiOttómlða á næsta
sölustað eða á lotto.is
lotto.ls
Heimildar- o§ stuttmyndahátxð hefst x dag:
Mynd um „sjang-
hæjaða sjómenn"
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Kvikmyndahátíðin REYKJAVIK
SHORTS&DOCS hefst í dag í Tjarn-
arbíói, en um er að ræða hátíð þar
sem sýndar verða tíu heimildar-
myndir og tíu stuttmyndir frá 14
löndum. Þetta er í fimmta sinn
sem hátíðin er haldin, en hún fer
fram dagana 25.-28. maí í Tjarn-
arbíói. Meðal mynda sem verða
frumsýndar er heimildarmyndin
,Sjanghæjað til sjós“ eftir Margréti
Jónasdóttur, en sú mynd fjallar um
hluta af togarasögu Islendinga og
er framleidd af Sagafilm.
„Hugmyndin að þessari mynd
kviknaði þegar ég var að vinna
aðra heimildarmynd um konur
togarasjómanna fyrir sjö árum. Ég
var þá stödd í Halifax þar sem ég
kíkti inn í fornbókabúð og rakst á
bók sem hét Shanghaiing days og
fjallaði um það tímabil á 18. og 19.
öld í Bandaríkjunum þegar það var
stundað í hafnarborgum á borð við
San Fransisco að sjanghæja menn
um borð í skip,“ segir Margrét. „Þeg-
ar ég kom heim aftur fór ég að for-
vitnast um þetta hjá mönnum sem
ég þekkti og tengdust sjómennsku,
og komst að því að þetta hafði líka
verið stundað hér í kringum 1960.“
Hirtir á götum borgarinnar
Þegar Margrét byrjaði síðan að
vinna þessa mynd komst hún að
ýmsu óvæntu. „Ég heyrði ótrúlegar
sögur sem ég átti bágt með að trúa
til að byrja með, enda má segja
að þetta hafi verið mannrán sem
voru stunduð grimmt í Reykjavík
á þessum tíma. Það var náttúrlega
búið að banna þetta með lögum í
öðrum vestrænum löndum, en hér
tíðkaðist það að menn voru stund-
um hirtir upp á götum borgarinn-
ar eftir gleðskap eða keyptir út úr
Hegningarhúsinu og fluttir um
borð í togara.“
í myndinni eru viðtöl auk gamals
myndefnis frá þessu tímabili, bæði
frá Islandi og Bretlandi. „Áður en
myndin var tekin upp í janúar í
fyrra tók ég á þriðja tug forviðtala
og til að byrja með gerðu margir
lítið úr þessu, enda eru þetta sögur
sem menn eru kannski ekkert æst-
ir í að segja, hvorki skipstjórar sem
stunduðu það að hirða upp dauða-
drukkna menn úti á götum borg-
arinnar né þeir sem lentu í því að
vakna óvænt um borð í togara. Það
er náttúrlega litið á þetta sem niður-
lægingartímabil íslenska togaraflot-
ans og þvi var ekki hlaupið að því að
fá framámenn í sjávarútvegi til að
rifja þetta upp. Það hafa lengi verið
tvær eða þrjár svokallaðar flökku-
sögur í gangi um akkúrat þetta, en í
myndinni lýsa þessir menn reynslu
sinni á opinskáan hátt og draga ekk-
ert undan. Til dæmis voru dæmi
um að menn köstuðu sér fyrir borð
og fundust aldrei aftur, og skipstjór-
ar og hásetar lýsa því þegar þeir
horfðu upp á menn fara í sjóinn eft-
ir að hafa vaknað timbraðir. Þannig
að þetta er mjög átakanleg mynd,“
segir Margrét.
Enginn vildi til sjós
Á síldarárunum var mikil mann-
ekla á togurunum, enda fóru þá
margir af bestu mönnunum af tog-
urunum í síldina þar sem mikið var
um að vera, minna var um langar
útiverur og meira hægt að græða.
„Togararnir lágu þá bara mannlausir
við bryggju og því gripu skipstjór-
arnir til þessa örvæntingarráðs,
enda báru þeir ábyrgð á að manna
sitt skip og útgerðin horfði í gegn-
um fingur sér með það, enda skipti
ekki öllu máli hverjir voru um borð
svo lengi sem skipin sigldu," segir
hún.
Myndin var sýnd í sænska sjón-
varpinu fyrir tveimur vikum og
Margrét hefur fengið mikil við-
brögð við henni. „Það voru aðallega
íslendingar sem þar búa sem höfðu
samband við mig, og sumir þeirra
höfðu einmitt vefið sjálfir á togur-
unum og þekktirjolkið í myndinni.
Það verður því íSpennandi að sjá
hvernig myndinni verður tekið hér
á laugardagskvöld klukkan átta og
á mánudaginn klukkan sex, og svo
þegar hún verður sýnd í Sjónvarp-
inu á sjómannadaginn.“
Skemmtilegir sögumenn
Þetta er áttunda heimildarmynd
Margrétar og ekki sú fyrsta um tog-
ara. „Ég hef verið í þessum bransa
í 10 ár. Hugmyndir að myndum
kalla gjarnan hver á aðra og til að
mynda gerðum við Magnús Viðar
Sigurðsson, samstarfsmaður minn
til margra ára, mynd fyrir um 7
árum um þorskastríðin og næsta
mynd var afsprengi af henni, og svo
er þessi eiginlega nátengd henni en
svona kveikir ein hugmynd á þeirri
næstu. Togarasjómenn eru líka svo
skemmtilegir sögumenn að það er
af nógu að taka. Þannig að þetta er
dálítið gegnumgangandi þema hjá
mér,“ segir Margrét að lokum.
Lætur ekki hindra sig
íslenska heimildarmyndin
„Annað líf Ástþórs“ verður líkt
og myndin „Sjanghæjaður til
sjós“ frumsýnd á REYKJAVIK
SHORTS&DOCS, en sú mynd er
eftir Þorstein Jónsson og fjallar
um ungan bónda fyrir vestan sem
lamaðist í bílslysi árið 2003 en
hætti samt ekki að stunda búskap.
Auðveldasta leiðin fyrir mann eins
og Ástþór væri að flytjast í blokk
og taka upp líf borgarbúans, starfa
fyrir framan tölvuskjá; frístundir
við sjónvarpið og vöruúrval í mark-
aði á horninu.
En Ástþór vill ekki sleppa tengsl-
unum við dýrin og náttúruna.
Hann ætlar að gera það sem nauð-
synlegt er til að geta búið á jörð
sinni og ræktað þau störf sem þarf
að sinna.
Niðurstaða Ástþórs felur í sér
þröskulda og hindranir, en hann
ætlar ekki að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana.
Myndin verður sýnd 1 Tjarnar-
bíói á laugardaginn klukkan 17 og
á mánudaginn klukkan 18.