blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 1
119. tölublad 3. aigangur
Föstudagur
29. júní 2007
Enginn í Galtalæk
Engin bindindishátíð
verður í Galtalæk um
verslunarmannahelgina en
Einar Bárðarson segir
að gríðarlegt
tap hafi verið á
hátíðinni í fyrra.
ORÐLAl
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓK^'^Sl
Árnar þorna upp
Veiðimenn hafa
miklar áhyggjur
af því að árnar
séu að þorna
upp og biðja
veðurguðina um
rigningu.
VEIÐIX24
BÍLAR) 22
Ökufantabraut
Daníel Sigurðarson, íslands-
meistari í rallý 2006, segir
að ekki sé hægt að hindra
hraðakstur nema
spennufíklar fái útrás
á þartil gerðum
brautum.
*
Onógar vamir
gegn peningaþvætti
■ Saksóknari efnahagsbrota segir lagaumhverfi um peningaþvætti í lagi en eftirlitið ekki
Eftir Pórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net
í niðurstöðu úttektar sem Financial Action
Task Force (FATF) gerði í fyrravor á vörnum Is-
lands gegn peningaþvætti er lýst yfir áhyggjum
af virkni eftirlits með slíkri starfsemi á íslandi.
Þar segir að íslenskt lagaumhverfi sé í lagi en opin-
berar eftirlitsstofnanir og ákæruvald hafi hvorki
nægilegt bolmagn né úrræði til að fylgja lög-
unum eftir. FATF er alþjóðleg stofnun sem berst
gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efna-
hagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, segir gagn-
rýnina réttmæta. „Við eigum að fylgjast með því
NIÐURSTÖÐUR FATF
►
►
Lagaumhverfi gegn peningaþvætti er i
lagi en virkni laganna áhyggjuefni.
Hjá deild innan ríkislögreglustjóra sem
sinnir þessu eftírlitl starfar einn maður.
að ekki sé verið að þvætta peninga hér en höfum
ekki bolmagn til að gera það á fullnægjandi hátt.“
Hann tekur dæmi: „Þetta er svipað og að segja
að það sé engin fíkniefnaneysla á íslandi vegna
þess að við sjáum ekki neinn neyta fíkniefna.
Engum dettur í hug að biða eftir því að einhver
kæri fíkniefnaneyslu heldur fara menn út og finna
hana vegna þess að þeir vita að hún er í gangi. Ég
er ekki að fullyrða að mikið peningaþvætti sé í
gangi, heldur að benda á að við þurfum að efla
eftirlit til að geta fullyrt að svo sé ekki.“
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka fjármálafyrirtækja, segir mikið áherslumál
þeirra að engar grunsemdir séu uppi um peninga-
þvætti. „I grunninn er þetta í lagi í fjármálageir-
anum, en það þarf að bæta þetta hjá öðrum að-
ilum sem falla undir lögin um peningaþvætti.“
I Blaðinu á morgun, laugardag, verður farið ít-
arléga yfir niðurstöður FATF og skoðað hvað hafi
verið gert til að bregðast við úttektinni.
Engin bemsku-
minning eftir árás
Berglind Stefánsdóttir hyggst sækja
bætur fyrir átján ára son sinn sem
missti minnið og hefur hvorki lykt-
ar- né bragðskyn eftir stórfellda
líkamsárás. Árásarmaðurinn
fékk fangelsisdóm en bóta-
kröfunni var hafnað í dómi. O
Umf erðarteppa í
blíðviðrinu
Búist er við álíka mikilli umferð
á vegunum um þessa helgi og þá síð-
ustu en þá lentu borgarbúar í
miklum töfum í umferðinni. Blíð-
viðri er spáð um allt land. Blaðið
rýnir í hjáleiðir framhjá
helstu umferðaræðum. I Jm
Götusmiðjan flytur í Brúarholt
„Hér eru kassar út um allt og við höfum verið að fram eftir nóttu"
Guðmundur Týr Þórarinsson eða Mummi í Götusmiðjunni er þessa dagana önnum kafinn við að flytja starfsem-
ina yfir að Efri-Brú þar sem Byrgið var til skamms tíma. Staðurinn verður nú nefndur Brúarholt. Fínpússa þarf
ýmislegt áður en starfsemin getur hafist. „Hér er ekkert skemmt en hér var margt óhreint og slitið. Það \
hefur sums staðar þurft að skipta um gólfefni og þegar farnir ío gámar í ruslið og nokkrir eftir.“ mL
pizza meö 3 áleggjum
1.390,- sótt
Brauöstangir á 99,-
Dalbraut 1
Havaískyrtan
leyfileg á ný
Borgaryfirvöld í Barcelona á
Spáni hafa úrskurðað að eig-
endum kokteilbarsins Boadas
sé ekki heimilt að banna fólki
í „hefðbundnum ferðamanna-
fatnaði“ að sækja barinn.
Eigendur barsins settu upp
skilti fyrir tveimur árum, þar
sem fram kom að fólki þannig
búnu yrði meinuð innganga.
í úrskurðinum segir að bann-
ið brjóti gegn jafnræðisreglu,
en eigendur annarra veitinga-
staða hafa lýst stuðningi við
eiganda Boadas og segjast vilja
verja rétt hans til að hafna því
að veita „ferðamönnum í lágum
gæðaflokki" þjónustu. ai
Verð á tjaldstæðum m/rafmagni
Fyrirtæki Krónur (þar af rafmagn)
Útilifsmiðstöðin Úlfljótsvatni 1400
Laugargerði, Laugarási 1700(500)
Laugaland i Holtum 1800 (300)
Ferðamiðstöðin á Flúðum 1000 (400)
Tjaldmiðst. Laugarvatni 2000 (400)
Hellishólar, Fljótshlið 2000(500)
Miðað er við hjón með 2 börn (5-12ára)
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum j^fe§
GENGI GJALDMIÐLA
m uso SALA 62,70 % -0,24 ▼
GBP 125,60 0,05 ▲
■ ■i DKK 11,36 0,00 ♦
• JPY 0,51 -0,74 ▼
m EUR 84,50 0,00 ♦
GENGISVÍSITALA 114,03 -0,04 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 8.323,00 0,53 4.
VEÐRIÐ í DAG
SOFADAGAR!
Allir sófar á afslætti
cMarcð
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Hofsbót <1, s. 462 1504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, s: 471 2954
Reykjavik: Mórkin 4