blaðið - 29.06.2007, Page 10

blaðið - 29.06.2007, Page 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 blaöió Nýr forsætisráðherra stokkar verulega upp í ríkisstjóm Bretlands Miliband nýr utanríkisráðherra Gordon Brown, nýr forsætisráð- herra Bretlands, kynnti nýja ríkis- stjórn sína í gær, degi eftir að hann tók við forsætisráðherraembættinu af Tony Blair. Miklar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni þar sem ellefu ráðherrar í síðustu ríkis- stjórn Blairs hverfa úr ríkisstjórn og níu koma nýir inn. David Miliband, fyrrum umhverf- isráðherra, var skipaður nýr utan- ríkisráðherra í stað Margaret Bec- kett, en Miliband hefur ætíð verið mjög gagnrýninn á Iraksstríðið og er talinn einn af hugsanlegum fram- tíðarleiðtogum breska Verkamanna- flokksins. Brown skipaði náinn bandamann sinn, Alistair Darling, fyrrum iðnaðarráðherra, í embætti fjármálaráðherra, þar sem Brown sat sjálfur í tíu ár. Jacqui Smith og David Miliband Nýr ut- anríkisráðherra Bretlands hefur alla tíð verið mjög gagnrýninn á stríðsreksturinn í Irak. Jacqui Smith kemur nokkuð óvænt ný inn í ríkisstjórn og tekur við innanríkisráðherraembættinu af John Reid og verður fyrsta konan til að gegna því embætti. Meðal annarra breytinga er að Jack Straw, fyrrum utanríkisráðherra, verður dómsmálaráðherra, Ed Balls skóla- og barnamálaráðherra, Alan John- son heilbrigðisráðherra og Hilary Benn umhverfisráðherra. atlii@bladid.net Ef þú kaupir 25 lítra eða meira af Shell V-Power dagana 1 8. júní til 1.júlí færðu skafmiða sem gæti fært þér ferð fyrir tvo ó Formúlu eitt kappaksturinn í Þýskalanai í júlí. Vildarvinir Shell eiga tvöfalda möguleika. Shell V-Power Made to move llmandi álegg frá SS Nautarúllan frá SS er vafin inn í netta rönd af svínaspekki, taðreykt en þó með mildu en sjarmerandi reykbragði sem minnir dálítið á hangikjöt. Það er því tilvalið að nota SS nautarúllu á svipaðan hátt og hangiálegg eða feta nýjar slóðir eins og t.d hér er sýnt. Nautarúllan hefur fengið gullverðlaun í fagkeppnum bæði hér heima og erlendis www.ss.is Afganir bíða örlaga sinna ■ Norskur biskup kom fióttamönnum til bjargar ■ Skiptu um trú til að fá að vera Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Örlög hóps rúmlega tuttugu afg- anskra flóttamanna í Noregi eru enn óráðin eftir að nokkrir þeirra tóku upp kristni í lokatilraun sinni til að komast hjá brottvísun úr landinu. Á meðan mál Afgananna velkist nú um í kerfinu hafa þeir komið upp sínum eigin flóttamannabúðum í tjöldum fyrir utan kirkju í miðborg Oslóar og segjast ætla að nýta þann tíma sem þeir eiga eftir í Noregi til þess að fræðast um lýðræðisfyrir- komulagið og mannréttindi. Mótmæltu við Stórþingið I síðustu viku var hópurinn með mótmælastöðu fyrir framan Stór- þingið í Ósló i nokkra daga og voru margir handteknir þegar lögregla ákvað að leysa mótmælin upp. Til stóð að senda þá aftur til heima- landsins um helgina, en skyndilega var hætt við eftir að biskupinn í Ósló, Ole Christian Kvarme, benti starfsmönnum norska útlendinga- eftirlitsins á að nokkrir Afgananna væru nýbúnir að taka kristna trú við Mjösavatnið norður af höfuð- borginni. Verði þeir sendir til Afgan- istans geta þeir átt von á hótunum um líflát vegna nýrrar trúar sinnar, en norskyfirvöld segjast ekki senda flóttamenn aftur til heimalands síns, ef sannað þykir að líf þeirra kunni að vera í hættu. Of hættulegt heima Afganarnir hafa sagt að það geti reynst þeim of hættulegt að snúa STAÐREYNDIR ► Brottvísunum afganskra flóttamanna í Noregi hefur fjölgað mikið síðasta árið. ► Um tíu hefur verið vísað brott í hverjum mánuði und- anfarið, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá því í maí. ► Þrjár milijónir Afgana hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. ► 202 Afganar sóttu um póli- tískt hæli f Noregi árið 2006 aftur á heimaslóðir, eftir að hafa dvalið á Vesturlöndum. Þeir segja jafnframt að þeir séu að þrotum komnir eftir að hafa að kljáðst við stríð og hörmungar i heimalandinu síðustu þrjá áratugi. Talsmaður lög- reglunnar segir að brottvísun flótta- mannanna úr landinu hafi verið frestað þar til ákvörðun verður tekin um hvað skuli gera í máli flóttamannanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og meðal annars valdið deilum milli ríkisstjórnarflokka samsteypustjórnarJensStoltenbergs forsætisráðherra. Leiðtogar Verka- mannaflokks Stoltenbergs hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðunina um brottvísun Afgananna, en leiðtogar innan Vinstriflokksins segjast hafa samúð með sjónarmiðum þeirra. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Öldungadeild Bandaríkjaþings Frumvarp stöðvað Öldungadeild Bandaríkjaþings stöðvaði í gær umdeilt innflytjenda- frumvarp sem fól meðal annars í sér að um tólf milljónir ólöglegra innflytjenda myndu fá ríkisborg- ararétt. Þetta er talið mikið áfall fyrir Bush Bandaríkjaforseta, en málið kemst líklega ekki aftur á dagskrá fyrr en eftir næstu forsetakosningar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.