blaðið - 29.06.2007, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007
blaðið
velkocmM í söcjuseTRiö!
- W:' Cf f Æ
rél M mm
viö TökatD vel Á cdóti aeöTucD!
FYRIRLESTUR
laugardaginn 30. júní kl. 17.00
Hrinéurinn við Ranéá
Bogi Gunnars á Hlíðarenda
Allir velkomnir
UPFLÝSÍNGAR
síú ei upplýsin^aþlónustd fyrir (erðdnienn
til Hústi i Söousetrinu við HHðarvecl
SOGUSETRIÐ
Opiö alla daqa í sumar kl. 9-19
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Hvað á plássið á
veginum að kosta?
Ein ástæða þess að þjóðvegakerfið er sprungið, ekki sízt í kringum höf-
uðborgina, er að aðgangurinn að því er vitlaust verðlagður. Þótt ekki séu
innheimt bein veggjöld, sem endurspegla notkun á vegakerfinu, nema í
Hvalfjarðargöngum, greiða menn fyrir afnot af vegakerfinu í gegnum bif-
reiðagjöld og gjöld af olíu og benzíni.
Undanfarin ár hefur flutningabílum fjölgað gríðarlega á þjóðvegunum,
með þeim afleiðingum að víða er nánast óhjákvæmilegt að bæta vega-
kerfið. Vegirnir eru víðast hvar ekki gerðir fyrir umferð þungra vörubíla
með tengivagna. Talið er að hver slíkur bíll slíti vegunum á við þúsundir
fólksbíla.
Það var skref í áttina þegar gjaldtaka af flutningabílum var færð úr
þungaskatti yfir í olíugjald og endurspeglar frekar notkun þessara stóru
bíla á vegakerfinu. Gjaldtakan af þeim er samt ekki í neinu samræmi við
slitið, sem þeir valda á vegunum og þann tilkostnað, sem verður til vegna
framkvæmda við ný umferðarmannvirki, sem bera flutningabílana. Ef að-
gangurinn að vegunum væri rétt verðlagður, væru strandsiglingar líkast
til enn stundaðar við ísland.
Blaðið sagði frá því í gær að fjöldi hjól- og fellihýsa hefði hér um bil
tvöfaldazt á íslandi á tveimur árum. Að mati lögreglunnar getur þessi gríð-
arlega fjölgun átt sinn þátt í vaxandi umferðarteppum um helgar, þegar
straumurinn liggur inn og út úr höfuðborginni. Bíll með tengivagn tekur
helmingi meira pláss á veginum og þegar þriðji til fjórði hver bíll er með
slíkan aftanívagn geta raðirnar lengzt sem því nemur.
í frétt Blaðsins kemur aukinheldur fram að engin gjöld eru greidd af
hjólhýsum og aftanívögnum, sem renna til vegagerðar eða samgöngu-
bóta. Þó má segja að eigendur þessara tækja borgi óbeint af þeim með
því að bifreiðar þeirra eyða meira eldsneyti þegar þær eru með eftirvagn
og af eldsneytinu eru borguð gjöld, sem að einhverjum hluta renna til
samgöngubóta.
f Hvalfjarðargöngunum er rukkað eftir lengd ökutækja - eins og eðli-
legt er - og bíleigendur borga 100 króna aukagjald fyrir lítinn tengivagn
en 300 krónur fyrir stóran.
Finnst einhverjum þetta óeðlileg gjaldtaka? Er ekki langeðlilegast að
plássið á vegunum sé verðlagt þannig að þeir sem nota lítið af því borgi lítið,
en þeir sem nota mikið borgi meira? Ef breikka þarf og styrkja vegi vegna
aukinnar umferðar stórra vörubíla og bíla með aftanívagna, er auðvitað
eðlilegast að eigendur slíkra tækja taki meiri þátt í kostnaðinum en hinir.
Annars velta þeir kostnaðinum, sem þeir búa til, yfir á samborgarana.
Ólafur Þ. Stephensen
I Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
I Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Alþj óðasamfélagið
í Arnarfirði
Rútan klifraði upp heiðina og
brátt blasti Arnarfjörðurinn við í
allri sinni dýrð. Bíístjórinn hikaði
hvergi og steypti bílnum beinustu
leið fram af fjallinu og renndi
honum fagmannlega niður eftir
hlykkjóttum veginum. Ég fékk
fiðring í magann. Fegurðin var
mögnuð og vegaspennan hafði líka
sitt að segja. Þrátt fyrir þverhnípi
eru engin vegrið á örmjóum fjall-
veginum, bara möl og svo ekkert.
Erlendu gestirnir reyndu að láta
á engu bera. Þetta var vissulega
spennandi en þeim stóð heldur
ekki á sama.
Þjóð og hnattvæðing á Hrafnseyri
Við vorum á leið á alþjóðlega ráð-
stefnu um þjóð og hnattvæðingu.
Ráðstefnan var haldin á Hrafnseyri
við Arnarfjörð í tilefni af þjóðhátíð-
ardegi íslendinga. Með í för voru
nokkrir af fremstu fræðimönnum
Vesturlanda á sviði alþjóðastjórn-
mála. Það þótti vel við hæfi að
fjalla um þjóð og hnattvæðingu
svona langt i burtu frá skarkala ver-
aldarinnar. Á Hrafnseyri eru þrjú
hús, staðurinn er afskekktur og erf-
itt að komast þangað. Hrafnseyri
við Arnarfjörð er eiginlega handan
hins byggilega heims eins og einn
skipuleggjenda ráðstefnunnar orð-
aði það. Maður finnur ekki mikið
fyrir hnattvæðingunni á svoleiðis
stað. Samt var lítið mál að fá þessa
eftirsóttu fræðimenn til að mæta.
Það er alltaf verið að bjóða þessu
fólki á ráðstefnur, í London, New
York og í Tókýó. Eða bara í Kaup-
mannahöfn. En fólk fær sjaldan
boð til Vestfjarða. Þegar þessi pist-
ill birtist lesendum er ég staddur
i Berlín á ráðstefnu. Berlín er í
alfaraleið og þangað er auðvelt að
komast úr öllum áttum. Menn eru
alltaf að fara til Berlínar. En það
er samt ekkert auðveldara að fá
áhugaverða fyrirlesara til Berlínar
en til Vestfjarða. Það er nefnilega
miklu meira spennandi að fara á
ráðstefnu á Hrafnseyri heldur en
í Berlín. Svona virkar hnattvæð-
ingin lika.
Þekkingarsköpun til VestQarða
í vikunni hefur verið mikil um-
ræða um yfirvofandi niðurskurð
aflaheimilda. Menn óttast áhrifin
á sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum.
Kallað er á stjórnvöld að standa
fyrir mótvægisaðgerðum, færa op-
inber störf út á land, koma með
byggðakvóta eða eitthvað álíka. Ég
veit það svo sem ekki, en það læð-
ist óneitanlega að manni sá grunur
að það sé kannski einmitt þessi
ofuráhersla á sjávarútveginn og op-
inbera stjórnun sem haldi þessum
byggðum í heljargreipum. Getur
verið að fiskurinn sé orðinn drag-
bítur á framþróun þessara byggða?
Ráðstefnan sem Háskólasetur
Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðs-
sonar á Hrafnseyri héldu um þjóð
og hnattvæðingu sannfærði mig í
það minnsta um að það er einmitt
slík starfsemi sem þarf að fá að
blómstra. Það er ekkert erfiðara
að stunda þekkingarstörf á Vest-
fjörðum heldur en í Berlín. Þetta
er hin raunverulega auðlind Vest-
fjarða. Vandinn er hins vegar sá að
ofuráherslan á sjávarútveg hefur
orðið til þess að nauðsynlegir inn-
viðir fyrir þekkingastarfsemi hafa
ekki verið lagðir á Vestjörðum.
Þetta þarf að laga. Vissulega skiptir
sjávarútvegurinn enn máli en vægi
hans fer sífellt minnkandi. Alveg
eins og þegar sjávarútvegur tók
við af landbúnaði sem grunnstoð
efnahagslífs á tsland um miðja
síðustu öld er nú svo komið að
hlutur þekkingarfyrirtækja eins
og fjármálastofnana er orðinn
meiri í landsframleiðslunni heldur
en sjávarútvegs. Það blasir við að
hvorki landbúnaður, sjávarútvegur
né önnur frumframleiðsla getur
dugað sem grundvöllur efnahags-
lífs á nýrri öld. Nú er kominn tími
til að framleiða þekkingu. Lika á
Vestfjörðum.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Alþingismenn voru duglegir
að blogga fyrir kosningar
en nú er eins og allir séu í
fríi og hafi litla þörf fyrir að láta
í sér heyra. Á heimasfðu Alþingis
er að finna heimasíður alþingis-
mannaog
má þar sjá
hversu dug-
litlir þeir eru
um þessar
mundir.
Athyglisvert
er að nýir
þingmenn
eru ekki enn komnir með heima-
síður svo varla liggur þeim mikið
á hjarta. Kannski spennufall eftir
kosningarnar.
Margir hafa undrast það að
Jóhanna Sigurðardóttir
hafi ráðið Hrannar
Björn Arnarsson sem aðstoðar-
mann sinn en
mönnum er í
fersku minni
þegar hann
ákvað að taka
ekki sæti í borg-
arstjórn fyrir
R-listann eftir
kosningar1998
vegna skattamála. Færri muna
sjálfsagt að þá birti Jóhanna Sig-
urðardóttir grein í Morgunblað-
inu þar sem hún varði Hrannar
og sagði hann traustan og góðan
félaga. Hrannar var einmitt
kosningastjóri Þjóðvaka, flokks
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Björgvin Halldórsson er með
myspace-síðu þar sem hann
segir
aðdáendum
sínum hvar
hann verðiá
næstunni. Þar
kemur fram að
Bo er bókaður
í afmælispartí
í Iðnó í kvöld, 7. júlí syngur hann
í Viðey og ef horft er lengra fram
í tímann kemur í ljós að Bo er bók-
aður í Kaupmannahöfn 24. apríl
2008. Svona eru alvörustjörnur.
elin@bladid.net