blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 23
blaöiö
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 23.
Grillaðar lambalærissneiðar
Grillaðar lærissneiðar eru mjög
góðar, kjötið er meyrt, sérstaklega ef
það hefur fengið að liggja í mariner-
ingu og er fitulaust. Skerið fiturönd
í burtu, ef hún er meðfram kjötinu,
áður en það er lagt í kryddolíuna.
Uppskriftin er miðuð við fjóra.
• 1 kg lambalærissneiðar
Marinering
• 6 msk. ólífuolía
• 6 msk. þurrt hvítvín
• 4 msk. hökkuð mynta
Aðferð
Blandið saman öllu sem á að fara
í marineringuna og látið standa
nokkra stund áður en kjötið er lagt
í hana. Notið tvöfaldan plastpoka.
Setjið kjötið í pokann og hellið mar-
ineringunni út í. Látið standa í að
minnsta kosti eina klukkustund,
helst lengur. Best er að láta kjötið
marinerast yfir nótt í kæliskáp.
Grillið' kjötið í 4-5 mínútur á
hvorri hlið.
Berið fram með bökuðum kart-
öflum með hvítlaukssmjöri og góðu
salati.
Svínakjöt í
satay-sósu
Satay-sósa er afar Ijúffeng. Hún
er austurlensk og gerð úr hnetum
og er þess vegna ekki fyrir þá sem
hafa ofnæmi fyrir þeim. Satay-sósu
er hægt að kaupa tilbúna í dós
í flestum verslunum en fyrir þá
sem hafa nægan tíma í eldhúsinu
er hægur vandi að búa hana til. í
þessari uppskrift er þó notast við
tilbúna sósu.
Uppskriftin miðast við tvo.
• 2 góðar sneiðar af svínahnakka
• 3 msk. satay-sósa
• 2 skalottlaukar, skornir í báta
• 2 ananashringir
• 1 tsk. fínt saxaður rauður chili-
pipar
• 2 msk. hnetusmjör
• 1 msk. ferskt kóríander
• 2 msk. sesamfræ
Notið plastpoka og marinerið kjötið
í honum í að minnsta kosti tvær
klukkustundir. Setjið allt annað
sem upp var talið í álpappír og
búið til lokaða öskju úr honum.
Setjið álpakkann á grillið og snúið
við eftir 4 mín. og grillið áfram í
4 mín. Grillið svínahnakkana í að
minnsta kosti 4 mín á hvorri hlið.
Berið svínahnakkann fram með
grænmetinu og safanum sem af
því kemur og stráið sesamfræjum
yfir kjötið.
Pylsur
vinsælastar
Samkvæmt könnun sem gerð
var í Noregi fyrir stuttu eru pylsur
vinsælastar á grillið þar í landi.
Þótt stöðugt aukist úrval af alls
kyns grillmat í kryddolíum sem
er tilbúinn á útigrillið segja fjórir
af hverjum fimm Norömönnum
að pylsur verði oftast fyrir valinu
þegar grillið er dregið fram. Sér-
stakar grillpylsur eru vinsælastar.
Svínakótelettur eru í öðru sæti
á grilllistanum en síðan koma
hamborgarar, lambakótelettur og
loks grænmeti. Margir sögðust
grilla pylsur þótt um annan mat
væri einnig að ræða. Pylsurnar
eru alltaf vinsælar og þá sérstak-
lega hjá yngstu kynslóðinni. Þá
borða sumir pylsur á meðan stærri
steikur eru að grillast, eins og
lambalæri, og þannig eru pylsurnar
orðnar að forrétti.
TASTE
- and — •
BELIEVE
Tomato Ketchup
Hunt’s