blaðið - 29.06.2007, Síða 8

blaðið - 29.06.2007, Síða 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 blaðið Nú eru ferðadagar á Shell. Tjald, tveir svefn- pokar, ferðastólar og dýnur auk vasaljóss. Allfr í einni frösku á 9.990 kr. Komdu við á næstu Shellstöð og fáðu það sem vantar í ferðalagið. 'A Made to move Fagna rannsókn á fangaflugi íslandsdeild Amnesty Inter- national hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að fram fari rannsókn á meintu fanga- flugi um ísland er fagnað. Þar er bent á að Amnesty International hafi ítrekað farið fram á það við íslensk yfirvöld að rannsakaðar verði ferðir flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi. hos Gjaldeyrisverð í Leifsstöð Ástæða þess að verð á evrum er hærra í útibúi Landsbankans í Leifsstöð en á öðrum sölustöðum fargjaldeyris er sú að þjónust- ustig í útibúinu er með öðrum hætti en tíðkast annars staðar. Þetta segir Kristinn Briem, for- stöðumaður hjá Landsbankanum. „Gjaldeyrisafgreiðslan er opin á helstu brottfarartímum flugvéla á Keflavíkurflugvelli og nánast allan sólarhringinn yfir sumar- tímann alla 7 daga vikunnar.“ Sex mánuðir fyrir þjófnað Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn stal fartölvu og mynda- vél úr íbúð í Reykjavík. Hann rauf skilorð með brotinu en hann hefur tvívegis áður fengið skil- orðsbundna dóma fyrir þjófnað. Maðurinn játaði brotið en hann kom á lögreglustöð daginn eftir að hann stal tölvunni og mynda- vélinni, skilaði mununum og sagð- ist iðrast gerða sinna. mbl.is Lyfjagjöf setur óvirka í hættu ■ Stytting spítalavistar eykur hættuna á að óvirkir fíklar lendi á rangri braut að nýju ■ Frumskylda SÁÁ gagnvart virkum fíklum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Mikil hætta er á að fíkn taki sig upp að nýju er óvirkir fíklar lenda í veikindum og þurfa á lyfjagjöf að halda, ekki síst sökum þess kvíða og andlegs álags sem veikindunum fylgja. Spítalavist er alltaf að stytt- ast og eykur það verulega hættuna á því að óvirkir fíklar lendi á rangri braut eftir veikindi, segir yfirlæknir á Vogi. Útskrifaðir of snemma „Mikil pressa er á heilbrigðisstarfs- fólki að útskrifa sjúklinga sem fyrst. Nú eru menn greindir á spítala og svo eru þeir settir í lyfjameðferð sem oft fer öll fram á heimili viðkom- andi,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi. „Auk verkja fylgir veikindum oft streituástand og andleg vanlíðan. Þetta getur verið nóg til þess að fíkn taki sig upp að nýju hjá einstaklingi sem hefur verið edrú í mörg ár. Því eru fyrrverandi fíklar sem búa einir en þurfa á lyfjameðferð á heimili sínu að halda í sérstakri áhættu.“ Andlegur og líkamlegur vandi Bjarni Össurarson, yfirlæknir vímuefnadeildarLandspítaía-háskóla- sjúkrahúss, tekur undir að um þekkt vandamál sé að ræða. „Þegar þeir sem hafa átt við fíkn að etja, hvort sem það er vegna áfengis eða fíkniefna, þurfa á lyfjagjöf að halda er reynt að gefa þeim eins lítið og hægt er af ávana- bindandi lyfjum. Stundum verður þó ekki hjá því komist og þá þarf að hafa sögu einstaklingsins í huga.“ Þórarinn vill þó meina að vandinn sé fremur andlegur en líkamlegur. .Yfirleitt eru það ekki lyfin sjálf sem valda því að fíknin tekur sig upp að nýju, heldur sálrænt álag sem fylgir því að verða veikur. Þegar einstak- lingur kvelst missir hann ákveðna mótstöðu og mikinn kraft og þá er hættan hvað mest á að fíkn taki sig upp að nýju.“ Afeitrun og lyljameðferð Þegar óvirkir fíklar þurfa á lyfjagjöf að halda er stundum gripið til þess ráðs að senda þá í afeitrun að lyíjameð- ferð lokinni. „Erfitt getur verið að meta hvort rétt sé að leggja viðkomandi inn til afeitrunar. Við skoðum bakgrunn sjúklingsins, tökum tillit til óska hans og skoðum hversu mikið af lyfjum vi- komandi hefur tekið,“ segir Bjarni. Þórarinn segir að óvirkir fíklar sem ekki fá spítalavist en þurfa að taka ÓVIRKIR FÍKLAR ► 18 þúsund einstaklingar sem nú eru á lífi hafa fengið hjálp frá Vogi. ► Margir þeirra eru aldnir og geta lent í alls kyns veikind- um. Aðeins LSH og Vogur uppfylla kröfur heilbrigðis- ráðuneytisins um meðferð- arstofnanir. 15 einstaklingar geta verið í afeitrun á LSH í einu og um 60 á Vogi. verkjalyf séu stundum á Vogi meðan á lyfjameðferð stendur. „Þá eru þeir í öruggu umhverfi á meðan. En okkar frumskylda er gagnvart þeim sem enn eru í vímuefnaneyslu og plássið er takmarkað." WWW.ICELANDAIR.IS Nánari upplýsingar og bókaóu a www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní-13. júlí. Feróatímabil: 17. júlMO. desember. Takmarkaó sætaframboó.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.