blaðið - 29.06.2007, Síða 12
Himinn og haf / SfA
12 FRETTIR
FOSTUDAGUR 29. JUNI 2007
blaóió
Vestmannaeyjaferja
Skýrist í
næstu viku
„Eimskip þarf að vinna mikla
heimavinnu,” segir Jón Rögn-
valdsson vegamálastjóri um
samningaviðræður Vegagerð-
arinnar við Eimskip um tíðari
ferðir Herjólfs.
Guðmundur Nikulásson,
framkvæmdastjóri innan-
landssviðs Eimskips, segir
fyrirtækið standa í samninga-
viðræðum við áhöfn Herjólfs.
„Við þurfum náttúrlega að
reka skipið allan sólarhring-
inn og erum að ræða við
áhöfnina um þá hluti,“ segir
Guðmundur sem vonast til að
samningar takist milli Vega-
gerðarinnar og Eimskips um
fjölgun ferða Herjólfs. Hann
sagði málið skýrast í næstu
Suðurlandsvegur
Glerbrot
á veginum
Bifreið missti glerfarm á Suð-
urlandsvegi í gær.
Loka þurfti fyrir umferð á
annarri akrein vegarins í tæpa
klukkstund á meðan gler-
brotin voru hreinsuð upp af
veginum.
Á meðan á því stóð var umferð
í hvora átt hleypt til skiptis um
eina akrein. Óhappið varð á
veginum á milli Kotstrandar
og Ölfusborgar.
mbl.is
Akureyri
Hundsdráp
kært
Dráp á hundi hefur verið kært
til lögreglunnar á Akureyri.
Grunur leikur á að hundurinn
hafi verið drepinn á Akureyri
helgina 15.-17. júní.
Hundinum sem er ársgam-
all chinese crested-hundur,
Lúkas að nafni, slapp frá
eiganda sínum á Akureyri í
mailok. mbl.is
Sýnum þolinmæði
■ Mikilli umferð spáð um helgina H Vegamál höfuðborgarsvæðis „á fullri ferð"
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@bladid.net
Búist er við álíka mikilli umferð
á vegum landsins um þessa helgi
og þá síðustu en þá lentu borgar-
búar í mikilli umferðarstíflu þegar
þeir sneru aftur til borgarinnar.
Blíðviðri er spáð um allt land alla
helgina.
Framkvæmdir tefja ekki
Engar vegaframkvæmdir verða
í gangi um helgina samkvæmt upp-
lýsingum frá Vegagerðinni en það
er stefna hennar að standa ekki í
framkvæmdum um helgar til þess
að koma í veg fyrir tafir á umferð.
Betra að koma seint en aldei
„Það má búast við að þetta gangi
hægt fyrir sig og taki sinn tíma,“
segir Sigurður Helgason hjá Umferð-
arstofu. Hann býst við mikilli um-
ferð um helgina enda sé veðurspáin
góð. Sigurður segist ekki búast við
neinum sérstökum töfum nema í
kringum höfuðborgina líkt og um
siðustu helgi. Hann segir mikilvægt
að fólk sýni þolinmæði og gefi sér
góðan tíma.
Mikil umferð við Selfoss
Lögreglan á Selfossi segist búast
við mikilli umferð og biðlar til fólks
halda ró sinni á vegunum. Þá benti
fulltrúi lögreglunnar á að framúr-
akstur væri tilgangslaus í mikilli
umferð. „Álíka gagnslaust og að
vaða í götóttum stígvélum," sagði
hann.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra tekur í sama streng. „Gömul
frænka mín á Siglufirði sagði eitt
sinn við mig að það væri betra að
koma seint en aldrei. Og ég tel að
það eigi vel við í umferðinni," svar-
aði hann, aðspurður hvort hann
hefði einhver heilræði til ferðafólks
um helgina.
Kristján óskaði öllum góðar
ferðar um helgina.
Allt á fullri ferð
„Þetta er allt á fullri ferð með þessi
vegamál í nágrenni höfuðborgar-
innar,“ segir Kristján, spurður um
stöðuna á vegabótum í nágrenni
höfuðborgarinnar.
„Vegkerfið er ekki í stakk búið til
að takaa við öllum þessum bílum og
hjólhýsum. En við erum auðvitað
að vinna að því að bæta það,“ segir
Kristján Möller samgönguráðherra
enn fremur.
Aðrar leiðir úr sveitasælunni
1
Ef mikil biðröð er að
Hvalfjarðargöngunum
er hægt að aka fyrir
Hvalfjörð. Náttúrufeg-
urðin þar bætir fyllilega
upp þann aukatíma
sem sú lykkja kostar en
vegurinn um Hvalfjörð
er styttri en margur
hyggur.
Ef ekkí er áhugi á því að
aka fyrir Hvalfjörð má
hugsanlega spara sér
tíma í biðröð með því
að aka fyrir Akrafjallið
og koma vestan megin
að hringtorginu við
göngin. Líkur eru þá á
því að komast fyrr inn í
röðina.
2
3
Þeir sem ætla á Suður-
nes eða í Hafnarfjörð
ættu að fara til vinstri
út úr hringtorginu við
Rauðavatn og halda
áfram eftir Elliðavatns-
vegi. í Kópavog má
fara sömu leið og
beygja fljótlega inn á
Breiðholtsbraut.
Þeir sem eru á leiðinni
út á Suðurnes og eru
nógu vel búnir til þess
að takast á við malar-
veg geta beygt til vinstri
inn á Þorlákshafnar-
veg við Hveragerði og
haldið síðan áfram
eftir Krýsuvíkurvegi og
út á Reykjanesbraut.
4
-
Förum varlega í akstri um ísland og höfum hugfast að ferðalagið
er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á
ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar
farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um
landið okkar og komum heil heim.
Ljósmyndasamkeppni
Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast
ferðalögum um ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar
og sjáðu með eigin augum. Safnaðu Ijósmyndum og sendu inn í
Ijósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg
verðlaun eru í boði.
www.ferdalag.is