blaðið - 29.06.2007, Page 6
6
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
blaðió
Hvalreki
Drapst af
kálfsburði
Höfrung rak á fjöru syðst
við þéttbýlið í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Dýrið er,
samkvæmt líffræðingnum
Þorvaldi Erni Árnasyni, 280
sentimetra löng kýr, með kálf
í burðarliðnum.
„Kýrin var að mestu óskemmd
að sjá nema hvað fugl var bú-
inn að kroppa auga úr henni.
Búið var að éta allt innan úr
kálfinum þannig að lítið er
eftir af honum nema skinn
og bein,“ segir Þorvaldur.
Burðurinn hafi banað kúnni.
Suðurstrandarvegur
Ræddu við
ráðherra
Fulltrúar bæjarstjórnar
Grindavíkur áttu í gær fund
með Kristjáni L. Möller
samgönguráðherra.
Þeir vildu knýja á um lagningu
Suðurstrandarvegar en það
mál hefur lengi verið Grind-
víkingum og öðrum íbúum
svæðisins mikið kappsmál.
„Ég meðtók sjónarmið þeirra
um mikilvægi þessa vegar en
því miður verður alltaf að velja
og hafna,“ sagði Kristján af
raunsæi. ejg
STUTT
• Ríkisútvarpið Útsendingum
Útvarpsins á stuttbylgju verður
hætt 1. júlí samkvæmt samkomu-
lagi RÚV og Neyðarlínunnar,
sem á og rekur viðkomandi
stuttbylgjusenda.
Mikilvægi þessara útsend-
inga hefur hraðminnkað
á síðustu árum, m.a. með
tilkomu netútsendinga og
gervihnattaútsendinga.
Missti minnið
við líkamsárás
H Móðir átján ára pilts hyggst halda ótrauð áfram og sækja bætur fyrir son sinn sem býr
ekki að barnæskuminningum og hefur hvorki lyktarskyn né bragðskyn eftir líkamsárás.
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net
Berglind Stefánsdóttir er móðir
hins 18 ára Jóels Brynjólfssonar, sem
lenti í stórfelldri líkamsárás í fyrra-
sumar. Sonur hennar hlaut mikinn
skaða og hefur síðastliðið ár að
mestu farið í endurhæfingu og rann-
sóknir. Hann kærði árásarmanninn
sem fékk 14 mánaða fangelsisdóm,
en skaðabótakröfunni, sem var yfir
3 milljónir, var vísað frá. Hún þótti
vanreifuð.
Berglind segist þakklát fyrir gott
starfslið spítalanna þó dómskerfið
sé seint í vöfum. „Jóel slasaðist alvar-
lega fyrir nærri ári síðan, var nær
dauða en lífi og dómurinn er fyrst
að falla núna,“ gagnrýnir hún.
Þekkti ekki fólkið sitt
„Hann missti minnið í kjölfar
árásarinnar og fyrst á eftir þekkti
hann hvorki mig né aðra fjölskyldu-
meðlimi. Þó kemur minnið smám
saman en er mjög gloppótt; til
dæmis á hann ekki barnæskuminn-
ingar. Einnig missti hann bragð- og
lyktarskyn sem hefur ekki gengið
til baka og hann þjáist af miklum
svima,“ segir hún.
Vegna árásarinnar þurfti drengur-
inn að hætta í skóla og hefur síðast-
liðið ár farið í endurhæfingu, með-
ferðir og rannsóknir. „Hann varð
að hverfa frá námi vegna sífelldrar
þreytu auk þess sem hann á mjög
erfitt með einbeitingu. Álagið hefur
verið gríðarlegt en í haust ætlar Jóel
að reyna við nám á ný.“
Árásin á Rauða Ijóninu
Ráðist var á Jóel á skemmti-
staðnum Rauða ljóninu í Reykjavík.
Ákærði sparkaði í höfuð hans og
stappaði á því svo af hlaust mikill
skaði. „14 mánaða fangelsisdómur
STAÐREYNDIR
► Vitni sögðu frá því að sá
sakfelldi, fæddur 1985,
hefði stigíð harkalega á
höfuð Jóels. Hafi hann legið
hreyfingarlaus á eftir en
fóturinn lenti á neðri hluta
andlitsins .
► Skaðabótakröfu vísað frá
vegna ónógra gagna
Samkvæmt lögum er það
*** líkamsárás þegar maður
ræðst vísvitandi á annan
mann og veldur honum
tjóni á líkama eða heilbrigði,
hvort sem um ásetning eða
gáleysi er að ræða.
er frekar þungur dómur miðað við
svipuð mál. Þó er ómögulegt að
segja hvað er réttur dómur fyrir
svona árás. Skaðabótakröfum var
vísað frá vegna ónógra gagna en það
kemur ekkert annað til greina en að
halda áfram þegar betri gögn liggja
fyrir um heilsu Jóels.“ Aðspurð um
kostnaðarþáttinn segist Berglind
ekki leiða hugann að því. „Ég hugsa
fyrst og fremst um framtíð Jóels.“
Árásin sameinaði mæðginin
Þrátt fyrir gríðarlegt andstreymi
horfa mæðginin björtum augum
til framtíðar og segir Berglind að
árásin hafi sameinað þau og styrkt
samband þeirra. „Ég met lífið öðru-
vísi núna en ég gerði. Fyrst var ég
ofboðslega reið en ákvað að ala
hvergi á biturleika eða hatri heldur
fara áfram á jákvæðni." Er talið
berst að ofbeldi í höfuðborginni
nefnir Berglind að huga þurfi betur
að hverjum einstaklingi og byggja
upp. „Ofbeldið í Reykjavík verður
að minnka, núverandi ástand fer
ekki svona lítilli borg.“
• Hveragerði Bæjarstjórn
Hveragerðisbæjar hefur sam-
þykkt að selja fyrirtækinu
Kambalandi ehf. 6,5 hektara
landspildu vestan byggðar
í Hveragerði á 55 milljónir
króna. Spildan er hluti af
landsvæði þar sem fyrirtækið
hyggst láta reisa hverfi með
260 íbúðum. mbl.is
Hvalfjarðarströnd
Bíða með nýtt
byggðarmerki
Sveitar-
stjórn
Hvalfjarð-
arstrandar-
hrepps hefur
frestað því
að sam-
þykkja nýtt
byggðarmerki sveitarfélagsins.
Ástæðan er sú að óánægju
hefur gætt með merkið, en
haldið hefur verið fram að í
því sé trúartákn, samkvæmt
Skessuhorni.
Haldin var samkeppni um
merkið og í reglunum stóð að
það mætti ekki „innihalda
þjóðfána, ríkistákn, opinber
alþjóðamerki, skjaldarmerki
eða annað sem til þess er
fallið að villst verði á því og
framangreindum merkjum“.
mge
Isafjörður Óvissa ríkir um framtíð 40
starfsmanna Miðfells eftir að fyrirtækið
fór fram á gjaldþrotaskipti í gær.
starfsmenn í óvissu
Rækjuvinnslan Miðfell á ísa-
firði óskaði í gær eftir gjaldþrota-
skiptum, fjórum dögum eftir að
hafa boðað vinnslustöðvun. Hátt
í 40 starfsmönnum fyrirtækisins
var tilkynnt þetta í gær. Málið fór
til Héraðsdóms Vestfjarða í gær
og mun skiptastjóri úrskurða hver
framtíð fyrirtækisins verður.
Guðbjartur Ástþórsson, öryggis-
trúnaðarmaður hjá Miðfelli, segir
starfsmönnum hafa brugðið við
fréttirnar, þótt þá hafi grunað í
hvað stefndi. Hann segir framtíð
starfsfólksins í mikilli óvissu. „Við
eigum sem svarar þriggja vikna
vinnu eftir og ég veit ekki hvort hún
verður kláruð. Það er upp og ofan
með vinnuhorfur. Sumir eru á leið
í sumarfrí og vita ekkert hvað tekur
við að því loknu.“
Guðbjartur segist ekki hafa heyrt
um hvort þeir sem misstu vinnuna
koma til með að flytja úr plássinu.
Atvinnuhorfur á Vestfjörðum eru
ekki góðar og því kæmi honum
ekki á óvart þótt einhverjir freist-
uðu gæfunnar annars staðar. Fast-
eignamarkaðurinn er hins vegar í
lægð og því gæti fólki reynst erfitt
að selja fasteignir sínar.
Finnbogi Sveinbjörnsson, for-
maður Verkalýðsfélags Vestfirðinga,
vonast til að framhald verði á rækju-
vinnslu á ísafirði. Hann hefði viljað
sjá stjórnvöld grípa fyrr inn í, líkt
og þau hafi gefið í skyn. „Maður
hefur alltaf trúað því að það yrði
staðið við frystingu eða jafnvel nið-
urfellingu skulda. Það hefur ekkert
borið á þeim efndum."
magnus@bladid.net
Hvarf Madeleine
ítali var
handtekinn
ítalskur karlmaður hefur
verið handtekinn í tengslum
við hvarfið á bresku stúlk-
unni Madeleine McCann. Á
spænska fréttavefnum EI
Pais kom fram að maðurinn
hefði verið handtekinn í
bænum Algeciras á suður-
strönd Spánar í gærmorgun,
en að lögregla hafi ekki
viljað gefa neinar frekari
upplýsingar
Hinni fjögurra ára Made-
leine var rænt af hótelher-
bergi fjölskyldu sinnar
í Praia da Luz á Algerve-
ströndinni í Portúgal í
upphafi síðasta mánaðar
þegar foreldrar hennar sátu
að snæðingi á nálægum veit-
ingastað. aí